Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 102

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 102
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Inngangur: Fjöldi krabbameinssjúklinga eykst árlega um 4% á íslandi, sem skýrist mest af hækkandi meðalaldri þjóðar. Algengustu geðraskanir krabbameinssjúklinga eru kvíði og þunglyndi. Geðraskanir eru vangreindar hjá krabbameinssjúkum. Greining þeirra er mikilvæg meðal annars fyrir lífsgæði og með- ferðarfylgni er minni hjá þeim sem hafa geðraskanir. Efniviður og aðferðir: I ársbyrjun 2006 voru spurningalistar lagðir fyrir sjúklinga við 11B, Landspítala og rannsökuð svör 134 þátttakenda, en meðalaldur þeirra var 59 ár. Sjúklingar valdir af handahófi af sérfræðilæknum 11B svöruðu „General Health Questionnaire“ (GHQ-30) og „Hospital Anxiety and Depression Scale“ (HADS). Gögn voru unnin í SPSS og fundinn fjöldi sem skoraði >75. og 90. sætisröð á GHQ og >8 og 11 á HADS og fylgni mælikvarða reiknuð. Helstu niðurstöður: Meðalskor á GHQ var 5,5 (SD=5,7) og HADS 7,5 (SD=5,1). Á GHQ skoruðu 21(15,7%) >75. sætisröð og 19 (14,2%) >90. sætisröð. Á kvíðaundirþætti HADS skoruðu 13 (9,7%) þátttakenda >8 og 9 (6,7%) þátttakenda >11. Á þunglyndisundirþætti HADS skoruðu 13 (9,7%) þátttakenda >8 og 1 (0,7%) þátttakenda >11. Marktæk fylgni reyndist milli heildarskora GHQ og HADS, r=0,68, p<0,01; kvíða-, r=0,56, p<0,01 og þunglyndisþátta, r=0,41; p<0,01. Pátttakendur skoruðu hærra á báðum mælitækjum, ef um endurmein eða líknandi meðferð var að ræða og hærra á HADS í heild og undirþáttum og þunglyndisþætti GHQ ef um útbreiddan sjúkdóm var að ræða. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að 16% þátt- takenda þjáist af geðröskun og mælitækin GHQ og HADS henti til skimunar þeirra sem kynnu að þurfa frekari greiningu á geðröskun að halda. Markmið rannsóknar er að leggja grunn að notkun mælitækja til að meta kerfisbundið geðheilsu krabba- meinssjúkra. V 64 Samanburður á hreyfiatferli níu ára barna á virkum dögum og tengsl þess við holdafar I)röfn Birgisdóttir, Hildur Guöný Ásgeirsdóttir, Þórarinn Sveinsson Rannsóknastofa í hreyfivísindum, Lífeðlisfræðistofnun HI thorasve@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hreyfiatferli níu ára barna í daglegu lífi og athuga tengsl milli hreyfingar barnanna og holdafars þeirra. Einnig að kanna mun á hreyfingu virka daga og um helgar og ennfremur að athuga fylgni milli hreyfiatferlis og tómstundaiðkunar barnanna. Efniviður og aðferðir: Alls tóku 78 börn fædd árið 1996 úr þremur grunnskólum í Reykjavík, þátt í rannsókninni. Hæð, þyngd og þykkt húðfellinga barnanna var mæld. Pví næst gengu þau með hröðunarmæli á sér og skráðu niður alla virkni sína á virknitöflu í sex daga, þar á meðal sjónvarpsáhorf og tölvuleiki. Niðurstöður: Hreyfing barnanna var 452 kílóslög/dag. Börnin hreyfðu sig marktækt meira og af meiri ákefð virka daga en um helgar (p<0,001). Að meðaltali horfðu börnin á sjónvarp eða voru í tölvuleikjum í 2,7 skipti á dag. Þau eyddu marktækt meiri tíma fyrir framan sjónvarp og tölvur um helgar en virka daga (p<0,001). Pegar börnunum var skipt í tvo jafnstóra hópa eftir þykkt húðfellinga kom í ljós að börnin með meiri þykkt húðfellinga hreyfðu sig minna virka daga en börnin með minni þykkt húðfellinga. Þessi munur minnkaði hins vegar marktækt um helgar (p=0,05) þegar hreyfing beggja hópa minnkaði. Hreyfing barnanna var mest á milli kl 11 og 13 á virkum dögum. Ályktanir: Börnin eyða meiri tíma fyrir framan tölvur og sjónvarp en mælt er með og hreyfa sig lítið af mikilli ákefð, sérstaklega um helgar. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að til að vinna öflugt forvarnarstarf gegn offitu barna þarf að hvetja til aukinnar hreyfingar barna og draga úr kyrrsetu þeirra fyrir níu ára aldur og leggja þar sérstaklega áherslu á helgarnar. V 65 Meðfætt þindarslit: Bættur árangur skurðaðgerða ætti að hafa áhrif á ákvörðun um fóstureyðingu Anna Gunnar.sdóttir', Claudia Z. Topan* 2, Lars Torsten Larsson1, Þráinn Rósmundsson34, Atli Dagbjartsson3J,Tómas Guöbjartsson4-5 'Barnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð, 2læknadeild Lundarháskóla, 3Barnaspítali Hringsins, Landspítala, 4læknadeild HÍ, 5hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Anna.Gunnarsdottir@med.lu.se Inngangur: Meðfætt þindarslit er sjaldgæfur galli sem greinist hjá 1/2.000-4.000 lifandi fæddum börnum. Oft fylgir þessum galla vanþroska lungu og lungnaháþrýstingur og áður fyrr var dánarhlutfall mjög hátt, eða 40-50%. Á síðasta áratug hafa lífshorfur barna með meðfætt þindarslit batnað til muna og hafa framfarir í gjörgæslumeðferð vegið þyngst. Vegna framfara í ómskoðun greinast mörg þessara barna þegar á meðgöngu og hefur það í mörgum tilfellum leitt til þess að fósturlát sé framkallað. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur skurðaðgerða vegna meðfædds þindarslits á tveimur háskólasjúkrahúsum og meta áhrif fóstureyðinga á sjúkdóminn hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn á öllum börnum sem greindust á íslandi 1983-2002 og börnum sem meðhöndluð voru á .háskólasjúkrahúsinu í Lundi vegna meðfædds þindarslits 1993-2002. Einnig voru tekin með f rannsóknina öll fóstur með þindarslit sem skráð eru hér á landi 1993-2002. Niðurstöður: Á íslandi greindust 12 af 16 börnum með meðfætt þindarslit innan sólarhrings frá fæðingu (<24 klst.) og hafði eitt þeirra aðra meðfædda galla. Sjö fóstur greindust á meðgöngu og var fósturlát framkallað í öllum tilvikum, þar af fjögur með aðra fósturgalla. Oll börn á Islandi sem gengust undir aðgerð vegna meðfædds þindarslits lifðu af aðgerð (100% þriggja ára lífshorfur). í Lundi gengust 28 börn undir aðgerð vegna meðfædds þindarslits á tímabilinu, 24 þeirra greindust innan við 24 klukkustundir eftir fæðingu eða á meðgöngu. Fjögur börn létust eftir aðgerð (83% þriggja ára lífshorfur) og níu (38%) höfðu aðra meðfædda galla. Langtímahorfur voru mjög góðar á báðum sjúkrahúsunum, en öll börn sem útskrifuðust voru enn á lífi 3-12 árum frá aðgerð. Ályktanir: Á íslandi er fósturlát framkallað í allt að helmingi tilfella af meðfæddu þindarsliti. Þetta hefur áhrif á tíðni sjúkdómsins en á einnig sinn þátt í því að árangur skurðaðgerða á íslandi er óvenju góður. í Lundi eru lífshorfur þessara sjúklinga einnig mjög góðar og flest þessara barna virðast lifa góðu lífi Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.