Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 107

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 107
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ og stöðugleika kúrkúmíns en lítið er vitað um áhrif þeirra á aðra kúrkumínóíða. Tilgangur verkefnisins var að kanna eðlisefnafræðilega eiginleika kúrkúmínóíð-sýklódextrínfléttna og hvernig bygging kúrkúmínóíða hefur áhrif á fléttumyndunina. Efniviður og aðferðir: Sex kúrmínóíðar voru smíðaðir með þekktum efnasmíðaaðferðum og bygging þeirra var staðfest með NMR. Rannsóknir á vatnsrofi, leysni, oktanól-vatns dreifingu, og ljósstöðugleika voru gerðar fyrir 10% (w/v) hýdroxýprópýl- þ-sýklódextrín (HPþCD), metýlerað-þ-sýklódextrín (MþCD) og hýdroxýprópýl-y-sýklódextrín fléttumyndunarlausnir. Niðurstöður og ályktanir: Helmingunartími kúrkúmínóíðanna var meiri en 100 tímar, við 30°C, í pH 5 lausnum, en niðurbrotið var töluvert við pH 10. Kúrkúmín og l-(4-hýdroxý-3- metoxýfenýl)-l-hexen-3,5-on voru óstöðugustu efnin. Stöðugleiki kurkúmínóíðanna jókst við það að mynda fléttu við sýklódextrín. Stöðgunaráhrif sýklódextrínanna voru HPpCD ~ MþCD > HPyCD. Leysni- og fasadreifingarmælingar sýndu að efni með umfangsmikla sethópa á fenýlkjarnanum höfðu mikla sækni í HPyCD, en efni með litla sethóp eða án sethópa mynduðu betri fléttur við þ-sýklódextrín. Ljósefnafræðilegur stöðugleiki efnanna var lítill og stöðuleiki efnanna var minni í 10% HPþCD lausn en í metanóllausn. V 78 Áhrif hýdroxýprópýl-þ-sýklódextrína á kyrrstætt vatnslag við yfirborð himna Fífa Konráðsdóttir, Þorsteinn Loftsson, Már Másson Lyfjafræðideild HI fifa@hi.is Inngangur: Sýklódextrín eru hringlaga fásykrur sem hafa þann eiginleika að geta aukið vatnsleysni margra fitusækinna lyfja og einnig auðveldað flutning lyfja yfir kyrrstætt vatnslag sem er talið myndast vegna þéttpökkunar vatnssameinda við yfirborð lífrænna himna. Áhrif hýdroxýprópýl-þ-sýklódextríns á kyrrstæða vatnslagið voru könnuð í himnulíkani með tvenns konar himnum. Efniviður og aðferðir: SpectraPor® sellófanhimnur og ný gerð samsettra SpectraPor® sellófan/oktanól-nítrósellulósa (C/ON) himna voru prófaðar og fitusækið steralyf, hýdrókortisón (HC) valið til tilrauna. Flæði (flux) hydrókortisóns úr 5% (w/v) HPþCD vatnslausn yfir himnur með 1-10% (w/v) HPþCD í móttökufasa var reiknað út útfrá sýnum sem voru tekin úr móttökufasa Franz flæðisella á 30-60 mínútna fresti í fjórar klukkustundir og magnmæld í vökvaskilju (HPLC). Flæði úr 16 mg/mL HC 1-15% (w/v) HPþCD vatnslausnum var kannað við fast sýklódextrínmagn (10% w/v) og einnig þegar sami styrkur sýklódextríns var beggja megin himnanna. Niðurstöður: Kyrrstæða vatnslagið reyndist ráðandi í hindrun á flæði hýdrókortisóns (HC). Sýklódextrínstyrkur í móttökufasa hafði ekki teljandi áhrif á flæði HC yfir himnurnar þar til HP CD styrkur í vatnslausn náði 10% (w/v). Aukinn styrkur HP CD í gjaffasa jók flæði HC yfir himnurnar upp að 10% (v/w) HP CD þar sem hægði á HC flæði yfir báðar himnugerðir, þó marktækt meira (p=0,00217 Wilkoxon rank sum test) hjá sellófanhimnunni en C/ON himnunni. Ályktanir: Hýdroxypropyl-P-sýklódextrín draga úr hindrun kyrrstæða vatnslagsins á flæði hýdrókortisóns. En þegar styrkur HPpCD er orðin meiri en þarf til að leysa upp lyfið fóru sýklódextrínsameindirnar að valda hindrun á flæði lyfsins. V 79 Þróun og mat á slímhimnubindandi filmum úr kítósani Freyja Jónsdóttir', Skúli Skúlason1-3, W. Peter Holbrook2, Pórdís Krist- mundsdóttir1 'Lyfjafræðideild og 2tannlæknadeild HÍ, 3Líf-HIaup ehf. lhonlisk@hi.is Inngangur: Filmur til lyfjagjafar um munnhol eru nýleg lyfjaform en þær henta meðal annars fyrir lyf sem hafa stuttan helmingunartíma, eru viðkvæm fyrir ensímniðurbroti í meltingarfærum eða eru gefin í lágum styrk. Fjölliðan kítósan hefur mikla viðloðunarhæfni við slímhúð og gæti því hentað vel sem burðarefni í filmur. Markmið rannsóknarinnar var að þróa aðferð til framleiðslu kítósanfilma til lyfjagjafar í munnhol og að gera samanburð á eiginleikum filma úr mismunandi tegundum af kítósani með tililti til viðloðunar, slitþols og bólgnunar. Efniviður og aðferðir: Unnið var með fimm gerðir kítósans af mismunandi seigjustigi. Kítósan var leyst í mjólkursýru og filmurnar framleiddar með uppgufunaraðferð. Hýdroxýprópýlmetýlcellulósa (HPMC) var notuð til að bæta eiginleika filmanna og própýlen glýkól sem mýkingarefni. Áhrif hitastigs og þurrkaðstæðna á eiginleika filmanna var könnuð. Mældir voru viðloðunar- og slitþolseiginleikar með Texture analyser TA-XT2Í og bólgnun filmanna í gervimunnvatnslausn. Niðurstöður: Hitastig hafði áhrif á þurrktíma og eiginleika fil- manna. Þurrkun við 40°C virtist ekki valda eðlisbreytingu á kítós- ani. Bólgnunarstuðull filmanna var á bilinu 20-50 en bólgnun óx lítillega með lækkandi seigjustigi kítósans. Viðloðunareiginleikar filmanna jukust þegar styrkur kítósans var aukinn á kostnað HPMC en einnig jókst viðloðun filmanna með hækkandi seigjustigi kítós- ans. Ekki var augljóst samband milli slitkrafts og seigjustigs annars vegar og styrks kítósans hins vegar. Niðurstöður bentu til að teygj- anleiki filmanna aukist með auknu magni HPMC. Ályktanir: Eiginleikar filmanna stjórnuðust af seigjustigi og styrk kítósans svo og þeim hjálparefnum sem notuð voru við gerð þeirra. V 80 Sjálfsmat á starfsfærni kjálkans. Faraldsfræðileg könnun meðal íslendinga á fertugsaldri Karl Ö. Karlsson'. Eiríkur Ö. Arnarson2, Sigurjón Arnlaugsson1, Björn R. Ragnarsson', Þórður E. Magnússon1 'Tannlæknadeild HÍ, 2geðdeild Landspítala kok@hi.is Inngangur: Einstök einkenni álagstengdra kjálkakvilla eru algeng. Margir sjúklingar leita sér fyrst og fremst meðferðar til að endurheimta verkjalausa starfsfærni. Mat á starfsfærni er mikilvægt í langvinnum sjúkdómum þar sem ekki er um fullkominn bata að ræða. Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.