Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 88

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 88
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VfSINDARÁÐSTEFNA HÍ Greiningaröryggi getur tengst segulnæmni myndaraðanna sem eru af mismunandi gerðum.Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort GRE-EPI myndaröð með stuttum TE tíma eða bO SE-EPI myndaröð hafi meiri hæfni til greiningar á örblæðingar í heila heldur en GRE-EPI myndaröð með löngum TE tíma. Efniviður og aðferðir: Samtals 52 einstaklingar (meðalaldur 79,4±5,7 ár), þar af 29 greindir með örblæðingar og aðrir 25 til- viljunarkennd valdir, tóku þátt í rannsókninni sem var hluti af annarri stórri hóprannsókn. Myndirnar voru teknar með 1,5 Tesla segulómtæki. Kontrast-suð-hlutfall (contast-to-noise ratio, CNR) var mælt fyrir hverja örblæðingu á myndaröðunum lýst hér að ofan. Þá var næmni og sértækni greiningar örblæðingar fyrir allar myndaraðirnar einnig mæld með því að bera niðurstöður saman við niðurstöður fengnar með viðmiðunarmyndaröðum (gull- standard) sem samanstóð af GRE-EPI myndaröð með löngum TE saman með FSE T2-vigtaðri myndaröð. Niðurstöður úrlest- urs byggðust á samhljóða áliti tveggja einstaklinga sem lásu úr myndunum. Niðurstöður: Samtals 163 örblæðingar voru greindar í 30 ein- staklingum með viðmiðunarmyndaröðunum. Meðal-CNR í örblæðingum, greindum með GRE-EPI með löngum TE var 12,5±6,0, með GRE-EPI með stuttum TE 10,2±6,3 og með bO SE- EPI -2,4±7,6. Munur í CNR á milli myndaraðanna var marktækur (p<0,05). Næmni myndaraðanna fyrir greiningu örblæðingar var 91%, 92% og 51% og sértækni 96%, 97% og 96% miðað við þá röð myndaraða sem nefnd er að ofan. Alyktanir: Hæfni GRE-EPI myndaraðarinnar með langan TE í greiningu örblæðingar var hæst þar sem hún gaf af sér hæsta meðal-CNR og sambærilega næmni og sértækni miðað við GRE- EPI með stuttum TE. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að það á ekki að nota bO SE-EPI myndaraðir í skimun á örblæðingum. V 26 Samband minnisskerðingar og innilokunarkenndar í segulómrannsóknum á heila Sigurður Sigurðsson', Lenore Launer2, Mi Ran Chang', Thor Aspelund', María K. Jónsdóttir', Grímheiður F. Jóhannsdóttir', Bylgja Valtýsdóttir', Guðný Eirfksdóttir', Vilmundur Guðnason' 'Hjartavernd, 2Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins, Bethesda, USA Sigurdur@hjarta.is Inngangur: Talsverð takmörkun segulómunar tengist óloknum rannsóknum vegna kvíða eða innilokunarkenndar (IK) ein- stakl-inga sem þurfa á segulómun að halda. Rannsóknir á þáttum sem geta haft áhrif á innilokunarkennd samfara segulómun geta hjálpað til að koma auga á einstaka hópa fólks sem þyrfti að undirbúa sérstaklega fyrir segulómrannsóknir. Tilgangur þess- arar rannsóknar var að kanna samband innilokunarkenndar einstaklinga sem fara í segulómun af heila og minnisskerðingar í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Efniviður og aðferðir: Samtals 802 karlar og 1.100 konur (með- alaldur 76±6 ár) tóku þátt í rannsókninni og voru bókuð í seg- ulómun (SÓ) af heila. Innilokunarkennd var skilgreind sem orsök þess að þátttakendur neituðu að hefja rannsókn eða gáfust upp áður en rannsókn var lokið án þess að hafa aðrar frábendingar við segulómun. Minnisskerðing var ákveðin ef einstaklingarnir í úrtakinu reyndust með minnisprófin MMSE (Mini Mental State Examination score) <23 eða DSST (Digit Symbol Substitution Test score) <17. Aðhvarfsgreining var notuð til að kanna samband innilokunarkenndar og minnisskerðingar eftir að hafa leiðrétt fyrir aldri, kyni, menntunarstigi, kviðarummáli og hreyfifærni. Niðurstöður: Af 1902 þátttakendum í rannsókninni luku 4,7% (n=90) ekki segulómun vegna innilokunarkenndar og 18% (n=340) greindust með minnisskerðingu. Af þessum 90 sem ekki luku við segulómun, reyndust 24,4% (n=22) vera með minn- isskerðingu. Einstaklingar með innilokunarkennd reyndust með marktækt meiri minnisskerðingu en þeir sem ekki voru með innilokunarkennd (OR=2:l; 95%CI: 1,2-3,8; p=0,008). Alyktanir: Á meðal þeirra sem ekki luku við segulómun vegna innilokunarkenndar voru hlutfallslega marktækt fleiri með minnisskerðingu. Sérstakur undirbúningur fyrir minnisskerta einstaklinga gæti dregið úr fjölda óframkvæmanlegra segulómrannsókna þar sem orsök er innilokunarkennd. V 27 Magnbundin greining á aldurstengdum breytingum í heilavef með DWI og MTI segulómun í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar Sigurður Sigurðsson', Thor Aspelund', Ólafur Kjartansson', Guðný Eiríksdóttir', Mark A. Buchem3, Lenore Launer2, Vilmundur Guðnason' 'Hjartavernd, 2Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins, Bethesda, USA, -’háskólasjúkrahúsið í Leiden, Holland Sigurdur@hjarta.is Inngangur: Venjulegar myndaraðir í segulómun (SÓ) hafa verið notaðar til að sýna samband aldurs og rúmmálsbreytinga heilavefs en geta ekki gefið upplýsingar um aðrar breytingar í heilavef. Flæðisvigtaðar myndaraðir (DWI) og segulmagnsflutnings- myndaraðir (MTI) er tækni í segulómun sem annars vegar er næm fyrir flutningi á flæði frumuvökva, en er hins vegar næm fyrir flutningi segulmagns milli sameinda. Þessar myndaraðir hafa verið notaðar til að gefa upplýsingar um smáar breytingar í byggingu heilavefs sem taldar eru endurspegla taugahrörnun. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna samband aldurs og breytinga í heilavef með DWI og MTI. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til 956 einstaklinga (343 karla og 613 kvenna, meðalaldur 75±6 ár). DWI myndir voru endurbyggðar í flæðisstuðulmyndir (ADC) sem lýsa flæðismagni frumuvökva. MTI myndir voru endurbyggðar í myndir (MTR) sem lýsa magni á flutningi segulmagns vatnssameinda til stórsameinda. ADC og MTR myndir voru þá unnar til að gefa þéttleikaföll er samanstanda af ADC og MTR gildum gráa- og hvítavefs heila. ADC- og MTR gildi lesin af föllunum voru borin saman við aldur og kyn með línulegri aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Meðal-ADC hækkar marktækt með auknum aldri en meðal-MTR lækkar marktækt með aldri (p<0,001) hjá báðum kynjum. Hámarkshæð ADC þéttleikafalla minnkar marktækt með aldri hjá körlum og konum (p<0,001) en einungis hámarkshæð MTR þéttleikafalla minnkar marktækt með aldri hjá konum (p<0,001) en breytist ekki hjá körlum. Konur reyndust með marktækt hærri hámarkshæð ADC- og MTR þéttleikafalla samanborið við karla (p<0,001). 88 Læ knablaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.