Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 84

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 84
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ aðgang að viðkomandi upplýsingum. Skilning á réttindum til aðgangs höfðu 52% og reynslu 12%. Flestir vildu sjá eigin upp- lýsingar (81%), ráða aðgangi (86%) og sjá rétt til bóta (81%) og afsláttarkorts hjá TR (79%). Örorkulífeyrisþegar voru eldri með marktækt meiri skilning á réttindum (p<0,01), jákvæðari viðhorf og ákveðnari óskir. Almennir og yngri notendur sýndu meiri notkun netsins og jákvæðari viðhorf til rafræns aðgangs. Almennir notendur (89%) höfðu marktækt meiri aðgang að net- inu heima (p<0,001) og mun betri aðstöðu en örorkulífeyrisþegar (73%). Alyktanir: Rannsóknin, sem er fyrst sinnar tegundar á Islandi, styður fyrri erlendar rannsóknir. Lagt er til að niðurstöðurnar verði nýttar til þróunar á Islandi og sjónarmið starfsmanna könnuð. Áhrif gagnvirkra heilsufarskerfa á heilsufar, lífsgæði og skilvirkni íslenskrar heilbrigðisþjónustu verða síðar áhugaverð til rannsókna. V 15 Hvernig reynsla er það að endurhæfast eftir bráð eða langvinn veikindi? Eigindleg rannsókn sem byggist á reynslu tólf sjúklinga af endurhæfingu Jónína Sigurgeirsdóttir1, Sigríður Halldórsdóttir2 'Reykjalundur, 2heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri jon ina@reykjalun d ur. is Inngangur: Túlkandi fyrirbærafræðileg rannsókn miðaði að því að fá innsýn í reynslu af endurhæfingu og bæta við þann þekkingargrunn sem fyrir var um þarfir sjúklinga í end- urhæfingu. Fyrirbærið var skoðað út frá sjónarhóli sjúklinga, sem er, því miður, sjaldgæf nálgun í endurhæfingarfræðum. Efniviður og aðferðir: Úrtakið var tilgangsúrtak 12 einstaklinga, 26-85 ára; sjö karla og fimm kvenna, sem höfðu reynslu af end- urhæfingarmeðferð á íslandi. Rannsóknin var gerð samkvæmt leiðbeiningum Vancouver skólans í fyrirbærafræði, litið á þátttak- endur sem meðrannsakendur. Sex var vísað í endurhæfingu vegna bráðs heilsuvanda, sex vegna langvinnra vandamála. Alls voru 16 djúpviðtöl greind í þemu og túlkuð. Niðurstöður: Meðrannsakendur þurftu að takast á við áhrif bráðra og langvinnra sjúkdóma og töldu að geta þeirra til að komast af væri mjög tengd þeirra eigin persónuleika og fyrri reynslu. Tilvistarkreppu mátti greina þegar meðrannsakendur þurftu að aðlagast nýrri sjálfsmynd ef sjúkdómur eða slys hafði breytt séreinkennum þeirra, en halda um leið í sitt gamla hlutverk sem persóna og fjölskyldumanneskja. Meðrannsakendur þurftu einstaklingshæfða umönnun í umhyggjusömu meðferðarsam- bandi, andlegan stuðning frá fjölskyldu, jafningjum og starfsfólki, að upplifa öryggi í umhverfi, þar sem aðstoð, hjálp og nærvera var til staðar. Að lokum þurftu meðrannsakendur markvissa og áframhaldandi umönnun. Tilgangur fyrirbærafræðilegra rannsókna er að fá innsýn í reynslu og var þeim tilgangi náð með þessari rannsókn, með tilliti til reynslu af endurhæfingu. Engar alhæfingar verða gerðar út frá niðurstöðunum þar sem reynsla hvers meðrannsakanda er ein- stök. Niðurstöðurnar gefa þó vísbendingar um hvað er líklegt til að hjálpa og/eða tefja árangur í endurhæfingu. V 16 Virk meðferð á eyrnabólgu í rottum með rokgjörnum efnum í ytra eyra Karl G Kristinsson1,2, Anna B. Magnúsdóttir3, Hannes Petersen13, Ann Hermansson4 'Læknadeild HÍ, 2sýklafræðideild og 3hálss-, nef- og eyrnadeild Landspítala, 4háls-, nef- og eyrnadeild Háskólans í Lundi, Svíþjóð karl@landspitali. is Inngangur: Bráð eyrnabólga er venjulega meðhöndluð með sýklalyfjum og er hún algengasta ábending sýklalyfjagjafar hjá börnum. Hratt vaxandi sýklalyfjaónæmi hjá helstu sýkingarvöld- unum er farið að valda vaxandi vandamálum. Ilmkjarnaolíur eru rokgjarnar og hafa góða sýkladrepandi verkun. Markmið okkar var að kanna virkni þeirra í ytra eyra við meðferð á eyrnabólgu. Efniviður og aðferðir: Virkni Ocimum Basilicum (OB, basilolíu) og blöndu af innihaldsefnum tiltekinna ilmkjarnaolía (thymol, carvacrol og salicylaldehyde) var borin saman við virkni lyfleysu (ólífuolíu). Efnunum var komið fyrir í úteyrað á rottum sem sýkt- ar höfðu verið í miðeyra með pneumókokkum eða Haemophilus influenzae. Efnin voru gefin tvisvar á dag í tvo daga og fylgst með ástandi miðeyra með eyrnasmásjá og ræktunum. Niðurstöður: Samkvæmt eyrnasmásjárskoðun læknaði OB 81% (13/16) rottnanna sem voru sýktar með II. influenzae, í samanburði við aðeins 5,6% (1/18) þeirra sem fengu lyfleysu (p<0,0001). Jafnframt löguðust mun fleiri rottnanna sem höfðu verið sýktar af pneumókokkum af OB en lyfleysu (49%, 23/47 miðað við 14%, 4/29, p=0,0005). Blanda innihaldsefnanna var virkari við lækningu á pneumókokkaeyrnabólgu en OB (15/20, 75% miðað við 2/34, 6%, p<0,0001), en hélt samt góðri virkni gegn H. influenzae eyrnabólgu (20/36,56% miðað við 1/18,5,6%, p=0,0003). Ræktunarniðurstöður gáfu ekki óyggjandi niðurstöður nema fyrir H. influenzae sýktar rottur, þar sem OB-meðferð leiddi til bakteríuupprætingar í öllum tilfellum, á móti aðeins hjá 25% þeirra sem fengu Iyfleysu. Ályktanir: Ilmkjarnaolíur í úteyra rotta er virk meðferð við bráðri miðeyrnabólgu. Slík meðferð gæti komið í staðinn fyrir sýklalyfja- meðferð í meðferð manna með bráðar miðeyrnabólgur. V 17 Hönnun og prófun aðferðar til að vakta meðferð aftaugaðra rýra vöðva Jónína Lilja Pálsdóttir12, Þórður Helgason1, Jón Atli Benediktsson2, Páll Ingvarsson3, Sigrún Knútsdóttir3, Vilborg Guðmundsdóttir3, Stefán Yngvason3 'Rannsóknar- og þróunarstofa Landspítala, 2verkfræðideild HÍ, 3endurhæf- ingardeild Grensás Landspítala thordur@landspitali. is Inngangur: Markmið verkefnisins er að þróa aðferð til að mæla hreyfieiginleika hnjáliðar og vöðva tengda honum. Aðferðina á að nota til að fylgjast með raförvunarmeðferð á aftauguðum og þar af leiðandi oft mjög rýrum vöðvum. Rýrnun vöðvanna er afleiðing af notkunarleysi vegna taugaskerðingarinnar. Verkefnið er hluti Evrópuverkefnisins RISE og markmið þess er að endurheimta massa og kraft aftaugaðra vöðva til að sjúklingar 84 Læk nablaðið/fylgirit 53 2007/93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.