Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 104

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 104
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Ályktanir: Miðblaðsheilkenni var algengara í konum. Endurteknar sýkingar, hósti, uppgangur og mæði voru algeng einkenni. Ýmsar vefjagreiningar koma fyrir en berkjuskúlk er algengast og æxli er sjaldgæft. Fyrirstaða í berkju var sjaldan fyrir hendi. V 69 Algengi langvinnrar lungnateppu á íslandi Bryndís Benediktsdóttir12, Gunnar Guðmundsson1-3, Kristín Bára Jörunds- dóttir3, Sonia Buist4, Þórarinn Gíslason13 ’Læknadeild HÍ, 2Heilsugæsla Garðabæjar, 3lungnadeild Landspítala, 4Center for Health Research Kaiser Permanente and Oregon Health and Science University, Portland, Oregon, USA brynben@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi langvinnrar lungnateppu (LLT) meðal íslendinga og mögulega áhrifaþætti. Um er að ræða hluta af fjölþjóðarannsókn (www. BOLDCOPD.org) þar sem val á efnivið og aðferðum eru staðlað. Efniviður og aöferðir: Rannsóknarhópurinn var slembiúrtak þeirra íslendinga á höfuðborgarsvæðinu sem voru 40 ára og eldri og voru ekki á stofnun (n=1000). Pátttakendur svöruðu stöðl- uðum spurningarlistum. Gert var blásturspróf sem var endurtekið eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs. Niðurstöður: Þátttakendur voru alls 758 (80,8%). Langvinn lungnateppa var skilgreind samkvæmt alþjóðaviðmiðun (GOLD stigun: www.goldcopd.com) er byggir á því að hlutfall FEVl/ FVC sé 70% eða lægra. Reyndust 18% með stig I af langvinnri lungnateppu eða hærra, en þar af voru 9% með stig II eða hærra. Algengi langvinnrar lungnateppu fór vaxandi með hækkandi aldri og umfangi tóbaksreykinga. Aðeins hluti þeirra sem upp- fylltu skilmerki fyrir langvinnra lungnateppu höfðu áður greinst með langvinnra lungnateppu. Ályktanir: Nær fimmti hver Islendingur 40 ára og eldri uppfyllir skilmerki fyrir langvinnri lungnateppu. Niðurstöður okkar benda til þess að langvinnr lungnateppa sé meðal algengustu heilbrigð- isvandamála okkar tíma. V 70 Þrávirk lífræn efni í íslenskum mæðrum árin 1993- 2004 Elín V. Magnúsdóttir, Kristín Ólafsdóttir Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ stinaola@hi.is Inngangur: Þrávirk lífræn efni er hópur skyldra efna, sem eru bæði stöðug í náttúrunni og í lífverum. Efnin eru mjög fituleysanleg og eiga því greiðan aðgang inn í frumur en safnast þar fyrir. Þau berast í fólk með fæðu, mest með fiski og öðrum sjávarafurðum, þar sem löng fæðukeðja sjávar veldur oft mikilli uppsöfnun efnanna. Efniviður og aöferðir: Blóðsýnum var safnað úr konum á síðustu vikum meðgöngu eða í fæðingu, árin 1993 (n=40), 1999 (n=39) og 2004 (n=40). Safnað var í Reykjavík (öll árin), Vestamannaeyjum (1999 og 2004), Ólafsvík (1999), Sauðárkróki (1999), Akureyri (2004), ísafirði (1999) og á Reyðarfirði (1999), með aðstoð ljósmæðra staðanna. Spurningalistar um hæð, þyngd, fjölda barna, brjóstagjöf og helstu lifnaðarhætti voru lagðir fyrir. Þrávirk lífræn efni voru úrhlutuð úr plasma og um 30 mismunandi efni greind með gasgreini. Niðurstöður: DDE, sem er afleiða skordýraeitursins DDT, er það einstaka þrávirka efni sem mælist í hæstum styrk í íslenskum konum, þó að samanlagt magn PCB efna sé nokkuð hærra. Þá greinast einnig HCB, HCH og klórdan efni í nokkru magni. Enginn marktækur munur var á aldri á milli hópanna, en í Reykjavík var meðalfjöldi barna marktækt minni árið 2004 en árið 1993. Ekki var marktækur munur á neysluvenjum milli ára, en eldri konurnar höfðu tilhneigingu til að borða oftar fisk en þær yngri, og einnig var neysla fisks og sjófugla heldur algengari í Vestmannaeyjum en annars staðar. Árið 1993 var magn efnanna í íslenskum konum svipað eða hærra en í sænskum og norskum konum, en lægra en í grænlenskum konum, nema hvað varðaði þ-HCH, sem var hæst í þeim íslensku. Þær konur sem höfðu áður fætt börn og haft þau á brjósti höfðu heldur lægri styrk efna en þær konur sem voru að fæða fyrsta barn. Árið 1999 greindust efnin í svipuðum styrk og 1993 og var munur á milli landshluta ekki marktækur, en árið 2004 hafði styrkur flestra efnanna lækkað marktækt. Ályktanir: Svo virðist sem hægt hafi á uppsöfnun þrávirkra lífrænna efna í íslenskum mæðrum sem líklegast tengist minna magni þrávirkra lífrænna efna í fæðunni. V 71 Byggingarákvörðuntveggjaheteróglýkanaúrfléttunni Thamnolia vermicularis var. subuliformis (ormagrös) Scsselja Ómarsdóttir', Bent O. Petersen2, Berit Smestad Paulsen3, Jens 0. Duus3, Elín S. Ólafsdóttir1 'Lyfjafræöideild HÍ, 2Carlsberg Laboratory, Valby. Danmörku, 3Dept. of Pharmacognosy, Institute of Pharmacy, Oslóarháskóla sesselo@hi.is Inngangur: Fléttur eru samlífsverur sem samanstanda af sveppi og þörungi og/eða cýanóbakteríu. Af þeim 13.500 fléttutegundum sem þekktar eru hafa einungis um 100 þeirra verið rannsakaðar með tilliti til fjölsykruinnihalds. Fléttur framleiða einkum þrjár gerðir fjölsykra, a-glúkön, p-glúkön og galaktómannön. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að einangra og byggingarákvarða tvö heteróglýkön,Ths-4 ogThs-5 úr fléttunni Thamnolia vermicularis (Sw.) Schaer. var. subuliformis (Ehrh.) Schaer. (ormagrös) Efniviður og aðferöir: Fjölsykrurnar voru úrhlutaðar með heitu vatni og felldar út með vaxandi styrk af etanóli og aðskildar með jónskiptaskiljun og gelsíun. Meðalmólþyngd Ths- 4 reyndist vera 19 kDa enThs-5 hefur meðalmólþyngdina 200 kDa. Fjölsykrurnar og afleiður þeirra sem höfðu verið brotnar niður að hluta til með veikri sýruhýdrólýsu voru byggingarákvarðaðar metanólýsu og metýleringsgreiningu. Ths-4 og afleiða hennar phThs-4 voru síðan byggingarákvarðaðar frekar með kjarnsegulgreiningu ('H, COSY, NOESY; TOCSY; HSQC og HMBC). Niðurstöður: Ths-4 og Ths-5 hafa svipaðar byggingargerðir en mismunandi mólþunga. Fjölsykrurnar samanstanda af 3-0- 104 Lækna blaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.