Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 72

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 72
HLJOMPLOTUR UMSJÓN: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON Bubbi og Rúnar: G-C-D Frasarolck „G-C-D“ er sex manna „proj- ect“ en fyrir utan þá Bubba Morthens (gítar/textar) og Rúnar Júlíusson (bassi) eru hér Bergþór Morthens, „Beggi bróðir" á sólógítar, Gunnlaugur Briem (tromm- ur), Óskar Páll Sveinsson (upptakarinn) og Óttar Felix Hauksson sem var einskonar tónlistar- og frasaráðgjafi (af- sakið orðbragðið). Einnig koma við sögu Guð- mundur Pétursson sem spilar fagmannlega á „slide“ gítar í þremur lögum og Berglind Gunnarsdóttir sem á textann í laginu Rúnar Gunnarsson (Im memoriam) en hún er systir Rúnars heitins. Platan er til- einkuð minningu hans. Fyrir utan þennan texta eru öll lög og textar eftir þá Bubba og Rúnar. En hvernig hefur svo tekist til í þessu samstarfi „fusion“ trommarans, fyrrum Trúbrotshippans og þeirra rokkbræðra, Bubba og Begga? Þegar á heildina er litið gengur þetta upp því formúlan sem farið er eftir er skotheld. Hér eru margnotaðir frasar á ferð. En persónulega finnst mér að Bubbi hefði mátt hvíla aðeins dópsögurnar og stjórn- málaádeilurnar því hann getur alveg samið þrælfallega texta og finnst mér t.d. textinn í lag- inu Millisvefns og vöku falleg- ur. Lagið sjálft er með „Dylan- ískum“ undirtón og inniheld- ur smekklegt sóló frá Begga. Gítarleikur þeirra bræðra er í rökréttu samhengi við for- mið, hugmyndaflugið er ekki að drepa þá, fábreytnin ekki heldur. Tónlistin er rokk að stærstum hluta en þó bregður fyrir,, metal“ tilhneigingum í laginu Þú dregur mig niður. Samspil Gunnlaugs og Rúnars er þrælþétt, enda vanir menn. Samsöngur Rúnars og Bubba kemur líka ágætlega út, vissu- lega ólíkar raddir en passa samt vel saman þegar um raddanir er að ræða, t.d í lög- unum íslandsgálgi og Mýr- dalssandur, sem ásamt Þófa- mjúk rándýr (blúsrokk), Korter yfir tólf („Dylan- ísk“ballaða) og Rúnar Gunn- arsson (Im memoriam) eru bestu lög plötunnar að mínu mati. En eitt að lokum; hugmynd ljósmyndarinnar á framhlið umslagsins er algerlega stolin frá sænsku hljómsveitinni Imperiet af plötu þeirra Synd sem kom út um miðjan síðasta áratug. Bubbi veit allt um það enda starfaði hann lítillega með hljómsveitinni á Tiggar- ens tal sem var síðasta hljóð- versskífan sem þeir gerðu á ferli sínum. Nýdönsk: Kirsuber Erótískir (ó)vextir Undur og stórmerki hafa gerst! Ein besta plata Nýdanskrar er komin út. Nýj- asti ávöxtur hljómsveitarinn- ar, hin sjö laga skífa Kirsuber er aldeilis ágæt. Finnst mér hún besta verk sveitarinnar til þessa, með tvö stúdíólög, hið erótíska Kirsuber og hið fönk- aða Blásið í í broddi fylkingar. Fimm hljómleikalög eru tekin upp á Púlsinum og eru drengirnir þar í góðu formi. Heyrist vel í nýju „mönnun- um“ þeim Jóni Ólafssyni, sem fer Ham(mond)förum á orgel- inu og Stefáni Hjörleifssyni gítarleikara sem sýnir snilldar- takta, sbr. sólóið í laginu Skýmir. Söngur Daníels Agústs er þrælgóður og söng Björns Jr. Friðbjörnssonar get ég nú þolað mun betur en áður. Hann er sem fyrr þéttur á bassann og í samvinnu við stórgóðan trommara, Ólaf Hólm, mynda þeir góðan grunn. En af lögum plötunnar ber Kirsuber af , útsetningin er fersk og millikaflinn er þræl- flottur. Textinn í Blásið í er skondinn og einhvernveginn dettur mér Lúðrasveitin Svan- ur í hug: „Fljúgum fríður flokkur/þar fer lúðrasveit/ svanir svífa yfir okkur/sé ég gæs á beit.“ Hljómleikalögin eru líka kröftug og það er alltaf ánægjulegt þegar góðar hljóm- leikaupptökur heyrast og nú er mögulegt með aðstöðunni á Púlsinum að gera þetta tiltölu- lega fyrirhafnarlítið. Kirsuber fær 7,5 í aðaleinkunn. 72 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.