Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 83

Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 83
kúlu úr deiginu og þá hermir barnið eftir okkar gjörðum. Síðan sjáum við mismun- andi athafnir hjá aldurshópunum, allt frá þeim yngstu sem eru bara að teygja og toga deigið og upp í sex ára börnin sem hamast og eru sveitt við baksturinn. Börn nú til dags verða oft fullorðin of snemma. Það virðist sem þau séu rænd barnæskunni sem er heimur ímyndunar- afls og sköpunargleði. Hjá okkur er áherslan lögð á þetta tvennt og við reynum að skapa umhverfi þar sem allt getur gerst. Leikföngin reynum við að hafa sem mest þannig að þau séu ekki fullkomnar eftir- myndir veruleikans heldur sé eitthvað skilið eftir handa ímyndunaraflinu. T.d. eru hinar svokölluðu Waldorf-brúður þannig að munnurinn er aðeins rauður punktur. Síðan er það barnsins að ákveða í hvernig skapi brúðan er. Fáeinir trékubb- ar og nokkrar slæður geta verið leikhús sem síðan verður skrifstofa sem síðan verður eitthvað enn annað.“ I einu herberginu liggja trjábolir á víð og dreif. Þeir eru ýmist notaðir sem hest- ar, fjöll, veggir í húsum eða annað það sem hugur barnanna býður. Reynt er að nota svo til einungis leikföng úr náttúrulegum efnum. Það vakti einnig athygli að á veggj- um hanga myndverk frægra meistara og í anddyrinu þar sem hvert barn hefur sinn snaga hanga myndir hjá hverju og einu úr heimslistasögunni. Snorri segir: „Það er þrennt sem við viljum að einkenni um- hverfi barnsins. Það er fegurð, heilbrigði og hlýja. Við höfum hangandi á veggjum verk eftir t.d. Raphael, Leonardo og Kandinski af því að við trúum því að ef barnið sér það besta sem skapað hefur verið þá hafi það áhrif. Maturinn þarf að vera eins hollur og unnt er og við reynum að skapa umhverfi þar sem hvert barn er velkomið alveg eins og það er. Við lítum á okkur sem aðeins hluta þess lífs sem barn- ið lifir. Ef það er æst og upptrekkt einn daginn þá geta verið svo margar ástæður fyrir því. Við gætum kannski sagt: „Bann- sett óþekkt er í krakkanum“ en ef við reynum að setja okkur dýpra inn í málið kemur kannski í ljós að barnið fékk of lítinn svefn eða gullfiskurinn þess dó dag- inn áður, atriði sem geta haft mjög sterk áhrif á meðvitund barns. Við lítum einnig svo á að allt sem barnið tjáir, segir og gerir, sé að stórum hluta speglun á umhverfi þess. Að það sé orsök fyrir því sem tjáð er.“ Það er lagt mikið upp úr dagsryþman- um. Þegar barnið kemur á morgnana þá veit það í stórum dráttum hvað gerist. Það veit að á mánudögum málar það myndir, á þriðjudögum er bakað o.s.frv. Þetta er þáttur í að veita barninu öryggi. Starfs- mennirnir segja hins vegar að ekki sé um að ræða eilífar endurtekningar, á hverjum degi eru nýir leikir, nýir litir, nýjar sögur. Börnin eiga sjálf að ákveða íhvaða skapi brúðan er. Leikföng eru svo til eingöngu úr náttúrulegum efnum. Andrea Henk matselja segir að þessi reglufesta sé einnig höfð í heiðri í matar- gerðinni: „Á mánudögum er fiskur, á þriðjudögum eitthvað úr hirsi o.s.frv.. Einnig er reynt að hafa fæðið eins lífrænt og mögulegt er og að hafa meira korn en vani er í íslenskri matargerð. Við kaupum lífrænt ræktað grænmeti frá Skaftholti í Gnúpverjahrepp og reynum að nota mikið afþví.“ Kirsten Anderson starfsmaður er sænsk að uppruna og þekkir til Waldorf-uppeld- isstofnana þar og víðar í Evrópu. Hún segir að fólk hér á landi sé að vakna til meðvitundar um að til séu aðrir möguleik- ar í uppeldis- og skólamálum en hið hefð- bundna skólakerfi býður upp á: „Víða í Evrópu er úr miklu meiru að velja en hér hefur verið í þessum málum og það leiðir til að fólk hugsar meira um hvernig það í rauninni vill að börnin þess alist upp. Það hefur í för með sér betri tengsl foreldra og skóla en það finna börnin strax. Sums staðar sjá foreldrar algerlega um þrif eða viðgerðir og jafnvel fjármál og reynslan virðist vera að minna sé um skemmdar- verk í slíkum skólum en öðrum.“ Snorri Traustason á lokaorðin. Hann segir: „Minn draumur er sá að á því and- artaki þegar börn fara úr grunnskólanum geisli þau af sömu ánægju og lífsorku sem þau hafa þegar þau koma inn í leikskól- ann.“ 0 ÞJÓÐLÍF 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.