Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 59

Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 59
Ein þeirra Ijósmynda Stefáns Jóns sem prýða bókina. innar og ég hef ekki brugðist þeirri köllun minni. Við það er ég sáttur. — Titill ferðasögunnar „Guðirnir eru geggjaðir" vísar í heiti á bíómynd sem sýnd var hér á landi fyrir einhverjum ár- um. Hún hefst á því að flugvél flýgur yfir landið og úr henni er kastað kókflösku sem lendir í höndum innfæddra. Um leið tengist þetta óraunverulega bíómyndaat- vik jafn fáránlegu atviki í mínu lífi og ég upplifði í lok ferðarinnar þegar ég var á leiðinni heim. Mér varð skyndilega óglatt og fór að kasta upp eins og múkki. Þegar vanlíðan mín var liðin hjá tók ég ælupok- ann, henti honum út úr flugvélinni og sá hann falla til jarðar og lenda hjá fólkinu og strákofunum. Nákvæmlega á því augna- bliki lýstur þessu atviki úr bíómyndinni niður í hausinn á mér. Ég hef kastað æl- upoka niður til sveltandi fólks og gert mig einn af guðunum. Svona fáránlegar eru þá aðstæður mínar. — Þetta er fyrst og fremst persónuleg ferðasaga en ferðabækur af því tagi eru í mikilli sókn erlendis bæði innan bók- menntanna og í blaðamennsku. Ég hef lesið töluvert af þeim en það er langt síðan ferðasaga af þessum toga hefur komið út á íslensku. Ég reyni að vera trúr sjálfum mér og öllu því sem ég hef upplifað en legg jafnframt á það mikla áherslu að þetta er ekki safn minnispunkta eða blaðagreina heldur heildstæð frásögn með upphafi og endi. Þetta er hvorki skáldsaga né angi af blaðamennsku heldur frásögn sem er ein- hversstaðar þar á milli. Frásögn sem lýtur lögmálum frásagnarinnar. Þess vegna verð ég að taka mér skáldaleyfi og fylli upp í eyður og tengi ólíka hluti saman. — A þennan hátt er ferðasagan sett upp. Hún er rammafrásögn því hún þarf að standast sem bók og mynda heild. Inn- viðir þessarar bókar eru því traustir og ég er einnig mjög ánægður með ytra útlit bókarinnar því það er dálítið framandlegt og það er eitthvað afrískt við útlit hennar. í henni er einnig mikið af myndum. — Ég skapa sögu minni þann ramma að í upphafi bókarinnar er ég staddur inn á kínabar í Addisababa á leiðinni heim og er að blaða í minnispunktum. Ég er að leita að einhverju ákveðnu atviki úr þessari ferð í minniskompunum og í þessari leit minni fer sjálf frásögnina af stað. í bókarlok er ég ennþá staddur á þessum sama bar en það sem mestu máli skiptir er að ég hef fundið það sem ég leitaði að. — Jafnhliða ferðasögu minni er sögð önnur saga. Það er lærdómssaga mín. Þannig er þetta líka innri ferð. En eins og allar sannar ferðasögur er þetta öðrum þræði þroskasaga því þær hugmyndir sem sögumaður heldur af stað með í upphafi reynast kannski ekki eins réttar og hann hafði búist við. Hugmyndir hans um heiminn breytast og hann fer að sjá sjálfan sig og líf sitt í öðru ljósi. Sögumaður er kannski svolítið bláeygur og kemur upp um eigin fordóma en hann lærir. Það er fyrir öllu. Þetta er því ekki bók um hungr- ið í Afríku heldur um manneskju í fram- andi umhverfi og hvernig hún skynjar hið nýja og framandi hlutskipti sitt. Hún upp- lifir bæði gleði og sorg, fagurt mannlíf til jafns við þær hörmungar sem við henni blasa. Ég lýsi máltíðum innfæddra, ég spila við þá fótbolta og drekk mig fullan. Þessum hversdagslegu athöfnum reyni ég einnig að koma á framfæri en við allt aðrar aðstæður en Islendingar eiga að venjast. — Það er engin predikun í þessari bók og mér finnst ég ljúka frásögninni á nokk- uð opin hátt. Ég leyfi lesandanum að geta í eyðurnar og draga af henni lærdóm. I lok- in læt ég lesandanum það eftir að túlka söguna alveg upp á nýtt og meta sjálfur hvað það hafi í raun og veru verið sem maðurinn lærði. 0 ÞJÓÐLÍF 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.