Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 73

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 73
AGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ í 3.257 körlum og 1.264 konum í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Breytt útgáfa IHS skilmerkja (International Headache Society) var notuð til þess að greina mígreni. Logistíks aðhvarfsgreining var notuð til þess að athuga samband mígrenis og CRP, leiðrétt var fyrir aldri og kyni. Mælingar á CRP voru gerðar með stöðluðum aðferðum; CRP gildi yfir 3mg/L voru skilgreind sem hækkuð. Niðurstöður: Aðhvarfslíkanið sýndi að CRP hækkaði lítillega með aldri,odds ratio (OR) 1,024 (95% CI: 1,018 til 1,030) en ekki fannst samband milli mígrenis og CRP, OR 1,073 (95% CI: 0,768 til 1,501). Aldursstöðluð CRP gildi voru eilítið hærri í körlum án mígrenis samanborið við konur án mígrenis 1,44 og 1,26 mg/L, p<0,0001. Ályktanir: Faraldsfræðileg rannsókn á körlum og konum sýndi að CRP er ekki hærra á meðal mígrenisjúklinga samanborið við viðmiðunarhóp. Niðurstaðan styður ekki þá kenningu að bólga sé hluti af meingerð mígrenis. E137 Phenylketonuria á íslandi karl Erlingur Oddason'. Atli Dagbjartsson1-2 Læknadeild HÍ', Barnaspítali Hringsins2 keo@hi.is Inngangur: Phenylketonuria (PKU) er A-litnings víkjandi erfður efnaskiptasj úkdómur. Orsök PKU er stökkbreyting í Phenylalanie hydroxylasa (PAH) geni sem leiðir til virkniskerðingar. PAH sér tim að breyta amínósýrunni phenýlalaníni (Phe) í týrósín (Tyr). PAH þarf hjálparþáttinn BH4 til að framkvæma hvarfið. Við galla í PAH safnast Phe fyrir í blóði og vefjum, þar með talið í heila og veldur meðal annars þroskaskerðingu og flogum. Frá árinu 1972 hefur kembileit með þunnlagskrómatógrafíu verið framkvæmd á öllum nýfæddum börnum á íslandi. í dag er meðferð við PKU beitt í formi Phe-skerts fæðis. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta meðferð, árangur kembileitar og sýnd PKU á íslandi ásamt athugun á nýjum meðferðarmöguleikum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var: l)Afturskyggn þar sem athugaðar voru upplýsingar um alla þá 27 PKU sjúklinga sem greinst hafa á íslandi. Fengust upplýsingar úr sjúkraskrám. Athugaðar voru upplýsingar um tegundir stökkbreytinga í PAH geni, mæld blóð-Phe gildi á fyrstu 10 árum æviskeiðs. Reiknað var algengi PKU á íslandi frá árinu 1972 til 2005 út frá tölum fæð- 'ngaskrár; 2)BH4 hleðslupróf á tveimur einstaklingum. Niðurstöður: Nýgengi PKU á íslandi er ein af hverjum 9.675 fæðingum frá árinu 1972 til ársins 2005. Allir einstaklingar greindir með PKU á íslandi eftir 1972 (19 talsins) eru á meðferð í dag fyrir utan einn. Eru þau öll með eðlilegan þroska. Er alvarleg tegund PKU (classical PKU) algengust á íslandi eins og annars staðar í heiminum. Meðferðarheldni er góð fyrstu árin en upp úr sjö ára aldri fara sumir að hækka of mikið í B-Phe gildum miðað við meðferðarmarkmið á íslandi. Á íslandi hafa fundist 11 mismunandi stökkbreytingar í PAH geni og er ein þeirra séríslensk. Ályktanir: Nýgengi PKU hér á landi er svipuð og heildaralgengi PKU í hvítum, vestrænum þjóðstofnum. Meðferðin gengur vel hjá flestum en nokkrir einstaklingar missa tökin á meðferðarheldni rétt fyrir unglingsaldur. BH4 gjöf er raunhæfur meðferðarkostur hjá sumum PKU einstaklingum. Fylgjast þarf náið með framþróun nýrra meðferðarmöguleika og uppfæra vitneskju reglulega til klínískra nota. E138 Djúpar sýkingar í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi 1997-2004 Steinn Steingrímsson', Magnús Gottfreðsson1-2, Bjarni Torfason1-3, Karl G. KristinssonI J,Tómas Guðbjartsson1-3 ‘Læknadeild HÍ,2smitsjúkdómdeild-,3hjarta- og lungnaskurðdeild og4sýkla- fræðideild Landspítala steinns@hi.is Inngangur: Sýking í bringubeinsskurði er alvarlegur fylgikvilli opinna hjartaskurðaðgerða og samkvæmt erlendum rannsóknum greinast þær í allt að 5% tilfella. Dánartíðni og legutími eykst umtalsvert og fylgikvillar meðferðar eru algengir. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni þessara sýkinga hér á landi og áhættuþætti. Efniviður og aðferöir: Rannsóknin er afturvirk og náði til allra fullorðinna sem gengust undir opnar hjartaaðgerðir á íslandi 1997-2004, samtals 1.650 einstaklinga. Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkra- og aðgerðarskrám. Fyrir sérhvern sjúkling með sýkingu voru valdir fjórir sjúklingar í samanburðarhóp sem geng- ist höfðu undir hjartaskurðaðgerð á sama tímabili. Hóparnir voru bornir saman með tilliti til ýmissa áhættuþátta og fjölbreytugrein- ing notuð til að meta áhættuþætti fyrir sýkingu. Einnig var gangur eftir aðgerð kannaður, lífshorfur, ræktunarsvör og meðferð. Niðurstöður: Alls greindist 41 sjúklingur með sýkingar (2,5%). Ekki var marktækur munur á sýkingartíðni milli ára á þessu átta ára tímabili (bil 1,2-4%). Algengustu sýkingavaldar voru Staphylococcus aureus (37%) og kóagúlasa-neikvæðir staphýlókokkar (34%). Einu ári frá aðgerð voru 83% og 95% í hópunum tveimur á lífi (p=0,06). Hóparnir voru sambærilegir nvað varðar kynjahlutföll, líkamsþyngdarstuðul og ábendingu fyrir aðgerð. Fjölbreytugreining sýndi að sterkustu sjálfstæðu áhættuþættirnir fyrir sýkingu voru reykingar (RR = 3,66), heilablóðfall (RR = 5,12), útæðasjúkdómar (RR = 5,00), sterameðferð (RR = 4,25) og enduraðgerð vegna blæðinga (RR = 4,66). Ályktanir: Tíðni bringubeins- og miðmætissýkinga á íslandi (2,5%) og áhættuþættir eru sambærilegir við stærri erlendar rannsóknir. Dánarhlutfall sjúklinga með sýkingar er umtalsvert hér á landi (17,1%) en sambærilegt og í nágrannalöndum okkar. Læknablaðið/fylgihit 53 2006/93 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.