Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 25
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Behring) til skimunar fyrir missvæsnum frumstorkugöllum. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru allir þeir 266 einstakling- ar, sem vísað hafði verið til rannsóknar vegna blæðingahneigðar á tímabilinu 2000 til 2005 og gerð hafði verið á fullkomin rannsókn með tilliti til blæðingahneigðarinnar. Bornar voru saman grein- ingar og niðurstöður lokunartíma (closure time, CT c/epi og CT c/ADP), von Willebrand þáttar (von Willebrand factor, VWF) og blóðflögukekkjunar. Helstu niðurstöður: Lokunartímar CT c/epi og c/ADP lengjast stighækkandi við lækkandi VWF, og lengjast upp fyrir mælisvið við Bernard-Soulier heilkenni. Við aðra blóðflögugalla fer CT c/ epi hækkandi eftir því hve svæsinn blóðflögugallinn er samkvæmt kekkjunarprófi en CT c/ADP lengist ekki. Mesta lengingin á CT c/epi við blóðflögugalla, aðra en Bernard-Soulier heilkenni, er eftir aspiríninntöku. Bæði CT c/epi og CT c/ADP höfðu marktæka neikvæða fylgni við VWF-virkni (mæld sem ristocetin cofactor eða kollagen bindigeta VWF). Ályktanir: Lokunartími CT c/epi lengist stigvaxandi við vaxandi frumstorkugalla en CT c/ADP lengist aðeins við lækkun á VWF og Bernard-Soulier heilkenni. Pannig virðist CT c/ADP ef til vill vera sérstaklega næmur fyrir göllum í viðloðunareiginleikum blóðflagna (sem tengjast VWF og/eða GPIb viðtakanum á blóðflögum), en CT c/epi virðist vera næmur fyrir bæði viðloðunar- og samloðunareiginleikum. E 4 Notkun þáttar VII við meiriháttar blæðingar í hjartaskurðaðgerðum á íslandi Jóhann Páll Ingimarsson1. Felix Valsson24- Brynjar Viðarsson14 Bjarni Torfason1-4 Tómas Guðbjartsson1'4 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2gjörgæslu- og svæfingadeild, 3blóðmeinafræðideild Landspítala,41æknadeild HÍ johapall@mi.is Inngangur: Alvarlegar blæðingar eru þekktir fylgikvillar opinna hjartaaðgerða. Árið 1994 kom á markað rekombinant þáttur VII (recombinant factor VII, ríVII) og var lyfið fyrst og fremst ætlað sjúklingum með blæðingarsjúkdóma. Síðar var lyfið prófað við meiriháttar blæðingar í skurðaðgerðum, oft með góðum árangri. Lítið er vitað um virkni lyfsins við blæðingar í hjartaaðgerðum. Markmið þessarar afturvirku rannsóknar var að kanna ábendingar og árangur meðferðar með rFVII á Landspítala. Efniviður og aðferðir: Frá nóvember 2003 til febrúar 2006 fengu 10 sjúklingar rFVII vegna meiriháttar blæðinga í eða eftir hjartaaðgerðir á Landspítala. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám og afdrif sjúklinganna skráð. Niðurstöður: Algengustu aðgerðirnar voru ósæðarlokuskipti með eða án kransæðarhjáveitu. Meðalaldur sjúklinganna var 66 ár (36- 82 ár). Tímalengd aðgerðanna að meðtöldum enduraðgerðum var 673 mínútur (bil 475-932) og tími á hjarta- og lungnavél 287 mínútur (bil 198-615). Meðalblæðing var 12.9 L (bil 9-18L) og fengu sjúklingar að meðaltali 19 einingar af rauðkornaþykkni í aðgerð (bil 5-61) og er þá ekki talið með hreinsað blóð úr hjarta- og lungnavél. Hjá níu sjúklingum stöðvaðist blæðingin eftir gjöf rFVII. Fimm sjúklingar lifðu af og útskrifuðust. Af sjúklingunum fimm sem létust, dó einn úr óstöðvandi blæðingu í aðgerð og annar sjúklingur dó úr blóðtappa í heila og í lungum. Ályktanir: Hár aldur, alvarlegur hjartasjúkdómur og meiriháttar blæðingar (> 9L) eru einkennandi fyrir sjúklinga sem fengið hafa rfVII í hjartaaðgerð hér á landi. í öllum tilvikum hafði önnur meðferð verið reynd og sjúklingarnir fengið mikið magn blóðhluta. Svo virðist sem rfVII sé mjög virkt lyf í að stöðva alvarlegar blæðingar í hjartaaðgerðum. Ljóst er að rannsaka þarf betur fylgikvilla rfVII-meðferðar, en lyfið gæti hafa stuðlað að myndun blóðtappa í heila og lungum hjá einum sjúklingi í þessari rannsókn. E 5 Samanburður á segavörnum á Landspítala á árunum 1992 og 2006 Kristín Ása Einarsdóttir1, Brynja R. Guðmundsdóttir1, Páll Torfi Önundarsonlt2 'Blóðmeinafræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ brynjarg@landspitali. is Inngangur: Árið 1992 var gerður samanburður á notkun próthrombíntíma (PT) og próthrombín-prókonvertíntíma (PP) við skömmtun K-vítamín hemla (KVH) á Landspítalanum. INR gildi reiknuð samkvæmt PP prófi reyndust algerlega sambærileg við INR samkvæmt PT og í ljósi þess hefur áfram verið skammtað eftir PP prófi. Árið 1992 var KVH skammtað af hjartalæknum og tókst að halda sjúklingum innan meðferðarmarkmiðanna INR 2,0-3,0 um 37% meðferðartímans en 51% voru innan markanna 2,0-4,5. Nær 50% meðferðartímans voru sjúklingar þynntir minna en INR 2,0. Rannsóknin 1992 leiddi einnig i í ljós, að blæðingahætta var fyrst og fremst hjá einstaklingum með INR yfir 6,0. Arið 2006 skammtaði sérhæfðt starfsfólki KVH með hjálp tölvuforritsins DAWN AC. Efniviður og aðferðir: Árið 2006 var borin saman blóðþynning (anticoagulation intensity) þriggja sambærilegra ábendingahópa á einum tímapunkti úr rannsóknahópnum frá 1992 og úr hópi skjólstæðinga segavarna 2006. Beitt var þverskurði í rannsókninni. Helstu niðurstöður: Sjúklingar með gáttatif voru innan markgilda INR 2,0-3,0 í 43% tilvika árið 1992 en í 65% tilvika árið 2006 (49% aukning) og sjúklingar með bláæðasega með eða án segareks til lungna í 35% á móti 65% tilvika (86% aukning). Sjúklingar með gervihjartalokur (mechanical heart valves, MHV) voru innan markgilda 2,5-3,5 í 30% tilvika 1992 á móti 51% árið 2006 (70% aukning). Séu meðferðarmarkmið víkkuð um +/- 0,2 INR-stig eru í sömu röð árið 2006 83%, 78% og 66% sjúklinga innan markgilda.Tölvuskammtar eru ýmist auknir eða dregið úr þeim í 21% tilvika við markgildin INR 2,0-3,0 en í 36% tilvika þegar markgildin eru 2,5-3,5. Ályktanir: Árangur segavarna mældur sem blóðþynning innan marka hefur batnað verulega á tímabilinu en árangur mætti þó enn batna hjá sjúklingum með MHV. Líklegt er að DAWN AC eigi þátt í þessum árangri. Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.