Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 69
AGRIP ERINDA / XIII.
VÍS
NDARÁÐSTEFNA
H
í ■
forvísbenda (pre-cueing) og síðvísbenda (post-cueing). Pessi
rannsókn sýnir að undanfarin 40 til 50 ár hefur aðferðafræðileg
skipting milli athyglisáhrifa og táknunarminni hulið tauga-
og Iífeðlisfræðileg líkindi milli þeirra. Áhrif forvísbendinga
og síðvísbenda eru einfaldlega tvær birtingarmyndir tveggja
mismunandi heilaferla. Fjallað verður um mögulegar ástæður
þessa og ekki síður hvernig starfræn segulómmyndun og
skyldar aðferðir geta varpað nýju ljósi á langvinn álitamál inna
taugavísinda og vísinda hugarstarfsins.
E 126 Tilfinningaleg líðan og lífsgæði sjúklinga með ristil- og
endaþarmskrabbamein eftir skurðaðgerð
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir', Hjördís Hjörvarsdóttir2, Herdís Sveins-
dóttir1-2
'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2skurðlækningasvið Landspítala
herdis@hi.is
Inngangur: Á íslandi greinast um 115 einstaklingar árlega með
ristil- eða endaþarmskrabbamein. Erlendar rannsóknir benda
til að sjúklingum Iíði verr tilfinningalega og meti lífsgæði lakar
stuttu eftir skurðaðgerð heldur en fyrir, eða að lengri tíma
liðnum. Rannsóknin kannar og lýsir tilfinningalegri líðan og
Iífsgæðum sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein eftir
skurðaðgerð.
Efniviður og aðferðir: Á hálfu áru tóku þátt 19 sjúklingar
sem fóru í skurðaðgerð á Landspítala vegna ristil- og
endaþarmskrabbameins án stóma. Spurningalisti (EQ-5D, HADS
og sérhannaðar spurningar) var lagður fyrir á skurðdeild og aftur
heima eftir sex til átta vikur.
Niðurstöður: Meðalaldur var 66,6 ár, 11 karlar og átta konur.
Flestir töldu heilsu fyrir greiningu krabbameins góða og voru
jákvæðir gagnvart umönnun. Lífsgæði táknuðu oftast heilbrigði,
fjölskylduna og efnahagslega þætti. Á sjúkrahúsi voru lífsgæði
skert en bötnuðu marktækt varðandi hreyfigetu, sjálfsumönnun,
venjubundin störf og athafnir. Vandamál tengd verkjum voru lítil.
Tilfinningaleg líðan var almennt góð. Kvíðaeinkenni og óvissa
voru marktækt meiri, en stjórn á aðstæðum marktækt minni í
sjúkrahúslegu. Nokkrir þátttakendur höfðu töluvert skert lífsgæði
°g mikla vanlíðan í kjölfar aðgerðar.
Ályktanir: Lífsgæði eru að mestu leyti háð líkamlegum þáttum
en tilfinningaleg líðan hefur minni áhrif. Líkamlegum þáttum og
fræðslu er vel sinnt en heilbrigði er mikilvægt viðfangsefni í hjúkr-
un skurðsjúklinga. Mælitæki rannsóknarinnar geta nýst hjúkrunar-
fræðingum við að meta vanlíðunareinkenni. Sífellt styttri legutími
ú sjúkrahúsum gerir það að verkum að hjúkrun þarf að verða
markvissari til að besta mögulega heilbrigðisþjónusta sé veitt og
líkur á mikilli vanlíðan eða alvarlegum sálrænum og líkamlegum
fylgikvillum minnki.
E127 Lífsgæði, einkenni kvíða og þunglyndis og
endurhæfingarþarfir einstaklinga sem fá lyfjameðferð við
krabbameini
Þórunn Sævarsdóttir', Nanna Friðriksdóttir ‘-2, Sigríður Gunnarsdóttir1-2
'Landspítali, 2Háskóli Islands
torunnsa@lnndspitali. is
Inngangur: Ár hvert greinast 1.100 einstaklingar með krabbamein
hér á landi. Það að greinast og fá meðferð við krabbameini hefur
áhrif á lífsgæði, lífsgæði hafa því verið mikilvægur þáttur í hjúkrun
einstaklinga með krabbamein. Markmið rannsóknarinnar er
að lýsa lífsgæðum, einkennum kvíða og þunglyndis og
endurhæfingarþörfum, yfir tíma hjá einstaklingum sem fá
lyfjameðferð við krabbameini.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur svöruðu spurningalista við
upphaf lyfjameðferðar (Tl) og eftir þrjá mánuði (T2). Mælitækið
CARES-SF (CAncer Rehabilitation Evaluation System, Short
Form) var notað til að meta lífsgæði og endurhæfingarþarfir.
Einkenni kvíða og þunglyndis voru metin með HADS (Hospital
Anxiety and Depression Scale) spurningalistanum.
Niðurstöður: Eitt hundrað fjörutíu og fjórir einstaklingar svöruðu
spurningalistanum við upphaf lyfjameðferðar, 90 konur og 54
karlar. Meðalaldur var 55 (12,1) ár, 109 einstaklingar svöruðu
spurningalistanum eftir þrjá mánuði.
Lífsgæði mældust marktækt verri eftir þrjá mánuði borið saman
við upphaf Iyfjameðferðar. Á báðum tímapunktum voru hæstu
skorin á kynlífs- og líkamlega þætti CARES-SF spurningalistans,
sem bendir til þess að lífsgæði séu verst á þeim þáttum. Lægsta
skor, sem bendir til betri lífsgæða, var á báðum tímapunktum
á þættinum samskipti við heilbrigðisstarfsfólk. Lýðfræðilegar
breytur og sjúkdómsbreytur höfðu ekki marktæk áhrif á lífsgæði,
fyrir utan aldur. Lífsgæði voru marktækt betri hjá þeim sem
voru eldri. Marktækt fleiri þátttakendur skoruðu yfir 11 á
þunglyndishluta HADS spurningalistans eftir þrjá mánuði sem
gefur til kynna einkenni þunglyndis. Lífsgæði voru marktækt
verri hjá þeim einstaklingum sem upplifðu möguleg einkenni,
eða einkenni kvíða og þunglyndis, borið saman við þá sem ekki
upplifðu einkenni kvíða eða þunglyndis.
Þátttakendur höfðu 1-25 (meðaltal 3,3) endurhæfingarþarfir við
upphaf lyfjameðferðarinnar og 1-29 (meðaltal 2,97) eftir þrjá
mánuði.
Ályktanir: Marktækt verri lífsgæði mældust eftir þrjá mánuði,
borið saman við upphaf lyfjameðferðar. Lífsgæði mældust mark-
tækt verri hjá þeim sem upplifðu einkenni kvíða eða þunglyndis.
E 128 Forprófun á PDQ-39 IS, lífsgæðalisti fyrir fólk með
Parkinsons veiki. Pilot-study
Hal'dís Gunnbjörnsdóttir, Ólöf H. Bjarnadóttir
Reykjalundur endurhæfing
OlofB@REYKJA LUND UR.is
Inngangur: Fólk með Parkinsons veiki hefur auk skerðingar á
hreyfigetu ýmis önnur einkenni, sem hafa áhrif á þeirra daglega
líf. PDQ-39 (Parkinson's Disease Questionnaire) er sértækur
Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 69