Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 59

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 59
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ MPL bólusetningu til að fá mælanlega Thl ónæmisskautun hjá hrossum. Þakkir: Styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins, Rannís og Rannsóknarsjóði HÍ. E 98 Áhrif vatnsextrakts og einangraðra efna úr fjallagrösum (Cetraria istandica) á ónæmissvör in vitro og in vivo Jána Freysdóttiru, Sesselja Ómarsdóttir3, Sigurrós Sigmarsdóttir3, Kristín Ingólfsdóttir3, Arnór Víkingsson1-4, Elín Soffía Ólafsdóttir3 'Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum Landspítala, 2rannsóknastofa í ónæmisfræði Landspítala,3Iyfjafræðideild HÍ,4gigtardeild Landspítala jónaf@landspitali. is Inngangur: Fjallagrös hafa verið notuð í alþýðulækningum við ýmsum kvillum, auk þess að hafa verið notuð almennt til að bæta heilsu og til matar. Notkun fjallagrasa í alþýðulækningum hefur mest megnis verið á formi vatnsextrakts. Fjallagrös innihalda ýmis efnasambönd, bæði fjölsykrur og annars stigs efni með lágan sameindaþunga (fléttuefni) og hafa rannsóknir hafa sýnt að mörg þeirra hafa líffræðilega virkni, þó áhrif þeirra á ónæmiskerfið hafi lítið verið könnuð. Efniviður og aðferðir: í þessu verkefni voru könnuð áhrif vatns- extrakts og hreinna efna úr fjallagrösum á þroskun angafrumna í fækt. Angafrumur úr mönnum voru ræktaðar með vatnsextrakti af fjallagrösum eða hreinsuðum fjölsykrum (lichenan og isol- ichenan) og fléttuefnum (prótólichesterín-og fúmarprótósetr- arsýru) og áhrifin metin með því að mæla seytingu boðefnanna IL-10 og IL-12 og tjáningu ýmissa yfirborðssameinda. Áhrif vatnsextraktsins voru könnuð nánar í liðbólgulíkani í rottum. Rottur voru sprautaðar með þremur styrkleikum af vatns- extraktinu eða vatni til samanburðar. BSA-sértæk liðbólga var framkölluð í vinstri hnéliði rottnanna og var aukning í þvermáli ntælikvarði á magn liðbólgunnar. Niðurstöður: í ljós kom að vatnsextraktið jók myndun bæði IL-10 og IL-12 en IL-10 í mun meira mæli. Aðeins fjölsykran lichenan hafði svipuð áhrif og vatnsextraktið en ekki isolichenan eða fléttuefnin og má því leiða líkum að því að áhrif vatnsextraktsins á þroskun angafrumnanna sé að miklu leyti vegna áhrifa lichenans. Martæk minni liðbólga mældist hjá rottum sem voru meðhöndlaðar með hæsta styrk af vatnsextraktinu miðað við rottur meðhöndlaðar með vatni. Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að vatnsextrakt af fjallagrösum hafi ónæmisbælandi áhrif og þá hugsanlega með því að breyta hlutfalli boðefnaseytingar frá IL-12 í IL-10. E 99 Notkun eitraðra einstofna mótefna til að kanna hlutdeild eintsakra frumutegunda í meinmyndun sóra •lóhann E. Guðjónsson1, Andrew Johnston2, Helgi Valdimarsson-, James T. Elder1-3-4 'Department of Dermatology, University of Michigan Medical Center, Ann Arbor, MI, USA, 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3Department of Radiation Oncology, University of Michigan Medical Center, Ann Arbor, MI, USA. 4Ann Arbor Veterans Affairs Health System, Ann Arbor, MI, USA andrewj@landspitali.is Inngangur: Flestir eru núorðið sammála um að sóri (psoriasis)sé sjálfsofnæmissúkdómur sem er miðlaður af T-eitilfrumum. Hins vegar eru skiptar skoðanir um hlutfallslegt mikilvægi CD4+ og CD8+ T-frumna í myndun sóraútbrota. Birtar niðurstöður benda til þess að CD4+ T-frumur séu nauðsynlegar til þess að útbrotin myndist. Hins vegar eru langflestar þeirra T-frumna sem eru í yfirhúð sóraútbrota fáklóna (oligoclonal) CD8+ T-frumur. Með sértækri eyðingu CD8+ T-frumna úr sóraskellum sem þegar hafa myndast, eða eru í þann veginn að brjótast út, má fá hugmynd um mikilvægi þeirra i meinmyndun sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Húð med sóraskellum var grædd á mýs sem hafa engar T-, B- eða virkar NK-frumur (NOD/SCID/Ycnu"). Mýsnar voru síðan ýmist sprautaðar med saltvatni, óeiturtengdum eða eitur- (saporin) tengdum mótefnum gegn CD8+T-frumum. Niðurstöður: Eiturtengda mótefnið reyndist einvörðungu drepa CD8+ T-frumur þegar þvi var bætt út í in vitro ræktir hnattkjarna hvítfrumna sem einangraðar voru úr blóði (PBMCs). Jafnframt hurfu sóraútbrotin alveg eða að mestu leyti úr græðlingum músa sem gefið var eiturtengda mótefnið gegn CD8+ T-frumum, en héldust óbreytt hjá þeim sem fengu saltvatn eða eitur- (saporin) tengt viðmiðunarmótefni (isotype control). Jafnframt kom í ljós með ónæmislitun að engar CD8+ T-frumur voru greinanlegar i græðlingum þeirra músa sem fengu eiturtengda mótefnið en þessar frumur voru ennþá til staðar i græðlingum viðmiðunarmúsanna. Ályktanir: Ofangreint músalíkan er nothæft til að kanna þætti sem orsaka sóraútbrot og þar með lyf sem geta eytt slíkum útbrotum eða komið í veg fyrir þau. Ennfremur virðast CD8+ T- frumur gegna lykilhlutverki í myndun sóraútbrota. E 100 Fullorðinssykursýki íÖldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES) - kynjamunur í efnaskiptaþáttum Elín Ólafsdóltir'.TIior Aspelund'.Gunnar Sigurösson2. Bolli Þórsson’.Rafn Benediktsson2,Tamara B. Harris3, Lenore J. Launer3, Guöný Eiríksdóttir', Vilmundur Guönason1 'Hjartavernd, 2Landspítali, 3NIA/NIH, Bethesda, MD, USA elinolafs@hjarta.doc Inngangur: Faraldsfræðileg rannsókn þar sem fylgt er breytingu yfir 25 ára tímabil á efnaskiptaþáttum sem tengjast sykursýki af gerð 2 (T2D). Efniviður og aðferðir: Tvö þúsund tvö hundruð sjötíu og níu þátttakendur (konur 57,6%) sem komu í AGES á árunum 2002- 2004,miðgildi er 76 ár. Allir höfðu tekið þátt í Rey kjavíkurrannsókn Hjartaverndar (RS) á árunum 1968-1984 og var þá miðgildi aldurs 50 ár. T2D greining er fengin úr spurningalista, frá notkun sykursýkilyfja eða fastandi glúkósa >7 mmól/L. Hópnum er skipt eftir aldri við greiningu í snemmkominn sjúkdóm (T2D greind 40-66 ára) og síðkominn sjúkdóm (T2D greind >67 ára). Efnaskiptaeinkenni kynjanna eru borin saman. Niðurstöður: Fjörutíu og átta prósent þeirra sem greindust með snemmkominn sjúkdóm hafa ættarsögu um sykursýki, miðað við Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.