Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 86

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 86
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Inngangur: í þrálátum tannholdssýkingum er að finna flókna og fjölbreytta flóru baktería. Erfitt getur reynst að skoða flóruna með hefðbundnum ræktunaraðferðum og þá sérstaklega breyt- ingar sem verða á flórunni þegar sjúkdómseinkenni koma í Ijós. Síðastliðinn áratug hafa framfarir í sameindalíffræði gefið betri sýn á, og gert mönnum kleift að endurmeta þá bakteríuflóru sem tengd er sýkingum í tannholdi. Efniviður og aðferðir: Markmið rannsóknarinnar var að kanna fjölbreytileika baktería í tannholdi íslenskra sjúklinga með tann- holdsbólgu og nýta til þess sameindalíffræðilegar aðferðir. Sýni voru tekin úr tannholdspokum hjá þremur einstaklingum með krónískar bólgur í tannholdi. Greining var gerð á sýnunum með því að magna upp 16S rRNA gen með altækum PCR vísum. PCR afurðirnar voru svo klónaðar og raðgreindar. Niðurstöður: Alls voru 373 klónar raðgreindir og gáfu niðurstöð- ur raðgreininga 62 mismunandi bakteríutegundir. Flestar tegund- irnar sem greindust eru ræktanlegar en þó voru til staðar nokkrar raðir bakteríutegunda sem ekki eiga þekkta ræktanlega kandídata. Mest var af tegundunum Streptococcus constellatus, S. intemedius, Selenomonas sputigena og Peptostreptococcus micros. Líklegir sýkingavaldar eins og Fusobacterium nucleatum, Atopobium sp. og Actinomyces sp. voru einnig til staðar í sýnunum. Aftur á móti voru tegundir eins og Prevotella sp. Porphorymonas gingivalis og Aggregatibacter actinomycetemcomitans, sem ávallt eru settar í samhengi við sjúkdóminn, ekki að finna í þessum sýnum. Alyktanir: Sameindalíffræðilegar aðferðir geta verið gagnlegar til að skoða baktríuflóru í flóknum örveruvistkerfum eins og munn- holinu. Slíkar aðferðir gefa góða vísbendingu um samsetningu flórunnar og geta leitt til að áður óþekktir sýkingavaldar finnist. V 21 Munnvatnsmæling hjá sjúklingum með tannátu, glerungseyðingu og munnþurrk W. Peter Holbrook, Sigurður Rúnar Sæmundsson Tannlæknadeild HÍ phol@hi.is Inngangur: Munnvatnsmæling er notuð í greiningu og mati á tannátu, glerungseyðingu og munnþurrk. Markmið var að skoða niðurstöður úr munnvatnsmælingarprófi hjá sjúklingum til að meta notagildi þessi prófs í sjúkdómsgreiningu. Efniviður og aðferðir: Sjúklingum (N=223) var vísað í munn- vatnsmælingu á árunum 2004-2005. Tilgangur tilvísunar var mat á munnþurrki (N=45), glerungseyðingu (N=88) og tannátu (N=45). Örvuðu munnvatn var safnað í eina mínútu til að meta flæði. Óörvuðu munnvatni var safnað hjá þeim sjúklingum sem vísað var vegna munnþurrks. Stuðpúðavirkni (buffer capacity) munn- vatns var mælt með DentoBuff® strimlum; pH var mælt með sýrumælingarstrimlum (Whatman). Talning á fjölda S. mutans og lactobacilli var gerð með hefðbundinn aðferð. Niðurstöður: Meðaltöl og staðalfrávik voru eftirfarandi:Tafla I. Óörvað flæði hjá sjúklingum með munnþurrkseinkenni var að meðaltali 89(135)pL/mín. Marktækt fleiri munnþurrkssjúklingar höfðu lága stuðpúðavirkni (pH4) en sjúklingar með tannátu (P<0,01) eða glerungseyðingu (P<0,001). Marktækt lægri með- altals-pH-gildi mældust í munnþurrkssjúklingum en þeim með glerungseyðingu (P<0,01). Enginn marktækur munur fannst á milli sjúklingarhópa með tilliti til fjölda S. mutans, en mikill breytileiki fannst milli einstaklinga. Fjöldi Lactobacillus teg- unda var marktækt lægri hjá sjúklingum með glerungseyðingu en meðal þeirra sem voru með munnþurrk eða tannátu. Alyktanir: Munnvatnsmælingarpróf má nýta til að skipuleggja tannvernd fyrir einstaklinga. Magn munnvatns og gæði þess er oft mjög ábótavant í munnþurrkssjúklingum. V 22 Streptococcus mutans stofnar sem einangraðir hafa verið úr sýnum einstaklinga með tannskemmdir og án tannskemmda W. Peter Holbrook', Árni R. Rúnarsson1, RL Gregory2, Z. Chen2, J. Ge2 ‘Tannlæknadeild HÍ, 2Indiana University School of Dentistry. Indianapolis, USA phol@hi.is Inngangur: Streptoccus mutans stofnar sem einangraðir hafa verið úr sýnum einstaklinga með tannskemmdir (CA) annars vegar og úr einstaklingum sem ekki hafa tannskemmdir (CF) hins vegar, hafa verið rannsakaðir út frá mögulegum breytileika í sýkingarmætti þeirra. Áður hafði verið sýnt fram á að 16 þessara S.mutans stofna eru breytilegir hvað varðar viðloðunarhæfni við apatít og losun á kalsíni úr apatíti við ræktun. Efniviður og aðferðir: Frekari rannsóknir voru gerðar á stofnasafninu í þeim tilgangi að kanna nánar þann mun er virtis vera á stofnunum. Bacteriocin virkni var könnuð með stab-inoculation á hverjum stofni fyrir sig í pour-plates sem innihéldu, annars vegar alla þá stofna sem til skoðunar voru og hins vegar 25 einangraða stofna af oral streptókokkum og öðrum örverum. Skoðun með rafeindasmásjá á CA og CF stofnum voru framkvæmdar með neikvæðri litun, til að kanna hvort svokallaður „fuzzy coar” væri til staðar. Framkvæmd var mótefnalitun fyrir rafeindasmásjárskoðun með mótefni gegn fimbríum og gulllitun til að kanna hvort CA og CF stofnar væru ólíkir með tilliti til gerðar ytra lags. Niðurstöður: Þrátt fyrir að CA stofnar hafi sýnt meiri bacteríócín hindrun á vexti annarra mutans streptókokka (3,4 niðað við Tafla I. Örvað flseði mL/mín Buffer cap. pH PH S. mutans/mL Lactobacilli/ mL Munnþurrkur 0,9 4,7 6,6 105/ 1034/ N=90 (0,7) (0,8) (0,8) t1'6) (2'°) Glerungseyðing 1,7 514 715 104’7 102'7 N=88 (0,8) (0,7) (017) (i|6) (2,2) Tannátu 1,5 5,2 7,0 107 io36/ N=45 (0,9) (0,8) (0,9) í1'8) f1'9) Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.