Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 57

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 57
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ teppu í lungum. Rannsóknir á völdum sjúklingahópum hafa leitt í ljós að ýmis bólguboðefni eru hækkuð í langvinnri lungnateppu en ekki er ljóst hvort það sama eigi við um IL-6. Markmið rannsóknarinnar var að meta tengsl langvinnrar lungnateppu og IL-6 hjá slembiúrtaki íslensku þjóðarinnar með tilliti til blástursgetu á öndunarprófi eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs að teknu tilliti til kynferðis, aldurs, reykinga og líkamsþyngdar. Efniviður og aðferðir: í rannsókn þessari voru IL-6 gildi mæld í sermi 746 karla og kvenna sem voru 40 ára og eldri búsett á höfuðborgarsvæðinu, þar af reyndust 130 vera með langvinna lungnateppu. Petta var hluti af alþjóðlegri rannsókn á algengi langvinnrar lungnateppu www.kpchr.org/boldcopd Niðurstöður: Mælingum á IL-6 í sermi var skipt í fjóra jafnstóra hópa (<1,51; 1,51-2,82; 2,82-4,69 og >4,69 pg/mL). Há IL-6 gildi voru marktækt tengd hækkandi aldri og aukinni líkamsþyngd en ekki fundust tengsl við reykingar eða kynferði. Þeir sem mældust með IL-6 gildi í hæsta fjórðungi voru með marktækt minni blást- ursgetu á öndunarprófi. Pessar niðurstöður voru einnig marktæk- ar þegar leiðrétt var fyrir reykingum, kyni, aldri og líkamsþyngd. Ályktanir: Hátt IL-6 í sermi tengist tengist marktækt minni blástursgetu á öndunarprófi. E 93 High sensitivity C - reactive protein (hsCRP) hjá einstaklingum með langvinna lungnateppu Ólöf Birna Margrétardóttir1, Þórarinn C ifslason "'. Bryndís Benediktsdóttir1. Gunnar Guðmundsson1-2, ísleifur Ólafsson3 ‘Læknadeild HÍ, 2lungnadeild Landspítala, ’klínísk lífefnafraðideild Landspítala olofbm@hi.is Eakgrunnur: Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti teppusjúkdóma í lungum svo sem langvinnrar berkjubólgu, lungnaþembu og lokastigsastma sem einkennast af óafturkræfri, versnandi teppu í lungum. High sensitivity C - reactive protein (hsCRP) hækkar í bólgusvari. Möguleg tengsl hsCRP og lungnateppu hafa oftast verið metin í útvöldum sjúklingahópum en ekki í faraldsfræðirannsóknum. Markmið rannsóknarinnar var að meta tengsl langvinnrar lungnateppu og hsCRP hjá slembiúrtaki íslensku þjóðarinnar með tilliti til blástursgetu á öndunarprófi, að teknu tilliti til kynferðis, aldurs, reykinga og líkamsþyngdar. Efniviður og aðferðir: í rannsókn þessari var styrkur hsCRP mældur í sermi með agnahvattri gruggmælingu hjá 746 körlum °g konum sem voru 40 ára og eldri búsett á höfuðborgarsvæðinu, þar af reyndust 130 með langvinna lungnateppu. Petta var hluti af alþjóðlegri rannsókn á algengi langvinnrar lungnateppu www. kpchr.org/boldcopd Niðurstöður: Mælingum á hsCRP í sermi þeirra var skipt í fjóra jafnstóra hópa (<0,75; 0,75-1,27; 1,27-3,25 og >3,25 mg/ L). Há hsCRP gildi voru marktækt tengd hærri aldri, aukinni líkamsþyngd og reykingum en ekki fundust tengsl við kynferði. h'Iarktækt samband var milli hækkandi hsCRP gilda og minnkandi blástursgetu á öndunarprófi. Þær niðurstöður voru einnig marktækar þegar leiðrétt var fyrir reykingum, aldri og líkamsþyngd. Ályktanir: Hjá slembiúrtaki reyndust vera marktæk tengsl milli hárra hsCRP gilda og skertrar blástursgetu og styðja niðurstöður okkar hugmyndir um almenna bólgusvörun í langvinnri lungnateppu. E 94 Börn sem fá ífarandi pneumókokkasjúkdóm hafa lægri mótefni gegn meinvirknipróteinum pneumókokka en jafnaldrar þeirra sem bera pneumókokka í nefkoki Ingileif Jónsdóttir12, Gunnhildur Ingólfsdóttir1, James C. Paton3, Karl G. Kristinsson24, Þórólfur Gudnason5 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Háskólinn í Adelaide, Adelaide, Ástralíu, 4sýkladeild Landspítala, 5Landlæknisembættið ingileif@landspitali.is Inngangur: Unnið er að þróun breiðvirkra próteinbóluefna gegn pneumókokkasj úkdómi og haf a meðal annars meinvirknipróteinin CbpA, Ply, PsaA og PspA verið prófuð í dýrum, en leitað er að nýjum próteinum til að nota í bóluefni. Markmið rannsóknarinnar var að greina ónæmisfræðilega þætti sem tengjast áhættu á ífarandi pneumókokkasjúkdómi í börnum. Efniviður og aðferðir: IgG mótefni gegn Cbp A, Ply, Psa A og Psp A voru mæld með ELISA í átta börnum, sem fengu sjúkdóminn undir sjö ára aldri, og 15 börnum af sama aldri og kyni, sem báru pneumókokka af sömu/skyldri hjúpgerð í nefkoki. Heildarmagn immunóglóbúlína og IgG undirflokka og mannan-bindilektíns (MBL) var einnig mælt. Niðurstöður: Ónæmisgeta allra barna í báðum hópum var eðlileg, þau höfðu eðlilegt heildarmagn IgM, IgG og IgA miðað við aldur, en 2/8 tifella og 5/15 viðmiða höfðu hækkað IgE. Magn IgGl, IgG2 og IgG4 undirflokka var innan eðlilegra marka hjá öllum, en 1/8 tilfella og 1/15 viðmiða höfðu hækkað IgG3. Styrkur MBL í sermi var sambærilegur milli hópa (p=0,455), en 1/8 tilfella og 3/15 viðmiða höfðu lágt MBL (<500 mg/L). Við upphaf ífarandi pneumókokkasjúkdóms höfðu börnin lægri IgG mótefni gegn pneumókokkapróteinum en viðmiðin og var munur á styrk gegn CbpA 26-faldur (p=0,005), PsaA fjórfaldur (p=0,005), Ply fjór- faldur (p=0,009) og PspA 13-faldur (p<0,001). Mótefnin hækkuðu í kjölfar sýkingarinnar, en voru mánuði síðar ennþá lægri en hjá viðmiðum gegn öllum fjórum próteinum. Ályktanir: Lág mótefni gegn CbpA, PsaA, PspA og Ply tengjast áhættu á að fá ífarandi pneumókokkasjúkdóm. Virkt ónæmissvar gegn meinvirknipróteinunum virðist skipti máli fyrir vernd gegn ífarandi pneumókokkasjúkdómi. Skortur á mótefnum í upphafi sýkinga getur bent til að viðkomandi prótein gegni mikilvægu hlutverki í sjúkdómsferlinu og séu því líklega heppileg til notkunar í bóluefni. E 95 Einangrun og raðgreining á Antigen 5 like protein - líklegum ofnæmisvaka í sumarexemi Þórunn Sóley Björnsdóttir1, Vilhjálmur Svansson1, Guðbjörg Ólafsdóttir', Eliane Marti2, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum,2dýrasjúkdómadeild háskólans í Bern, Sviss thb7@hi.is Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.