Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 70

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 70
VEGGFOÐUR Tökum á ódýrustu íslensku kvikmyndinni að Ijúka. Reiknað með að Veggfóður verði frumsýnd nœsta sumar KRISTÓFER DIGNUS PÉTURSSON Aðalleikararnir tveir, þeir Baltazar Kormákur (Lassi) og Steinn Armann Helgasson (Sveppi) i Á sama tíma og verið er að gera eina dýrustu og veigamestu kvikmyndina sem framlcidd hefur verið hér á landi, mynd Kristínar Jóhannesdóttur Svo á jörðu svo á himnum, er tökum á einni ódýrustu og óvenjulegustu íslensku kvikmyndinni að ljúka. Þetta er myndin Veggfóður en aðstandendur hennar fóru ótroðnar slóðir við framleiðsluna. Það er Kvikmyndafélag íslands sem er framleiðandi Veggfóðurs en aðaleigendur þess eru Júlíus Kemp sem einnig er leik- stjóri og Jóhann Sigmarsson en hann skrifar handritið ásamt Júlíusi. Fram- kvæmdastjóri er Vilhjálmur Ragnarsson og kvikmyndatökumaður Jón Karl Helgason. Fjöldi annarra aðila leggur hönd á plóginn við gerð þessarar myndar, t.d. María Ólafsdóttir sem er einn efni- legasti fatahönnuðurinn á Islandi í dag. Aðalleikendur eru Baltazar Kormákur, Framkvæmdastjóri Veggfóðurs Vilhjálmur Ragnarsson með klappborðið og handritshöfundur- inn Jóhann Sigmarsson á tökustað við Laugardalslaugina. Steinn Ármann Magnússon, Ingibjörg Stefánsdóttir og Ari Matthíasson. Einn- ig koma fram margar gamlar kempur, svo sem Flosi Ólafsson, Egill Ólafsson, Raggi Bjarna og Rósa Ingólfsdóttir að ógleymdri hljómsveitinni Pops, með Pét- ur Kristjánsson í fararbroddi eins og hún var skipuð um 1970. Myndin fjallar um tvo unga menn, þá Sveppa og Lars, leikna af Baltazar og Steini. Þeir verða ástfangnir af sömu stúlkunni, henni Sól sem leikin er af Ingi- björgu, og veðja um það hvor þeirra muni ná ástum hennar fyrr. Þeir taka að sér rekstur skemmtistaðar, inn í fléttast ýms- ar persónur og ýmislegt kemur fyrir þá gott og vont. Upptökur fara fram í miðbæ Reykjavíkur, Nesjavöllum og við Þorláks- höfn. Reyna á að ljúka tökum á sex vikum 70 ÞJÓÐLÍF h •

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.