Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Page 28
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ en slíkt er æskilegt ef huga skal að meðferð. Efniviður og aðferðir: Við rannsökuðum átta sjúklinga með Sveinssons æðu- og sjónhimnurýrnun á mismunandi stigi og skiptum í þrjá flokka. Við notuðum til þessa æðamyndatöku og sneiðmyndatöku af augnbotnum, skynjunareðlisfræðilegar rannsóknir svo sem svæðisbundna sjónsviðsmælingu og svæðisbundin sjónhimnurit. Niðurstöður: Myndir, sneiðmyndir og æðamyndir af sjónhimnu benda til þess að fyrst verði breytingar í ysta hluta taugalags sjón- himnu, en breytingar í litþekju, innri taugalögum sjónhimnu og æðuhimnu komi síðar. Þetta er einnig staðfest með ofannefndum raflífeðlisfræðilegum rannsóknum og skynjunareðlisfræðilegum rannsóknum. Alyktanir: Fyrstu breytingar í Sveinssons sjónu- og æðahimnurýrnun virðist vera í ysta hluta stafa og keilna. E 12 Lyfjagjöf í bakhluta augans með örkornum Þorsteinn Loftsson', Einar Stefánsson2, Fífa Konráðsdóttir', Dagný Hreinsdóttir1 ‘Lyfjafræðideild HÍ, 2læknadeild HÍ, augndeild Landspítala thorstlo@hi.is Inngangur: Sjúkdómar í bakhluta augans er helsta orsök blindu en jafnframt er lyfjameðhöndlun slíkra sjúkdóma oftast mjög erfið þar sem mjög erfitt er að ná fram læknisfræðilegri þéttni lyfs í bakhluta augans eftir staðbundna lyfjagjöf. Því verður oft að sprauta lyfjunum beint inn í augað, eða gefa þau í töflum, en slíkar lyfjagjafir eru oft óhentugar, áhættusamar og valda tíðum aukaverkunum. Markmið þessa verkefnis er að auðvelda staðbundna lyfjagöf til bakhluta augans með gjöf augndropa sem innihalda örkorn. Efniviður og aðferðir: Örkorn sem innihalda geislamerkt dexametasón í fléttu með y-sýklódextríni voru mynduð. Kornin voru gefin kanínum og dreifing lyfsins í auga ákvörðuð tveimur tímum eftir gjöf augndropanna. Til samanburðar var dreifing lyfsins í lausn sem innihélt sýklódextrín rannsökuð á sama hátt í kanínum. Augndroparnir voru gefnir í vinstra auga (n=8 (örkorn); n=6 (lausn)) en styrkur lyfs mældur tveimur tímum seinna í báðum augum og að auki í blóði. Magn lyfs sem náði frá yfirborði augans til bakhlutans var fengið með því að draga það magn sem fannst í hægra auga frá magninu sem fannst í vinstra auga Niðurstöður: Styrkur dexametasóns í „vitreous" fór úr 18 ng/g fyrir lausnina í 25 ng/g fyrir örkornin og úr 9 ng/g í 28 ng/g í sjónu (retina). Magn í blóði fór úr 45±24 ng/g (meðal±SD) fyrir lausnina í 10±7 ng/g fyrir örkornin. Alyktanir: Niðurstöðurnar benda lil að með lyfjagjöf í sýklódextrínörkornum megi auka lyfjagjöf til bakhluta augans og minnka magn lyfs sem fer frá yfirborði augans inn í blóðrásina. E 13 Þáttur ependymins í endurvexti sjóntaugar gullfiska Marteinn Þór Snæbjörnsson. Sigurjón B. Stefánsson, Finnbogi R. Þormóðsson Rannsóknastofa í líffærafræði, læknadeild HI finnbogi@hi.is Inngangur: Sjóntaug gullfisks endurnýjast fullkomlega eftir að hún hefur verið sködduð. Þessi eiginleiki hverfur með þróun hryggdýra og nánast engin endurnýjun á sér stað í sködduðu miðtaugakerfi spendýra. Endurvöxtur sjóntaugar í gullfiski er hér til skoðunar með sérstöku tilliti til utanfrumupróteinanna ependymins, en sýnt hefur verið fram á umtalsverða aukningu í framleiðslu þeirra við endurvöxt sjóntaugarinnar. Við höfum mótefnalitað sjóntaugar í endurnýjun, með mótefni gegn ependymins til að skoða samband próteinanna og taugarinnar. Auk þess er hafinn undirbúningur að því að meta breytingu á tjáningu próteinanna með magnbundinni PCR-greiningu og staðsetja tjáningu þeirra með in situ þáttapörun. Efniviður og aðferðir: Gullfiskar (Carassius auratus) eru deyfðir í 0,4% MS222 og síðan er hægri sjóntaugin skert með því að fara á bakvið augað með flísatöng og kremja taugina. Eftir mislangan endurvaxtartíma (eina til fjórar vikur) eru sýni undirbúin til frystiskurðar á hefðbundinn hátt og mótefnalituð fyrir ependymins. Lituð sýni eru síðan skoðuð undir hefðbundinni smásjá, auk þess sem confocal smásjá er beitt. Einnig er RNA einangrað úr sjóntaug og sjónhimnu til að meta tjáningu ependymins með magnbundinni PCR-mælingu, bæði í eðlilegum vef og við endurvöxt. Að lokum hafa þreifarar verið útbúnir til að staðsetja ependymins tjáninguna með in situ þáttapörun. Tilraunadýranefnd hefur veitt leyfi fyrir þessum rannsóknum. Nifturstöður: Smásjárskoðun á mótefnalituðum vefjasýnum sýnir töluverða uppsöfnun á ependymins í nánasta umhverfi vaxandi sjóntaugar. Ályktanir: Áður hefur verið sýnt fram á aukna nýmyndun ependymins próteinanna í endurvexti sjóntaugar í gullfiski. Hér er sýnd uppsöfnun próteinanna í nánum tengslum við endurnýjaða taug. Þakkir: Styrkt af Rannsóknasjóði HÍ. E 14 Sveinssons æðu- og sjónhimnurýrnun, fyrsta vefja- rannsókn á auga Friðbcrt Jónasson', Sverrir Haröarson', Björn Már Ólafsson2, Gordon K. Klintworth3 lLæknadeild HÍ, 2St. Jósefsspítali Hafnarfirði, 3augndeild Duke-háskólans, Durham, North Carolina sirrybl@landspitali. is Inngangur: Við segjum frá fyrstu og einu vefjarannsókn á auga með Sveinssons æðu- og sjónhimnurýrnun, en þessum sjúkdómi var fyrst lýst af Kristjáni Sveinsyni augnlækni. Efniviður og aðferðir: Gerð var smásjárrannsókn á auga 82 ára gamals einstaklings sem vitað var að hafði haft sjúkdóminn að minnsta kosti frá 10 ára aldri. Greiningin hafði verið staðfest með myndatökum og æðamyndatökum 20 árum fyrr og einnig verið Læknablaðið/fvlgirit 53 2007/93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.