Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 68
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Áhætta á dauðsfalli á næstu 10 árum vegna hjarta- og æðasjúkdóma telst lág á íslandi en lagt er til af Evrópusamtökunum að nota kort fyrir háa áhættu fyrir lönd á norðurhveli. Áhættureiknivél Hjartaverndar er grundvöllur að þætti áhættumats í klínískum leiðbeiningum landlæknis um áhættumat og forvarnir hjarta-og æðasjúkdóma frá 2006. E 123 Rykmaurar á sveitabýlum á Suður- og Vesturlandi Davíð Gíslason', Sigurður Pór Sigurðsson2 , Gunnar Guðmundsson1 , Kristinn Tómasson3, Kristín Bára Jörundsdóttir' , Þórarinn Gíslason1, Thorkil E Hallas4 ’Lungna- og ofnæmisdeild Landspítala, 2Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 3Vinnueftirlit ríkisins, 4Allergy Research Unit Rigshospitalet, Danmörku davidg@landspitaU. is Inngangur: Um 6-9% íbúa Reykjavíkur, sem fæddir eru á árunum 1945-1970, hafa ofnæmi fyrir rykmaurum þrátt fyrir það að nær engir rykmaurar finnist í Reykjavík. Nýleg rannsókn sýndi að þeir sem höfðu rykmauraofnæmi í Reykjavík höfðu oftar dvalist í sveit sem börn en samanburðarhópur einstaklinga með ofnæmi fyrir grasfrjóum (Berglind Adalsteinsdottir, et al. Allergology International 2006; in press). Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort meiri líkur væru á því að koma í snertingu við rykmaura á sveitabýlum en í Reykjavík. Efniviður og aðferðir: I tengslum við rannsókn á atvinnusjúk- dómum bænda á Suður- og Vesturlandi var safnað húsryki úr rúmdýnum og af gólfi í setustofu á 42 bændabýlum. Aðferð við ryksöfnunina og meðferð og rannsókn á ryksýnunum var sú sama og var í Evrópurannsókninni Lungu og heilsa í Reykjavík (Hajjas T, et al. Allergy 2004; 59:515-9). Niðurstaða: Gagnstætt því sem fannst í Reykjavík þá fannst við rannsóknina margbreytileg fána af maurum. Alls fundust 17 tegundir maura, þar af Acarus siro á 13 bæjum og Dermatophagoides pteronyssinus á átta bæjum. Sýnin bentu þó til þess að maurarnir væru aðfluttir en tímguðust ekki þar sem þeir fundust. Meira fannst af maurum nálægt sjávarströndu og hreiðurstæðum starra en á fjarlægari stöðum. Ályktanir: Fundur D. pteronyssinus á sveitabæjum skýrir, að minnsta kosti að hluta, ofnæmi fyrir rykmaurum meðal Reykvíkinga, sem fæddir voru á árunum 1945-1970, og dvöldust í sveit á sumrin. Athugun á þeim maurum sem fundust bendir ekki til að þeir hafi tímgast þar sem þeir fundust og því eru aðrar hugmyndir viðraðar í því sambandi. E 124 Tengsl varnarviðbragða og áfallaröskunar. Hlutverk hliðrunar og nálgunar Berglind Guðnuindsdóttir Sálfræðiþjónusta Landspítala, áfallamiðstöð slysa, ofbeldis og hamfara, slysa- og bráðasviði berggudm@landspitali. is Inngangur: Talið er að viðbrögð einstaklings við áfalli 68 Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93 (trauma) geti haft áhrif á hvort hann þrói með sér áfallaröskun (posttraumatic stress disorder) í kjölfar áfallsins. Ekki er ljóst hvaða varnarviðbrögð (coping strategies) stuðli að þróun áfallaröskunar eftir áfall. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin kannaði hlutverk tveggja varnarviðbragða (hliðrun eða nálgun) í aðlögun eftir tilbúið áfall (streituvaldandi myndskeið sem kallaði fram sterk neikvæð tilfinningaviðbrögð). Kannað var hvort konur sem notuðu hliðrun eða nálgun til að fást fást við tilbúna áfallið sýndu ólík einkenni áfallaröskunar og notuðu ólíkar hugrænar stjórnunaraðferðir. Þátttakendur voru 84 bandarískir háskólanemar á aldrinum 18 til 22 ára. Þátttakendum var skipt eftir handahófi í hópana tvo (hliðrun eða nálgun). Helstu niðurstöður: Allir þátttakendur sýndu sterk neikvæð tilfinningaviðbrögð við tilbúna áfallinu. Hóparnir upplifðu ólík einkenni áfallaröskunar. Hliðrunarhópurinn upplifði meiri hliðrunareinkenni og notaðist frekar við neikvæðar hugrænar stjórnunaraðferðir (áhyggjur) til að takast á við einkenni áfallaröskunar en nálgunarhópurinn, sem notaðist frekar við jákvæðar hugrænar stórnunaraðferðir (hugrænt endurmat, félagslegan stuðning) til að takast á við einkennin. Tengsl voru á milli neikvæðra hugrænna stjórnunaraðferða og einkenna áfallaröskunar hjá báðum hópum. Ályktanir: Niðurstöður sýna ólíkar afleiðingar af notkun hliðrunar og nálgunar á þróun einkenna áfallaröskunnar eftir tilbúið áfall. Niðurstöður varpa ljósi á mikilvægi þess að skilja áhrif mismunandi varnarviðbragða á þróun áfallaröskunar. Rannsóknin sýnir fram á gildi tilbúins áfalls til að skilja tengsl varnarviðbragða og áfallaröskunar. E 125 Athygli og táknunarminni, tvær hliðar sama penings? Rannsókn með starfrænni segulómmyndun Árni Kristjánsson1-2, Christian C. RufF, Jon Driver2 'Sálfræðiskor HÍ, 2University College London ak@hi.is Inngangur: Allt frá því á sjöunda áratugnum hafa tvær rannsóknahefðir innan hug- og taugavísinda átt sér samhliða en aðskilin líf. Annars vegar er um að ræða rannsóknarhefð um táknunarminni (Iconic Memory), sem er gjarnan mælt með því hversu lengi þátttakendur muna eftir áreitum sem birt eru á tölvuskjá og hins vegar athygli (attention) sem gjarnan er mæld með því að birta vísbendi á tilteknum stað á tölvuskjá og mæla síðan hvort þátttakendum gangi betur að greina áreiti sem þar birtast í kjölfarið. í fyrra tilfellinu eru vísbendi birt til dæmis 200 ms eftir á (post-cue) eftir að áreiti birtast en í því síðara birtast vísbendin 200 ms á undan því sem dæma á um (pre-cue). Efniviður og aðferðir: f þessari rannsókn var starfrænni segulómmyndun beitt til þess að athuga hvort munur væri á heilavirkni tengdri þessum tveimur tegundum aðferða. Þátttakendur framkvæmdu erfitt aðgreiningarverkefni þar sem forvísbendi eða síðvísbendi sagði til um frá hvaða hluta áreitanna sem birtust ætti að skýra. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður voru þær að taugavirkni mæld með starfrænni segulómmyndun er afar svipuð í kjölfar i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.