Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 58
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Inngangur: Sumarexem (SE) er ofnæmi í hrossum gegn prótíni sem berst við bit smámýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Ofnæmið er vandamál í íslenskum hestum á erlendri grund en þessi ættkvísl flugna lifir ekki á íslandi. Hins vegar myndar allt að 50% af hestunum ofnæmi gegn bitmýi, Simulium vittatum eftir að hafa fengið sumarexem. Öll hrossakyn geta fengið ofnæmið og það er afar algengt í útfluttum, íslenskum hestum. Sumarexemið er ofnæmi af gerð I en því fylgir framleiðsla á IgE og losun á bólguþáttum. Ætla má að ofnæmisvakarnir séu í bitvökvanum. Við höfum sýnt að það eru að minnsta kosti 10 ofnæmisprótín (prótín sem binda IgE úr SE hestum) í bitvökvakirtlum Culicoides spp. Efniviður og aðferðir: Skimun á ZAPIIcDNA bitvökvakirtlasafni C. nubeculosus (GATC Biotech) og raðgreining með vísurn hönnuðum eftir birtum röðurn úr C. sonorensis (CsAg5B). Fjölstofna mótefni voru framleidd í músum og prófuð í ónæmisþrykki. Niðurstöður: Við höfum tjáð sjö möguleg ofnæmisprótín úr bitmýi og framleitt fjölstofna mótefni gegn þeim. Mótefni gegn einu þessara prótína antigen 5 like protein (Ag5) binst við 30 kDa prótín í bitvökvakirtlum C. nubeculosus. Ag5 hefur nú verið fiskað upp úr cDNA safni C. nubeculosus og verið er að raðgreina genið. Cul-Ag5-prótínið verður síðan framleitt í bakteríum og skordýrafrumum og prófað fyrir ofnæmisvirkni. Alyktanir: Ag5 er að finna í mörgum öðrum bitflugum svo sem moskítóflugum og kleggjum. Það er aðalofnæmisvaki (major all- ergen) í vespum, geitungum og býflugum. Við teljum því líklegt að það sama eigi við um smámýið og að Ag5 sé einn af orsaka- völdum sumarexems. Þakkir: Verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði HÍ. RANNÍS og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. E 96 Viðbótarörvun um hjálparsameindina CD28 upphefur bæliáhrif anti-TNFa á ræsingu T-frumna Brynja Gunnlaugsdóttir'. Sólrún Melkorka Maggadóttir2, Björn Rúnar Lúðvíksson' ‘Ónæmisfræðideild Rannsóknastofnunar og rannsóknastofa í gigtsjúk- dómum, Landspítala, 2læknadeild HÍ brynja@landspitali.is Inngangur: Hlutleysing á TNFa hefur verið beitt með góðum árangri við meðhöndlun ýmissa sjálfsofnæmissjúkdóma. Viðbrögð T-frumna við meðferðinni og þáttur þeirra í batanum eru ekki þekkt nema að litlu leyti. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif anti-TNFa meðferðar á frumræsingu óreyndra T-frumna og næmi þeirra gagnvart boðefninu TGF-þl. Efniviður og aðferðir: Óreyndar T-frumur voru einangraðar með neikvæðu vali úr naflastrengsblóði. T-frumurnar voru örvaðar með aCD3 (lOpg/mL), með eða án aCD28 (lpg/mL), aTNFa (Infliximab, lOOpg/mL), TNFa (lOOng/mL), TGF-þl (lOng/mL) og aIL-10 (lOpg/mL) í fjóra daga í æti án sermis. Frumufjölgun var metin út frá innlimun á ['H] merktu tymidíni síðustu 16 klukkustundir ræktunar eða út frá minnkuðum CFSE styrk allt ræktunartímabilið. Styrkur á IL-2 í frumufloti var metinn með „cytokine bead array“. Frumudauði var metinn með Viaprobe- litun. Niðurstöður: Frumufjölgun í kjölfar aCD3 örvunar minnkaði marktækt við hlutleysingu á TNFa (P=0,000689) og þegar TGF- (31 var til staðar (P=0,000506). Frumufjölgun minnkaði enn frekar ef hvort tveggja anti-TNFa og TGF-þl voru til staðar (P=0,000000553). BæliáhrifTGF-þl hurfu hins vegar þegarTNFa var bætt í rækt (P=0,119). ÞegarT-frumur voru eingöngu örvaðar með aCD3, hafði anti-TNFa mikil neikvæð áhrif á seytingu á IL-2. Ef viðbótarörvun um CD28 var bætt við, hafði anti-TNFa nánast engin áhrif, hvorki á frumufjölgun né IL-2 seytingu. Bæliáhrifum TGF-þl og anti-TNFa var ekki nriðlað með IL-10 eða frumudauða. Alyktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að örvunarskilyrði móti að miklu leyti áhrif anti-TNFa meðferðar á óreyndar T- frumur. Auk þess virðist anti-TNFa meðferð auka næmi þeirra gagnvart bæliáhrifum TGF-þl. Niðurstöðurnar eru mikilvæg viðbót við þekkingu okkar á virkni lyfja sem beinast gegn TNFa. E 97 Er hægt að nota ónæmisglæðinn monophosphoryl- lipid A (MPL) til þess að stýra ónæmissvari hjá hestum? Guöbjörg Ólafsdóttir1, Vilhjálmur Svansson1, Mieke Roelse1, Eliane Marti2, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1 ■Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum, 2dýrasjúkdómadeild háskólans í Bern, Sviss gudbjol@hi.is Inngangur: Sumarexem er ofnæmi gegn prótínum sem berast í hross við bit mýflugna af ættkvíslinni Culicoides, en tegundir af þessari ættkvísl lifa ekki hér á landi. Öll hrossakyn geta fengið ofnæmið og er það afar algengt í útfluttum, íslenskum hestum. Sumarexemið er ofnæmi af gerð I á Th2 braut en því fylgir framleiðsla á IgE og losun á bólguþáttum. Markmið rannsóknar var að finna ónæmisglæði til að stýra ónæmissvari hesta af ofnæmisbraut á Thl braut með það framtíðarmarkmið að bólusetja gegn sumarexemi. Efniviður og aðferðir: Fjórir hestar voru bólusettir þrisvar sinnum með „human serum albumin" (HSA) prótíni í MPL glæði, HSA/ MPL hestar og til samanburðar myndað HSA ofnæmi í tveimur hestum með HSA í alúm-glæði, HSA/alúnt hestar.Tekið var blóð reglulega og gerðar mótefna- og boðefnamælingar í elísuprófi og rauntíma PCR. Niðurstöður: HSA/MPL hestarnir höfðu ívið hærra IFNy/IL4 hlutfall en HSA/alúm hestarnir. IgG undirflokkasnið var svipað hjá báðum hópum, hátt IgG3/5, lágt IgGl og hverfandi IgG4. HSA/MPL svöruðu með óstöðugri framleiðslu á IgE en HSA/ alúm með sterku og stöðugu svari. Til þess að athuga hvernig einkennandi Thl svar ætti að vera var mæld svörun gegn y- herpesveiru (yEHV) sem er dulið (latent) í fullorðnum hestum. í ljós kom hátt IFNy/IL4 hlutfall og IgG4 en lágt IgG3/5. Þrátt fyrir þetta reyndust allir hestarnir hafa öflugt yEHV sérvirkt IgE svar. Ályktanir: Munurinn á milli HSA/MPL og HSA/alúm hesta var örlítið hærra IFNy/IL4 hlutfall og óstöðugra IgE svar, IgG snið var eins. Eftir er að mæla stjórnboðefni. Ormasýkingar eru miklar hjá íslenskum hesturn frá fæðingu og heildar IgE í blóði mjög hátt. Sökum þessa þarf trúlega öflugri aðgerðir en einungis Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.