Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 67
fornu höggmyndalistar: „Þess vegna
heilsuðu þeir líka Thorvaldsen við hátíð-
legt tækifæri með þessum viðurkenning-
arorðum: „Tu sei Fidia, oh Islandese!" —
„Þú ert Fídías endurborinn, Islending-
ur!“.
Bertel Gunnlaugsson átti sjálfur sér-
stæða og dularfulla ævi. Sagt er að hann
hafí verið „afburða lærdómsmaður",
einkum fær í mörgum Austurlandatungu-
málum, hafi víða farið en haldið litlu sam-
bandi við landa sína. Frændi hans, Bene-
dikt Gröndal segir að hann hafi verið í
Asíu og Egyptalandi, „var stundum kat-
ólskur en stundum Múhameðsmaður,
fljótur að læra mál og annars vel gáfaður;
seinast fór hann til Ameríku og hefur ritað
um austurlandatrú í blaði því er „Amer-
íka“ heitir og gefið er út í Chicago. Ég sá
hann aldrei og þekkti hann ekkert“, segir
Gröndal. Fram kemur að Stefán bæjar-
fógeti hafi sent syni sína „peningalausa út í
veröldina, og urðu þeir að hafa ofan af
fyrir sér sjálfir“.
Bertel fór alfarinn að sumra sögn frá
íslandi 1852 og vitað er til þess að
hann var háskólakennari í Kairo í Egypta-
landi og víðar. Annars eru prentaðar frá-
sagnir dálítið misvísandi um ýmsa þætti
æviferils hans. Framan af ævi notaði hann
tímann til að ferðast og fræðast og fræða
aðra auk þess sem hann mun hafa verið
mikilvirkur þýðandi. Mikið orð fór af gáf-
um hans og gjörvuleik. Hann virðist síðar
hafa haft tilhneigingu til að loka sig af og
síðustu árin bjó hann við hreina örbirgð.
Hann lést aldraður og einmana í Tacoma í
Bandaríkjunum 30. janúar 1918.
í lýsingu á honum sem birtist m.a. í
Lögbergi vestan hafs 1918 segir að hann
hafi verið 13 ára þegar hann fór til Dan-
merkur alfarinn og á unga aldri hafi hann
fengið óbeit á Dönum. Þegar hann var 15
ára gekk hann til Róms í skóla, sumir segja
að hann hafi numið þar með Ólafi bróður
sínum. Árið 1859 skrapp hann að sumra
sögn til íslands og sá það land hinsta sinni
en þaðan fór hann til Edinborgar. Og
komst í kynni við marga stórhöfðingja
breska.
Þá stóð til að prinsinn af Wales mægðist
við dönsku konungshirðina og komst allt
sem danskt var og af norrænum toga í
tísku. Hann fékk góða kennarastöðu þó
hann væri aðeins um tvítugt. Hann ílentist
ekki lengi meðal enskra heldur fór árið
1860 í mikla ferð til Grikklands, Litlu As-
íu, Arabíu og Egyptalands.
Loks staldraði hann við á Italíu. I há-
skólanum í Napólí lagði hann m.a. stund á
Skírnarfonturinn fagri sem Bertel Thorvaldsen gjörði Islendingum og vígður var árið 1839 við
skírn Bertels Högna.
samanburðarmálfræði og á þessum árum
lagði hann sig eftir sanskrít og arabískum
tungum auk þess sem hann var garpur
klár í flestum tungum Evrópumanna.
Hann kenndi meðfram háskólanámi,
vann við þýðingar úr útlendum málum
yfir á ítölsku og var til ársins 1868 í Napolí.
Um 1870 fór hann aftur til Bretlands og
vann við kennslu og þýðingar. Um 1880
fór hann til Bandaríkjanna og var í
Chicago aðallega við kennslu og fræði-
mannsstörf um langt árabil.
Islendingar höfðu ekki mikið samband
við Bertel á þessum árum en ýmsar
sögur gengu af honum. Á árinu 1909 barst
sú fregn að hann væri látinn og var sagt frá
því í íslenskum blöðum. Sú villa hefur
m.a.s. slæðst inn í æviskrár. Heimildir
herma að Bertel Högni hafi flutt til
Tacoma í Washingtonfylki trúlega um
1905 eða svo og starfaði hann þar við skóla
nokkurn en lenti upp á kant við skólast-
jórnina. Öll þessi ár vann hann við þýðing-
ar, aðallega þýddi hann úr norðurlanda-
tungumálum á ensku. Bertel skrifaði í 10
til 20 tímarit á þessum árum um ýmis efni;
tungumál, bókmenntir og fagurfræði.
Hann flutti einnig oft erindi og var nokk-
uð eftirsóttur fyrirlesari hjá félögum þar
vestra.
Margir Vestur-íslendingar höfðu
áhyggjur af Bertel hin síðari ár og má lesa
um dapurlegt ævikvöld hans í bréfasöfn-
um Stephans G. Stephanssonar og
pennavina hans.
I bréfi til Stephans 15. febrúar 1911 segir
Eggert Jóhannsson : „Ég fór til Tacoma
og fann fornkunningja minn Bertel Högna
Gunnlögsson, — þann er blöðin sögðu
dauðan oggrafinn. Ég sagði honum frá, og
hló hann að og sagði þá sögu komna frá
Dönum. Karl var ern og hress, — er nú
bráðum 72 ára, en sárt sveið mér að sjá,
hve fátæktin og íslensk óhamingja sverfa
þar að svo miklum manni og góðum, þó
vanstilltur sé og undarlegur". Og 8. maí á
sama vori segir Eggert frá því að hann sé
byrjaður að skrifast á við Próf. Gunnlögs-
son. „Mér þykir leiðinlegt, efkarlauming-
inn fellur svo frá, að enginn íslendingur
viti af.“ Eggert segir að Bertel hafi verið
afar stoltur en bláfátækur. „Auðvitað
ÞJÓÐLÍF 67