Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Side 71
AGRIP ERINDA / XIII. VÍS NDARÁÐSTEFNA E 131 Stökkbreytingaleit í BCHE geni hjá íslenskri fjölskyldu með skort á bútýrýlkólínestera Sif Jónsdótfir'.Thelma B. Róbertsdóttir', Jón Jóhannes Jónsson1-2 'Erföa- og sameindalæknisfræöideild Landspítala, 2Lífefna- og sameindalíffræöistofa læknadeildar HÍ sifjonsd@hi.is Inngangur: Bútýrýlkólínesterasi (BChE) er ensím sem hvetur vatnsrof á kólínesterum, til dæmis bútýrýlkólíni, súccinýlkólíni, mívakúríum, kókaíni, heróíni, aspiríni og fleiri lyf- og eiturefnum. Einstaklingar með BChE skort eru yfirleitt einkennalausir en geta fengið öndunarlömun í og eftir svæfingu ef þeim er gefið súccinýlkólín (súxametóníum) eða mívakúríum, sem eru vöðvaslakandi lyf. Skortur á BChE stafar oftast af stökkbreytingum í BCHE geni sem er staðsett á litningi 3q. Tilgangur þessarar rannsóknar var að finna erfðafræðilega orsök BChE skorts hjá íslenskri fjölskyldu. Efniviður og aðferðir: Árið 1974 lýstu Alfreð Árnason og fleiri íslenskri fjölskyldu með BChE skort. Rannsakaðir voru sex einstaklingar úr þessari fjölskyldu. Stökkbreytingaleit með raðgreiningu var gerð í einum fjölskyldumeðlimi með algjöran BChE skort (vísitilfelli). Allar tjáðar útraðir BCHE gensins (útraðir 2, 3 og 4) voru magnaðar upp með PCR og raðgreindar. Allir einstaklingarnir voru arfgerðargreindir með tveimur greiningarprófum: Prófi sem byggir á PCR á rauntíma og bræðslumarksgreiningu og prófi sem byggir á PCR og Alu\ skerðibútagreiningu. Niðurstöður og ályktanir: Pessi rannsókn leiddi í ljós erfðafræðilega orsök BChE skortsins hjá íslensku fjölskyldunni. Fjölskyldumeðlimirnir sem voru með algjöran BChE skort (þrír talsins) voru allir arfhreinir með tilliti til stökkbreytinganna W490R (Trp—>Arg, T—>C í útröð 3) og A539T (Ala-TThr, G->A í útröð 4). Stökkbreytingunni A539T hefur verið lýst áður sem K- afbrigði (K-variant) og veldur á arfhreinu formi 30% skerðingu á ensímvirkni. Stökkbreytingunni W490R hefur hins vegar aldrei verið lýst áður og er því hér um að ræða nýja stökkbreytingu sem á arfhreinu formi veldur að öllum líkindum skorti eða verulegri skerðingu á BChE virkni. E 132 Greining erfðabreytileika í HAMP geni með bræðslu- marksgreiningu Jónína Jóhannsdóttir', Eiríkur Steingrímsson2, Jón Jóhannes Jónsson 'Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, -Lífefna- og sameinda- líffræðistofa læknadeildar HÍ joninajo@hi.is Inngangur: Járn er lífsnauðsynlegt fyrir allar lífverur en það þarf að vera í hæfilegu magni. Hemókrómatósa er arfgengut efnaskiptagalli sem stafar af aukinni upptöku járns í smáþörmum °g ofhleðslu járns í vefjum. Tilgáta hefur verið sett fram um að hemókrómatósa geti verið tvígena sjúkdómur. Vitað er að stökkbreytingar í HAMP geninu samfara stökkbreytingum í HFE gsninu auka alvarleika sjúkdómsins. Tilgangur rannsóknarinnar var meðal annars að kanna hvort þetta ætti við meðal íslenskra hemókrómatósusjúklinga og kanna tíðni stökkbreytinga í HAMP geninu meðal íslenskra blóðgjafa. Efniviður og aðferðir: HFE arfgerðargreining var gerð hjá 39 hemókrómatósusjúklingum og 350 blóðgjöfum og var skimað eftir erfðabreytileika í HAMP geninu. Blóðgjöfum var skipt í tvo hópa: hetjublóðgjafa sem gáfu blóð oftar en 75 sinnum og almenna blóðgjafa. HFE arfgerðargreining var gerð með skerðibútagreiningu. Bræðslumarksgreining sem byggir á því að mispörungar bráðna í sundur við lægra hitastig en réttpörungar var notuð til að skima eftir breytileika í HAMP geni. Bútar sem spanna allt genið voru magnaðir upp með rauntíma PCR hvarfi og bræðslumarksgreining gerð í framhaldinu. Niðurstöður og ályktanir: Einungis fannst breytileiki í innröð hjá einumsjúklingi(IVS+7G C)ogvarhannvæntanlegaánstarfsáhrifaá genið. Enginn breytileiki fannst hj á blóðgjöfum. Þessar niðurstöður benda til að stökkbreytingar í HAMP geni séu sjaldgæfar hjá íslendingum og íslenskum hemókrómatósusjúklingum. Ekki var sýnt fram á að hemókrómatósa væri tvígena sjúkdómur HFE og HAMP genanna þó ekki sé útilokað að svo sé í sumum tilvikum. Stækka þyrfti sjúklingahópinn og skima fleiri járnbúskapsgen til að kanna betur hvort hemókrómatósa sé tvígena sjúkdómur meðal fslendinga. E133 Líkan fyrir framþróun basalfrumu-líkra brjósta- krabbameinsæxla ÞórhallurHalldórsson'ASævar Ingþórsson'-AglaFriðriksdóttir^Valgarður Sigurðsson1'2,ÓskarÞórJóhannsson4,SigríðurKlaraBöðvarsdóttirl'2,Margrét Steinarsdóttir5, Helga M. Ögmundsdóttir1-2, Þórarinn Guðjónsson1'2-6 'Læknadeild HÍ,2rannsóknastofa Krabbameinsfélags fslands í sameinda- og frumulíffræði, 3líffærafræðideild læknadeildar Kaupmannahafnarháskóla, 4rannsóknastofa í meinafræði Landspítala, 5litningarannsóknir sameinda- og erfðafræðideild Landspítala, 6blóðmeinafræðideild Landspítala thorarin@landspitali.is Inngangur: Estrógenviðtaka neikvæð brjósakrabbameinsæxli hafa slæmar horfur og með örflögugreiningu á genatjáningu hafa þessi æxli verið flokkuð í tvennt: 1) ErbB2 jákvæð æxli og 2) basal-lík æxli. Talið er að basal-lík æxli eigi upptök sín í stofn- frumum kirtilsins. Kenniprótein basal-líkra brjóstaæxla eru meðal annars tjáning keratín 5,14,17, 18 og 19, vimentin og viðtakinn fyrir vaxtarþáttinn EGF (EGFR). Markmið verkefnisins var að búa til frumulínu sem endurspeglar myndun æxlisvaxtar í brjóstk- irtli með áherslu á basal-lík brjóstakrabbamein. Aðferðir og niðurstöður: Pekjufrumulínan A163 var búin til úr brjóstaæxli frá konu með ættarsögu um brjóstakrabbamein án þekktrar stökkbreytingar. A163 var ræktuð í sermislausu æti sem inniheldur meðal annars EGF. Mótefnalitun gegn kennipróteinum kirtilþekju- og vöðvaþekjufrumna staðfestir stofnfrumueiginleika frumulínunnar. Frumulínan tjáir keratín 5,14, 17, 18 og 19, vimentin og EGFR. Eftir brottnám á EGF úr frumuætinu liðu nokkrar vikur þar til frumuskiptingar urðu sýnilegar. Nokkrum umsáningum síðar varð til stöðug undirlína (A163-S1) sem vex óháð því hvort EGF sé í frumuætinu eða ekki. A163-S1 viðheldur basal-líkri svipgerð móðurlínunnar. Ólíkt A163 hleðst A163-S1 upp í rækt. Þetta gefur til kynna tap á þéttitálmun sem er eitt aðaleinkenni krabbameinsfrumna. Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.