Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 75

Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 75
HER ERU VERUR OG VÆTTIR Viðtal við Ásthildi Cecil Þórðardóttur, garðyrkjustjóra ísafjarðarkaupstaðar og tónlistarkonu TEXTI OG MYNDIR: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON Mér líður afar vel íþessu húsi, hér eru blómálfar og búálfar sem eiga það til að vera stríðnir. Vestur á ísaflrði, á Seljalandsvegi 100 sem er næstum uppi í miðri fjallshlíð er skringilegt kúluhús. I kúluhúsinu býr garðyrkjustjóri bæjarins, hann er hún og heitir Asthildur Cecil Þórðardóttir, ber þetta sjaldgæfa en alíslenska og vest- firska karlmannsnafn, Cecil. Hún hefur unnið við garðyrkju hjá ísa- fjarðarkaupstað í áratug og sér nú um alla garðyrkju í bænum auk unglingavinnunn- ar. — Það krefst góðs skipulags að stjórna þessum fjölda fólks, yfir hundrað manns með unglingunum, maður verður að vera vakandi fyrir hverjum og einum og læra að þekkja sitt fólk. í raun er hægt að fram- kvæma ótrúlega mikið í uppgræðslu og fegrun fyrir ótrúlega lágar fjárhæðir. Vet- urnir fara í að skipuleggja og undirbúa sumrin og einnig að gera fjárhagsáætlun. Það er erfitt starf og krefjandi en skilar sér mjög vel á sumrin. Garðyrkja var hér á árum áður litin hornauga sem einhver kellingavinna en hugarfarið er að breytast sem betur fer. Ég vona einnig að það fegr- unarátak sem hafið er haldi áfram þrátt fyrir að nýir herrar séu nú við völd. Ásthildur hefur ásamt fjölskyldu sinni verið með sölu á plöntum heima hjá sér. — Við erum núna búin að setja á fót garðplöntustöð og stefnan er að rækta sem mest sjálf. Ég held að það séu harðgerðari plöntur sem eru ræktaðar hér heima og svo sparast líka flutningskostnaður þann- ig að plönturnar geta orðið ódýrari fyrir kaupendur. Viðskiptin eru líka alltaf að aukast og sama fólkið sem kemur hér ár eftir ár. Hér fær það einnig ráðleggingar og áhuginn verður sífellt meiri fyrir garð- yrkju. Ég held einnig að viðskiptin færist í vöxt með tilkomu jarðgangnanna, bætir hún við. Hús þeirra hjóna Ásthildar og Elíasar stingur mjög í stúf, enda kúlulaga, byggt úr þríhyrndum einingum sem eru skrúf- aðar saman. Húsið, sem Einar Þ. Ásgeirs- son arkitekt hannaði, var eitt og hálft ár í byggingu og þau fluttu inn í ágúst 1987. Nokkur hús svipuð þessu eru til víðsvegar um landið. í Torup í Danmörku er að rísa tilraunaþorp með hagkvæmum náttúru- legum húsum og á Einar þar a.m.k. fjögur kúluhús í smíðum. I garðstofunni sem er reyndar það sem gerir þetta hús frábrugð- ið öðrum, skipuleggur Ásthildur garð- yrkjustörfm og ræktar blóm af miklum móð sem hún segir að dafni mjög vel. Torfið á húsinu einangrar vel þannig að kyndikostnaður er lítill. Auk þess eru kælifletir nánast ekki fyrir hendi, lögunin gerir það að verkum. — Mér líður afar vel í þessu húsi, hér eru allskonar verur og vættir, blómálfar, búálfar, svartálfar og fleira. Hingað hefur komið fólk sem er skyggnt, s.s Erla Stef- ánsdóttir og séð þessar verur. Ég finn sjálf fyrir þeim, sumir álfarnir eru stríðnir og fela lykla og þess háttar fyrir mér segir Ásthildur. En garðyrkja og hlutir henni tengdir er ekki það eina sem hún fæst við. Tónlist er stór þáttur í lífi hennar og hefur hún spilað á gítar og sungið með ýmsum hljómsveitum. — Það byrjaði með því að ég var í hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar, Ásgeir og félögum, Líparít, Aðild og Ásthildi, Gancia, Sokkabandinu og núna er ég í hljómsveitinni Gömlu brýnunum, með Sigurgeiri Sverrissyni (hljómborð) og Halldóri Guðmundssyni (trommur). Við höfum verið að spila síðan 1987, aðallega á böllum og Þorrablótum. — Ég byrjaði tólf ára gömul að koma fram ásamt tveimur öðrum stelpum og við skemmtum í mörg ár á þorrablótum og slíkum skemmtunum. Svo kom ég fram með BG þegar ég var sextán ára og sló þá reyndar svolítið í gegn. Þegar börnin fæddust þá gerði ég hlé á þessu en upp úr 1972 byrjaði ég aftur. Sokkabandið var sveit sem var einungis skipuð konum og vakti töluverða athygli þegar nokkuð var liðið á níunda áratug- inn. Þær tóku þátt í Músíktilraunum og ÞJÓÐLÍF 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.