Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 70
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ lífsgæðalisti fyrir fólk með Parkinsons veiki sem hefur verið þýddur á mörg tungumál þar sem áreiðanleiki og réttmæti hafa verið prófuð. PDQ-39 er skipt í átta flokka með 39 spurningum. Niðurstöðum er breytt í 0-100 skala þar sem hærri gildi benda til verri sjúkdóms. Markmið þessarar rannsóknar er að forprófa íslenska þýðingu á PDQ-39 (PDQ-39IS) hjá fólki með Parkinsons veiki. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar með Parkinsons veiki á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar fylltu PDQ-39 IS út á fyrstu viku meðferðar. Gerð var laugaskoðun og skráð samkvæmt Hoehn og Yahr flokkun (HY). Til að meta innri stöðugleika listans var Cronbachs alpha reiknað og mörk sett við 0,7, ásamt “Item-total correlation” og mörk sett við 0,4. Niðurstöður: Tuttugu og þrír karlar og 28 konur með Parkinsons veiki, sem lögðust inn á taugasvið Reykjalundar 2005-2006, svöruðu spurningalistanum. Flestir sjúklingar voru samkvæmt taugaskoðun í hópi HY I-III. Cronbachs alpha >0,7 var í 5/8 flokkum. “Item-total correlation” náði ekki lögmæti í níu spurningum af 39. Þar af voru sjö spurningar í flokkununr “cognition” og “communication”. Ályktanir: PDQ-39 íslensk þýðing er réttmæt í fimm flokkum af átta. Skoða þarf betur níu spurningar. Möguleg skýring er að í íslenska sjúklingahópinn vantar sjúklinga með sjúkdóm á háu stigi eða HY IV og að hópurinn er tiltölulega fámennur. E 129 Áhrif líkamlegrar þjálfunar á andlega getu meðal aldraðra Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar Milan (Miran) Chang', Pálmi V. Jónsson1, Jón Snædal1, Sigurbjörn Björnsson1, Thor Aspelund2, Guðný Eiríksdóttir2, Lenore Launer3, Tamara Harris3, Vilmundur Guðnason2'4 'Landspítali, 2Hjartavernd, 3National Institute on Aging, Bethesda, MD, USA, JHÍ changmi@hjarta. is Inngangur: Talsverður fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að tengsl eru á milli skertrar vitrænnar getu og lítillar líkamlegrar þjálfunar, flestar án þess að til staðar hafi verið upplýsingar um líkamsþjálfun þeirra á fyrri æviskeiðum. Hin óskerta vitræna geta gæti þá verið skýringin á áframhaldandi líkamsþjálfun en ekki orsök þess að vitræn geta væri óskert. Markmið rannsóknarinnar er að athuga áhrif líkamsþjálfunar sem er stunduð á miðju æviskeiði á tíðni heilabilunar á efri árum. Efniviður og aðferðir: Valinn var hópur 2.300 þátttakenda sem endurkallaðir voru með slembiúrtaki inn til rannsóknar á vegum AGES-Reykjavíkurrannsóknarinnar. Meðalaldur og staðalfrávik við þær mælingar sem nú hafa farið fram voru 76,3±5,8 ár (karlar (M): 76,3±5,6; konur (W): 76,2±5,9) og 50,5±6,5 ár (M: 49,1±5,1; W: 51,6±6,1) á miðjum aldri. Við bárum saman einstaklinga með heilabilun (115/1741 (7%); M: 61/773 (8%), W: 54/968 (6%)) við þá sem höfðu óskerta andlega getu (sem mældust >23 á MMSE- (Mini-Mental State Examination) prófi og >17 á DSST- (Digit Symbol Substitution Test) prófi. Hópurinn (M=116 (15%), W=197 (20%)) var skilgreindur sem virkur ef einstaklingar höfðu stundað íþróttir reglulega á miðjum aldri eða fengið líkamlega þjálfun í tengslum við vinnu. Aðrir voru taldir óvirkir. Niðurstöður: Tíðni heilabilunar (líkindahlutfall, OR: 2,7; 95% vikmörk, CI 1,2-6,6) mældist hærri meðal kyrrsetufólks heldur en meðal fólks sem tók reglulega þátt í líkamsrækt á miðjum aldri, eftir að búið var að leiðrétta fyrir áhrifum núverandi aldurs, kyns, reykinga á miðjum aldri, líkamsþyngdarstuðuls, slagbilsblóðþrýstings og kólesteróls. Ályktanir: Þessar niðurstöður gefa til kynna að regluleg þátttaka í líkamsrækt tengist lægri tíðni heilabilunar á seinni hluta ævinnar. E 130 AURKA 91T->A fjölbreytileiki og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini með tillit til BRCA stökkbreytinga Linda Viðarsdóttir12, Sigríður K. Böðvarsdóttir1-2, Hólmfríður Hilmars- dóttir1-2, Laufey Tryggvadóttir3, Jórunn E. Eyfjörð1-2 'Læknadeild HÍ, 2Rannsóknarastofa HÍ og Krabbmeinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði, 3Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands linda@krabb.is Inngangur: AURKA gen sem ákvarðar Aurora kínasa A er skilgreint sem krabbameinsáhættugen með litla sýnd sem er gjarnan yfirtjáð og/eða magnað í mismunandi æxlistegundum. Fjölbreytileiki, 91T->A, í AURKA geninu veldur því að ammínósýran fenýlalanín breytist í ísólúsín og hefur breytileikinn verið tengdur við aukna áhættu í ýmsum krabbameinum. Greiningar á mögnun hafa bent til þess að 91A samsætan er oftar mögnuð í ristilæxlum en 91T. Efniviður og aðferðir: í þessari sjúklinga-viðmiðarannsókn voru 759 brjóstakrabbameinssjúklingar, níu með BRCAl stökkbreytingu, 98 með BRCA2 stökkbreytingu, og 653 viðmið greind með tillit til AURKA 91T->A fjölbreytileika. Kannað hvort önnur samsætan væri oftar mögnuð í æxlisvef með því að greina 80 brjóstaæxli úr einstaklingum sem voru arfblendnir með tilliti til 91T->A með qRT-PCR aðferð. Niðurstöður: Einstaklingar sem voru arfhreinir um 91A sýndu aukna áhættu á brjóstakrabbameini samanborið við arfhreina 91T einstaklinga (p=0,02; OR=l,87; 95% CI=1,09-3,21). Þessi tengsl styrktust þegar arfberar BRCA stökkbreytinga voru teknir úr sjúklingahópnum (p=0,01; OR=2,00; 95% CI=1,15- 3,47). Niðurstöðurnar benda einnig til að arfblendir 91T->A einstaklingar hafi aukna áhættu á brjóstakabbameini þó ekki marktækt (p=0,12; OR=1,20; 95% CI=0,96-1,51). Tíðni 91T- >A fjölbreytileikans meðal brjóstakrabbameinssjúklinga með BRCA stökkbreytingu líktist viðmiðum (OR=l,15 (0,38-3,48)). qRT-PCR greining á 80 brjóstaæxlum úr einstaklingum sem voru arfblendnir með tilliti til AURKA T/A fjölbreytileika sýndi engan mun á mögnun þessara samsæta í brjóstaæxlum. Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að 91T->A fjölbreytileikinn hefur áhrif í stökum krabbameinstilfellum en ekki í einstaklingum sem bera BRCA stökkbreytingar. Þessar niðurstöður gætu útskýrt misvísandi niðurstöður sem áður hafa verið birtar með tillit til 91T->A fjölbreytileika í AURKA geni. Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.