Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 77

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 77
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ ætunum. Hindrar á CaMKII eða PI3K höfðu hins vegar engin áhrif. Thrombín olli ATP lækkun í 199. Ályktanir: í æti 1640 veldur thrombín AMPK fosfórun með virkjun á AMPK kínasanum CaMKK. Thrombín miðluð eNOS fosfórun í 1640 er óháð AMPK, CaMKII og PI3K-Akt. Niðurstöður með H89 benda til að PKA fosfóri eNOS eftir thrombín í 1640. í æti 199 er AMPK örvun eftir thrombín að hluta háð CaMKK, thrombín veldur lækkun í ATP við þessar aðstæður og því líklegt að boðleiðin sé einnig háð LKBl sem virkjast við hækkað AMP/ATP hlutfall. Niðurstöður sýna að í æti 199 er thrombín miðluð eNOS fosfórun háð AMPK, eins og við höfum áður lýst. Niðurstöðurnar sýna að ætisaðstæður ráða því hvaða boðleið virkjast við thrombin örvun í æðaþeli. í 1640 er CaMKK einn um hituna en í 199 verður ATP lækkun og LKBl örvun sem miðlar hluta af boðunum. HE 2 Faraldrar af völdum gersveppa á íslandi. Sameinda- erfðafræðileg rannsókn Lena Rós Ásmundsdóttir1, Helga Erlendsdóttir12, Gunnsteinn Haraldsson12, Hong Guo3, Jianping Xu3, Magnús Gottfreðsson1-3 ‘Læknadeild HÍ, 2sýklafræðideild Landspítala, -’McMaster University, Hamilton, Kanada, 4lyflækningadeild Landspítala lenaros@internet.is magnusgo@landspitali.is Inngangur: Gersveppir valda oft ífarandi sýkingum inni á sjúkrahúsum og er dánartíðni sjúklinga með slíkar sýkingar afar há. Talið er að yfirleitt sé um sýkla frá sjúklingnum sjálfum að ræða. Faröldrum inni á spítölum hefur þó verið lýst, en talið er að þeir séu fátíðir. Með tilkomu sameindaerfðafræðilegra aðferða er unnt að kanna hvort skyldir stofnar séu að verki og þar með leiða líkum að því hvort um faraldra sé að ræða. Efniviður og aðferðir: Allir tiltækir stofnar af Candida gersveppum sem ræktuðust úr blóði á tímabilinu 1990-2006 voru rannsakaðir með fjölföldunarhvarfi (PCR). Notuð voru ferns konar mismunandi vísapör; M13, (GACA)4, PA03 og T3B. Skyldleiki var kannaður með aðstoð BioNumerics forritsins.Talið var að um faraldur væri að ræða ef stofnar með >90% skyldleika ræktuðust innan veggja sama sjúkrahúss á innan við 90 daga tímabili. Niðursföður: Rannsakaðir hafa verið 195 stofnar. Algengastu teg- undirnar eru Candida albicans (62,6%), C. glabrata (14,9%), C. parapsilosis (8,7%) C. tropicalis (7,7%) og C. dubliniensis (4,1%). Aðgreiningarhæfni vísaparanna M13 og (GACA)4 var betri en PA03 og T3B. Af 122 C. albicans stofnum hafa greinst 34 klónar með M13 vísinum. Tæplega fimmtungur (19,5%) allra ífarandi sveppasýkinga er af völdum lítilla faraldra, ef miðað er við 90 /o skyldleika og 90 daga tímabil, en 14,4% ef miðað er við 100 /o samsvörun. Faraldrar voru algengastir á gjörgæsludeildum (47% allra faraldra) og skurðdeildum (26%). Ályktanir: í óvöldu þýði virðist allt að fimmtungur ífarandi sýkinga með Candida gersveppum eiga rætur að rekja til lítilla faraldra. Gera þarf framskyggnar rannsóknir til að kanna betur smitleiðir og áhættuþætti. Vinna þarf markvisst að því að draga úr tíðni þessara alvarlegu spítalasýkinga. HE 3 Áhrif sviperfðabreytinga í BRCA1 geni skoðuð með CGH örflögutækni Ólafur Andri Stefánsson1'2’3, Óskar Þór Jóhannsson4, Valgerður Birgisdóttir1'2, Sigríður Klara Böðvarsdóttir1'2, Jón G. Jónasson15, Sigrfður Valgeirsdóttir3, Jórunn Erla Eyfjörð1-2 'Læknadeild HÍ, 2Rannsóknarstofa læknadeildar HÍ og KÍ í sameinda- og frumulíffræði, 3NimbleGen Systems á íslandi, 4krabbameinslækningadeild Landspítala, 5meinafræðideild Landspíta oas@hi.is Inngangur: Kímlínustökkbreytingar í BRCAl eða BRCA2 genum auka umtalsvert áhættu á brjóstakrabbameini og fleiri krabbameinum. Hlutverk BRCA gena er meðal annars að gera eftimyndunarkvíslum kleift að komast framhjá DNA skemmdum. Gallar í þessu kerfi leiða til óstöðugleika erfðaefnis og næmni fyrir þáttum sem leiða til tvíþátta-DNA brota við eftirmyndunarkvísl, svo sem ýmsum platínum söltum og PARP hindrum. Okkar fyrri rannsóknir sýndu sviperfðaóvirkjun með metýleringu á BRCAl stýrilröð í ~ 10% af stökum brjóstakrabbameinum (1). Efniviður og aðferðir: Brjóstaæxli með/án BRCAl metýleringar skoðuð með oaCGH örflögutækni. Æxlis DNA var Cy3 merkt og blóðsýni með Cy5. Samkeppnisþáttapörun á DNA örflögum smíðuðum eftir erfðefni mannsins í 6000bp upplausn og nánari greiningar gerðar í ~180bp upplausn. CBS reiknirit notað til þess að finna brotastaði. Samanburður á fjölda magnana/úrfellinga ásamt greiningum á mynstrum í DNA fjöldabreytingum með PCA, SOM, k-means clustering, hierarchical clustering, og fleiri. Þeir DNA bútar sem gáfu góða aðgreiningu milli hópa voru skoðaðir nánar með tilliti til þeirra gena sem þar finnast. Horfur og lyfjasvörun með tilliti til BRCAl metýleringar verður skoðað með Kaplan-Meier falli og Cox proportional hazards aðhvarfslíkani. Helstu niðurstöður: Okkar niðurstöður benda til þess að fleiri fjöldabreytingar komi fram í BRCAl metýleruðum æxlum. Nokkur gen komu fram sem gætu skipt máli í myndun og/eða framgangi sjúkdómsins. Ályktanir: Brjóstakrabbamein með sviperfðabreytingum í BRCAl geni hafa breytingar í svipuðum efnaskiptaferlum eins og koma fyrir í ættlægum-B/?CA7 æxlum. Niðurstöðurnar benda til þess að þessi hópur gæti notið góðs af BRCA-sértækri lyfjameðferð. HE 4 Ónæmisglæðirinn LT-K63 yfirvinnur takmarkanir í myndun kímmiðja og mótefnaseytandi frumna í nýbura- músum Stcfanía P. Bjarnarson1-2, Brenda C. Adarna', Maren Henneken1, Giuseppe Del Giudice3, Emanuelle Trannoy4, Ingileif Jónsdóttir12 ‘Ónæmisfræöideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu, 4Sanofi pasteur, Marcy l"Etoile, Frakklandi ingileif@landspitali.is stefbja@landspitali.is Inngangur: Langtímavernd gegn sýkingum byggist á B minnis- frumum. Myndun þeirra tengist flokkaskiptum og sækniþroskun mótefna sem fer fram í kímmiðjum eitilvefja. Við höfum sýnt að ónæmisglæðirinn LT-K63 eykur mótefnamyndun gegn prótein- Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.