Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 32
AGRIP ERINDA / XIII. VISINDARAÐSTEFNA Hl n-3 fitusýrur (laxhópur og fiskolíuhópur). Lækkun í logTG var mest í laxhópnum og marktækt meiri en í viðmiðunarhópi (munur milli hópanna -0,062 í logTG; p=0,004). Lækkun logTG í þorskhópi og fiskolíuhópi var sambærileg en á mörkum þess að vera tölfræðilega marktækt frábrugðin viðmiðunarhópi, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir áhrifum þyngdartaps. Alyktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að fiskur og fiskolíur geti haft jákvæð áhrif á blóðfitur og séu mikilvægur hluti af fæði sem notað er til að framkalla þyngdartap. E 23 Fiskolía í fæði músa eykur fjölda frumna í milta sem mynda TNF-a og IL-10, fækkar frumum í kviðarholi sem mynda IL-10 en eykur TNF-a myndun hverrar kviðarholsátfrumu Dagbjört Helgu Pctursdóttir, Ingibjörg Harðardóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeild HÍ dhp@hi.is ih@hi.is Inngangur: Fiskolía í fæði hefur áhrif á ónæmissvar, meðal annars á frumuboðamyndun.Við höfum áður sýnt að fiskolía í fæði músa hefur mismunandi áhrif á frumuboðamyndun át- og eitilfrumna og átfrumna frá mismunandi svæðum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig fiskolía hefur áhrif á TNF-a og IL-10 myndun átfrumna úr milta og kviðarholi. Efniviður og aðferðir: Miltis- og kviðarholsátfrumur voru einangraðar úr BalbC músum sem höfðu fengið fæði bætt með fiskolíu eða kornolíu í fjórar vikur. Fjöldi frumna sem mynda TNF-a og IL-10 var metinn með ELISpot aðferð og fjöldi frumna sem tjá LPS viðtaka próteinið, CD14, með því að meðhöndla frumur með FITC merktu mótefni gegn CD14 og greiningu í frumuflæðisjá. Niðurstöður: Fleiri frumur úr miltum músa sem fengu fiskolíu í fæði mynduðu TNF-a og IL-10 en úr miltum músa sem fengu kornolíu. Fiskolía hafði ekki áhrif á meðal TNF-a og IL-10 myndun hverrar miltisfrumu. Á hinn bóginn fækkaði fiskolía IL-10 myndandi frumum í kviðarholi músa án þess að hafa áhrif á meðal IL-10 myndun hverrar frumu. Ennfremur jók fiskolía meðal TNF-ccccc myndun hverrar kviðarholsátfrumu án þess að hafa áhrif á fjölda frumna í kviðarholi sem mynda TNF-a. Hliðstætt við áhrif hennar á fjölda frumna úr milta sem mynda TNF-a og IL-10 og fjölda frumna úr kviðarholi sem mynda IL-10 jók fiskolía fjölda miltisfrumna sem tjá CD14 en fækkaði kviðarholsfrumum sem tjá CD14. Ályktanir: Fiskolía í fæði músa getur annars vegar haft áhrif á frumuboðamyndun hverrar frumu sem skýrist líklega af innlimun ómega-3 fitusýra í frumuhimnur og áhrifum þeirra á starfsemi frumunnar. Hins vegar getur fiskolía í fæði músa haft áhrif á fjölda frumna sem mynda ákveðna frumuboða, líklega með áhrifum á íferð frumna í vef og/eða þroskun og sérhæfingu frumna í vefjum. E 24 Áhrif þyngdartaps og fiskneyslu á leptínstyrk í blóði Alfons Ramel1, Mairead Kiely2, J. Alfredo Martinéz3, Inga Þórsdóttir' ‘Rannsóknarstofa í næringarfræði Landspítala og Háskóli íslands, 2Department of Food and Nutritional Sciences, University College Cork, Irlandi, 3The Department of Physiology and Nutrition, University of Navarra, Spáni alfons@landspitítli. is Inngangur: Leptín getur haft áhrif á háþrýsting og æðakölkun í ofþungum einstaklingum. Það eru bein tengsl milli leptíns í blóði og líkamsfitu. íhlutandi rannsóknir á samspili þyngdartaps og fiskmetisneyslu vantar. Markmið rannsóknarinnar var því að kanna áhrif þyngdartaps og fiskneyslu á leptínstyrk í blóði. Efniviður og aðferðir: Alls hófu 324 karlar og konur (20-40 ára) frá Islandi, Spáni og írlandi þátttöku. Líkamsþyngdarstuðull þeirra var á bilinu 27,5-32,5 kg/m2. íhlutun stóð yfir í átta vikur. Dagleg orka sem þarf til að halda óbreyttri þyngd var metin fyrir hvern þátttakanda í upphafi íhlutunarinnar og hver einstaklingur fékk matseðil sem samsvaraði 30% orkuskerðingu. Þátttakendum var af handahófi skipt í fjóra rannsóknarhópa: 1) viðmiðunarhópur (sólblómaolíuhylki, hvorki fiskur né fiskiolíur), 2) þorskhópur (þrisvar í viku 150g af þorski), 3) laxhópur (þrisvar í viku 150g af laxi), 4) fiskolíuhópur (DHA/EPA hylki, enginn fiskur). Mælingar á leptíni í blóði auk líkamsmælinga voru gerðar við upphaf og lok íhlutunar. Tvíhliða ANCOVA var notuð til að meta áhrif þátta á leptín. Niðurstöður: Leptínstyrkur í blóði í upphafi rannsóknar var hærri í konum en í körlum (38,2±18,2 á móti 13,4±5,5; P<0,001). Leptínstyrkur í blóði lækkaði meðan á íhlutun stóð, meira í konum en í körlum (leptín = 12,5±12,9 á móti 5,7±4,6; P<0,001), líka ef tillit var tekið til magns fitutaps (leptín/fituprósenta = 8,41±28,08 á móti 2,26±6,21;P<0,001). Það var jákvæð fylgni milli leptínlækkunarinnar og líkamsfituprósentu í upphafi og einnig milli leptínlækkunar og fitutaps meðan á íhlutun stóð. Hvorki fisk né lýsisneysla höfðu áhrif á leptínlækkun. Ályktanir: Leptínstyrkur í blóði lækkar meðan á megrun stendur, en meira í konum en í körlum. Hvorki fisk- né lýsisneysla í hófi hafa áhrif á leptínlækkun meðan á megrun stendur. E 25 Tengsl ómega-3 fitusýrunnar DHA í fæðu við minni í Alzheimers músalíkani Anna Lilja Pétursdóttir', Susan A. Farr2, William A. Banks2, John E. Morley2, Guðrún V. Skúladóttir1 'Lífeðlisfræðistofnun HI, 2Geriatric Research Education and Clinical Center (GRECC), VA Medical Center, St. Louis, Missouri, USA gudrunvs@hi.is Inngangur: Ómega-3 fjölómettaða fitusýran dókósahexaensýra (DHA, 22:6n-3), sem kemur aðallega úr sjávarfangi, er lífsnauðsynlegfyrireðlileganþroskaogstarfsemimiðtaugakerfisins. í gráa hluta heilans er fitusýran DHA um 50% af fitusýrum í fosfólípíðum (FL), sem er aðal byggingarefni frumuhimnu. SAMP8 músastofninn er talinn vera gott líkan fyrir Alzheimers sjúkdóm. Snemma á lífsleiðinni tapa mýsnar námsgetu og minni, sem meðal annars er talið orsakast af auknu oxunarálagi 32 Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.