Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 66

Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 66
MENNING BERTEL HÖGNI Fyrsta barnið sem ausið var vatni úr skírnarfonti Thorvaldsens í dómkirkjunni í Reykjavík. Heitinn eftir listamanninum Bertel og sá hann einu sinni. —Sagt frá sérstœðum Islendingi, Bertel Gunnlögsson, sem endaði œvidaga sína einmana og saddur lífdaga vestan hafs árið 1918 Það var hátíðleg stund í dómkirkjunni í Reykjavík árið 1839 þegar fyrsta barnið var vatni ausið úr skírnarfontinum sem Bertel Thorvaldsen gerði í Róm. I heið- ursskyni við listamanninn sem þannig hafði sýnt hug sinn til föðurlandsins var drengnum gefið nafn hans, Bertel. ertel Thorvaldsen (1770—1844) var af íslensku bergi brotinn eins og kunnugt er en faðir hans var íslendingur- inn Gottskálk Þorvaldsson tréskurðar- meistari í Kaupmannahöfn. Sú ætt er oft rakin til sr. Jóns prinna sem er ættfaðir þúsunda íslendinga. Bertel Thorvaldsen hafði lokið við gerð skírnarfontsins í Róm árið 1826 og sent til Kaupmannahafnar en þaðan átti þessi gjöf hans að fara föðurtúna til. En er Thorvaldsen kom úr sinni löngu útlegð frá Ítalíu 1838 komst hann að raun um að skírnarfonturinn hafði hvergi farið frá Höfn. Gekkst hann þá sjálfur fyrir því að senda listaverkið heim og var það vígt í dómkirkjunni í Reykjavík árið 1839 eins og áður sagði. Drengurinn sem heitinn var í höfuð listamannsins var sonur Stefáns Gunn- laugssonar bæjarfógeta í Reykjavík og konu hans Ragnhildar Benediktsdóttur Gröndals háyflrdómara Jónssonar. Þeir voru því systrasynir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson skáld og Bertel Högni hinn ungi Gunnlögsson eins og eftirnafn- ið er oftast skrifað eftir þeirra tíma móð. Stefán bæjarfógeti og Ragnhildur kona hans áttu sex börn en af þeim komust aðeins tvö til fullorðinsára, bræðurnir Ólafur og Bertel Högni og var töluverður aldursmunur á þeim. Akveðin dulúð hef- ur hvílt yfir ævi þeirra. Báðir ólu þeir aldur sinn erlendis; Ólafur Gunnlögsen varð doktor í heimspeki og síðar þekktur stjórnmálaritstjóri í Frakklandi (d.1894). Bertel fór einnig til útlanda, til Austur- landa og Ameríku sem síðar segir gerr af. Örlögin höguðu því svo til að skömmu eftir skírn Bertels Gunnlögsson fóru for- ÓSKAR GUÐMUNDSSON eldrar hans til Kaupmannahafnar og bjó fjölskyldan í húsi við Kóngsins Nýjatorg andspænis bústað hins heimsfræga lista- manns Bertels Thorvaldsen. Bertel Högni var rösklega fjögurra ára þennan vetur (1844) og svo merkilega vill til að hann hefur skrifað bernskuminningu frá þeim tíma um nafna sinn. Sú grein birtist upp- haflega í tímariti sem hét „Skirnir“ og Norðmenn í Ameríku gáfu út um nokkra hríð. Greinin var síðan þýdd í tímaritið Helgafell (1943). ertel Högni segir þar frá því að hann hafi setið við glugga og horft út á Kóngsins Nýjatorg þar sem alltaf var eitt- hvað að gerast sem dró að sér athygli barns á hans aldri. í herberginu sátu einnig stúlkur við sauma. „Allt í einu tóku allar stúlkurnar viðbragð og stukku út að glugganum. Thorvaldsen! hrópuðu þær upp yfír sig einum rómi. Ég tók að skima í sömu átt og þær horfðu af slíkum ákafa. Maður kom gangandi yfir torgið og stefndi á húsið okkar. Þegar hann nálgað- ist varð mér ljóst af öllu fasi hans og yfir- bragði að hér fór enginn meðalmaður. Ég virti fyrir mér með undrun og aðdáun, hversu keikur og fyrirmannlegur hann var á velli og hárið mikið, hvítt og liðað. Hann reigði lítið eitt höfuðið, gekk hratt og rösklega, með léttum, sveiflubundnum hreyfingum. Hann var með svarta der- húfu á höfðinu, með kringlóttum kolli og stóru skyggni, og í fremur stuttum, dökk- um frakka, að því er mér virtist, tvíhnepptum upp í háls. Þegar hann var skammt frá húsinu okkar, þóttist ég sjá að hann liti í svip upp í gluggann til okkar, áður en hann hvarf inn í næstu götu....“ Bertel segir eðlilegt að hann muni þenn- an atburð þrátt fyrir bernsku sína, þar sem allir hefðu sýnkt og heilagt verið að tifa á því að hann héti í höfuðið á þessum mikla gamla manni. Þennan sama vetur gekk nefnd Islend- inga á fund listamannsins í Charlotten- borg til að tjá honum þakkir þjóðarinnar fyrir gjöfina, skírnarfontinn góða í dóm- kirkjunni. Meðal nefndarmanna var Ste- fán bæjarfógeti. „Við þetta tækifæri hafði Thorvaldsen verið sagt frá því, að einmitt fyrsta barnið, sem skírt var, þegar vígsla fontsins fór fram, og heitið hefði verið eftir honum sjálfum, ætti nú heima á næstu grösum við hann, beint á móti bú- stað hans. Þegar Thorvaldsen heyrði þetta, lét hann þess getið að sig langaði til að sjá piltinn og mæltist til þess við föður minn, að hann kæmi með mig heim til sín, einhvern tíma áður en farið yrði heim (til íslands) með mig aftur...“ En áður en til þess kæmi varð Bertel Thorvaldsen bráðkvaddur í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn að kveldi hins 24. mars 1844. Bertel Gunnlögsson lýsir einnig viðhafnarmikilli útför Thor- valdsens sem hann minnist óljóslega. í þessu minningarbroti um nafna sinn fjallar Bertel Högni Gunnlögsson annars aðallega um það hve illa mönnum hafi farist illa við listamanninn síðar meir. Og skammar íslendinga sérstaklega fyrir van- rækslu: „Island hefur afsalað sér Thor- valdsen ásamt heimsfrægð hans og heiðri í hendur Danmörku, fósturjörðu hans, og var þó Thorvaldsen með órækum íslend- ingseinkennum, bæði á svip og vöxt. Og sú fullyrðing er jafnvel ekkert ofmæli, án þess að nokkurri rýrð sé kastað á allt það, sem hann átti danskri og rómverskri menntun að þakka, að hin listræna snilli- gáfa Thorvaldsen hafi verið sérkennilega íslensk og fornnorræn að eðli og anda.“ Bertel segir einnig að klíka öfundsjúkra listamanna og listrýnenda hafi borið þau brigsl á Dani að hafa hossað og hyllt Thor- valdsen langt umfram verðleika og ver hann töluverðu rúmi í að verja listheiður nafna síns. Bertel segir einnig frá því hvernig ítalir hafi löngum kunnað að meta stíl Thorvaldsens og skynjað skyldleika hans við verk Fídíasar, höfundar hinnar 66 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.