Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 76

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 76
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ 65% af mældri orkunotkun. Lítill munur var á fyrirskipaðri nær- ingargjöf og raunverulegri. Alyktun: Mun betra er að mæla orkunotkun en áætla. E 144 Er röskun á tjáningu bakteríudrepandi peptíða í kver- keitlum mikilvægur orsakavaldur sóra? Sigrún Laufey Sigurðardóttir12. Geir Hirlekar2, Bjarki Jóhannesson3, Guðmundur Hrafn Guðmundsson3, Helgi Valdimarsson1-2, Andrew Johnston1 1 Ónæmisfræðideild Landspítala,2læknadeild HÍ,-’Líffræðistofnun HÍ sigmnls@landspitali.is Inngangur: Samkvæmt nýlegri framskyggnri rannsókn fá sóra- sjúklingar tíu sinnum oftar hálsbólgu heldur en óskylt sambýlis- fólk. Þessar hálsbólgur virðast orsakast bæði af streptókokkum og öðrum sýklum, en að öðru leyti fá sórasjúklingar ekki oftar sýk- ingar en gengur og gerist. Kverkeitlar eru klæddir flöguþekju og í gegnum hana liggur hlykkjótt gangakerfi (kryptur). Flöguþekjan tjáir fjölda bakteríudrepandi peptíða svo sem LL-37 sem hefur virkni gegn Gram neikvæðum og jákvæðum bakteríum, en sér í lagi streptókokkum. Einnig er LL-37 virkur efnatogi og örvi fyrir eitilfrumur. Markmið verkefnisins er því að kanna hvort tjáning á LL-37 sé afbrigðileg í kverkeitlum sórasjúklinga. Efniviöur og aðferðir: Tjáning LL-37 í kverkeitlum, fjarlægðum vegna endurtekinna sýkinga úr sjö sórasjúklingum og 15 einstak- lingum án sóra, var metin með Western blot og ónæmislitunum. Niðurstöður: LL-37 var sterkt tjáð af frumum á yfirborði kryptuganga en veik tjáning var í yfirborðsþekju nema á svæðum með ífarandi bólgufrumum. Neutrófílar og makrófagar reyndust jákvæðir fyrir LL-37, auk þess sem æðaþel og frumur innan blá- æðlinga virtust framleiða peptíðið. Vægt jákvæðar frumur, líklega angafrumur, sáust einnig í kímmiðjum kverkeitlanna. í kverkeitl- um einstaklinga án sóra virtist tjáning á LL-37 í kryptum vera háð því hversu langt var liðið frá síðustu hálsbólgu en hins vegar var þetta samband ekki eins greinilegt fyrir tjáningu þekjufrumna. Alyktanir: Fyrstu niðurstöður benda til þess að LL-37 sé yfirtjáð í kverkeitlum sórasjúklinga miðað við einstaklinga án sóra. Verði þessa aukna tjáning staðfest með nánari rannsóknum gæti hún skýrt hvers vegna sórasjúklingar fá oft einkenni um hálsbólgur, þar sem LL-37 hefur öfluga efnatogsvirkni á eitilfrumur og örvar þær. E 145 Hlutverk adipókína í meingerð sóra Andrew Johnston1, Arndís A. Sigmarsdóttir2, Sverrir I. Gunnarsson2, Sigurlaug Árnadóttir2, Jón Þ. Steinsson3, Helgi Valdimarsson1-2 ‘Ónæmisfræöideild Landspítala,2læknadeild HÍ,’Heislulind Bláa lónsins andrewj@landspitali.is Inngangur: Fituvefur er ekki lengur álitinn óvirk orkubirgða- geymsla heldur mögulegur áhrifavaldur í meingerð sumra ónæm- isfræðilegra sjúkdóma. Sóri (psoriasis) er algengur sjálfsofnæm- issjúkdómur er hrjáir 2% íbúa Norður-Evrópu og sýnt hefur verið að offita sem er áhættuþáttur fyrir þennan sjúkdóm, tengist beint virkni sjúkdómsins. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna sam- bandið milli offitu og sóra og þá sérstaklega þeirra frumuboðefna sem eru að öllu eða einhverju leyti framleidd af fituvef (adipók- ína), það er leptín, resistín, adipónektín, IL-8 og IL-18. Vitað er að þessi adipónektín geta haft áhrif á virkni T-frumna og sýnifrumna og þar með á virkni sórans. Efniviður og aðferðir: Hæð, þyngd og mittismál voru mæld og sjúkdómsvirkni metin (PASI) hjá sórasjúklingum (n=32) sem komu til meðferðar í Heilsulind Bláa lónsins. Blóðsýni voru tekin úr fastandi sjúklingum fyrir og eftir UVB ljósameðferð og böðun í lóninu. ELISA aðferð var notuð til að mæla þéttni leptíns, lept- ínviðtaka, resistíns, adipónektíns, IL-8, IL-18 og IL-22 í sermi. Viðmiðunarhópur (n=32) samanstóð af einstaklingum sem voru sambærilegir sjúklingunum að því er varðar kyn, aldur og BMI. Niðurstöður: Við upphaf rannsóknarinnar var enginn marktækur munur á styrk leptíns, leptínsviðtaka, adipónektíns, IL-18 eða IL-22 milli sórasjúklinga og viðmiðunarhóps. Hins vegar var þéttni bæði resistíns og IL-8 marktækt hækkað í sjúklingahópn- um (p<0,005) og auk þess var jákvæð fylgni milli þéttni resistíns í sermi og sjúkdómsvirkni (r=0,412, p=0,019). Við lok meðferðar voru marktæk tengsl milli bötnunar og lækkunar á styrk IL-8 og IL-22 í sermi. Hins vegar hækkaði IL-18. Alyktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að sum frumuboð- efni sem uppruna sinn eiga í fituvef séu mikilvægir bólgumiðlar og gætu verið tengdir meingerð sóra í offeitum einstaklingum. VERKEFNI STYRKT AF HÁSKÓLASJÓÐI EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS, KYNNT MEÐ ERINDUM OG VEGGSPJÖLDUM HE 1 Tvær boðleiðir miðla boðum thrombíns til örvunar eNOS í æðaþeli Brvnhildur Tliors1, Haraldur Halldórsson12, Guðmundur Þorgeirsson12 'Rannsóknarstofa HÍ í lyfja- og eiturefnafræði, 2lyflækningadeild Landspítala brynhit@hi.is Inngangur: Við höfum nýlega lýst áður óþekktri boðleið þar sem thrombín örvar AMP-örvaðan prótein kínasa (AMPK) í æðaþeli og veldur þannig eNOS fosfórun og NO-myndun. Við höfum athugað hlutverk tveggja þekktra AMPK kínasa, LKBl og CaMKK í þessari boðleið og skoðað hlutverk þeirra í AMPK örvun við mismunandi ætisaðstæður. Efniviður og aðferðir: Æðaþelsfrumur úr bláæðum nafla- strengja voru ræktaðar uns þær náðu samfellu á ræktunarskálum. Frumurnar voru meðhöndlaðar með áverkunarefnum með/án hindra í ákveðinn tíma, fosfórun próteina skoðuð með sérhæfðum mótefnum og greind með ECL. Niðurstöður: Thrombín olli fosfórun á AMPK, acetyl-CoA carboxylasa (ACC) og eNOS í ætum 1640 og 199. CaMKK hindrinn STO-609 hindraði alveg fosfórun á AMPK og ACC í æti 1640 en ekki fosfórun á eNOS. f æti 199 hindraði STO-609 fosfórun AMPK, ACC og eNOS að hluta til (70%). H89, hindri á PKA og AMPK, hindraði fosfórun á ACC og eNOS í báðum 76 Læ knablaðið/fylgirit 53 2007/93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.