Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 27
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ með Pncl-TT og LT-K63 svöruðu TT örvun in vitro með aukinni frumufjölgun (P=0,01), IFN-7 (P=0,005), IL-4 (P=0,005), IL-5 og IL-10 (P=0,007) seytun miðað við hóp sem fékk Pncl-TT án ónæmisglæða. Frumur úr músum sem fengu Pncl-TT og CpG2006 sýndu einungis aukna IL-10 (p<0,001) seytun. B-frumur músa sem fengu Pncl-TT með LT-K63 eða CpG2006 juku tjáningu á MHCII (p<0,005) og CD86 (P<0,005 og P<0,05) en CD40 var einungis aukið á B-frumum músa sem fengu LT-K63 (P<0,05) eftir in vitro örvun með TT. B-frumur músa sem fengu LT-K63 voru með hærri tjáningu á MHCII, CD86 og CD40 en þeirra sem fengu CpG2006 (P=0,008, P<0,001, P=0,009) eða engan ónæmisglæði (P=0,018, P=0,015, P=0,009). Ályktanir: Bæði LT-K63 og CpG2006 auka ónæmissvar nýbura gegn Pncl-TT þó svo þeir virki á mismunandi hátt. E 9 Átfrumur úr miltum músa sem fengu fiskolíu í fæði auka IL-4 myndun miltisfrumna Dagbjört Helga Pétursdóttir, Ingibjörg Harðardóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeild HÍ dhp@hi.is ih@hi.is Inngangur: Fiskolía í fæði dregur úr frumufjölgun og IL-2 myndun T-frumna eftir örvun með eitilfrumuræsum. Við höfum áður sýnt að fiskolía í fæði minnkar TNF-a og IFN-y myndun en eykur hins vegar IL-4 myndun miltisfrumna eftir örvun með eitilfrumuræsum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig fiskolía hefur þessi áhrif. Efniviður og aðferðir: Miltisfrumur voru einangraðar úr BalbC músum sem fengið höfðu fæði bætt með fiskolíu eða kornolíu í fjórar vikur. T-frumur og átfrumur sem tjá CDllb voru einangraðar og ræktaðar sitt í hvoru lagi, saman, eða saman með innleggi til að koma í veg fyrir snertingu átfrumna og T-frumna. Frumurnar voru örvaðar með mótefnum gegn CD3 og CD28. Styrkur frumuboða í floti var mældur með ELISA aðferð. Niðurstöður: Fiskolía í fæði jók IL-4 myndun miltisfrumna (T- frumur og átfrumur ræktaðar saman) eftir örvun með mótefnum gegn CD3 og CD28. Hins vegar hafði fiskolía í fæði ekki áhrif á IL-4 myndun einangraðra T-frumna. Fiskolía í fæði músa jók fjölda CDllb jákvæðra átfrumna í miltum. Einangraðar CDllb jákvæðar átfrumur úr milta mynduðu ekki IFN-y eða IL-4 eftir örvun með mótefnum gegn CD3 og CD28. Þegar T-frumur voru ræktaðar með CDllb jákvæðum átfrumum jókst IL-4 myndun frumna úr músum sem fengið höfðu fiskolíu borið saman við IL-4 myndun frumna úr músum sem fengið höfðu kornolíu. Sama var hvort frumurnar voru ræktaðar með eða án snertingar (innlegg á milli T-frumna og átfrumna). Ályktanir: CDllb jákvæðar átfrumur úr miltum músa sem fengu fiskolíu auka IL-4 myndun miltisfrumna mögulega með því að seyta leysanlegum þætti sem hefur áhrif á T-frumur. E 10 Mótefnasvar og ónæmisminni aukast við bólusetningu nýburamúsa með próteintengdum meningókokkafjölsykrum C ef ónæmisglæðirinn LT-K63 er gefinn með Siggeir F. Brynjólfsson1'2, Stefanía P. Bjarnarson12, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1-2 ‘Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu siggeir@landspitali.is ingileif@landspitali.is Inngangur: Ónæmiskerfi nýbura einkennist af vanþroska. Pví er brýnt að þróa bólusetningarleiðir sem hámarka vernd gegn smitsjúkdómum, sértstaklega í nýburum. Meningókokkar, sem geta valdið heilahimnubólgu og blóðsýkingu, eru gott dæmi um slíkan sýkil. Nýburamúsalíkan fyrir pneumókokkasýkingar hefur verið aðlagað að bólusetningu gegn meningókokkum. Þar sem meningókokkar sýkja ekki mýs, er verndandi virkni í sermi eftir bólusetningu metin in vitro sem drápsvirkni sermis (serum bactericidial activity, SBA). Verndandi áhrifum próteintengdra MenC bóluefna hefur verið lýst í unglingum og ungbörnum en þau hafa ekki verið gefin nýburum. Markmið rannsóknarinnar var að meta hæfni próteintengds fjölsykrubóluefnis gegn meningókokkum af gerð C (MenC- CRM197) til að vekja ónæmissvar í nýburamúsum. Áhrif ónæmisglæðisins LT-K63 og mismunandi bólusetningaleiða voru einnig könnuð. Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (einnar viku gamlar) voru frumbólusettar með MenC-CRM með eða án LT-K63, undir húð (s.c.) eða um nef (i.n.) og endurbólusettar 16 dögum síðar með MenC-CRM með eða án LT-K63, MenC fjölsykru, LT-K63 eða saltvatni eftir sömu leið. Mótefni voru mæld með ELISA og minnismyndun metin. Eftir er að mæla SBA. Niðurstöður: MenC-CRM var lítt ónæmisvekjandi, en LT-K63 jók ónæmisvarið marktækt gagnvart MenC-CRM bæði við bóluetningu s.c. og i.n. Endurbólusetning með MenC-CRM og LT-K63 kallaði fram sterkt ónæmissvar og mikla aukningu í IgG mótefnamagni.sem gefur til kynna að minnisfrumur hafi myndast við frumbólusetningu. Endurbólusetning með fjölsykru og LT- K63 gaf slakt mótefnasvar. Ályktanir: Rannsóknin sýndi að ónæmisglæðirinn LT-K63 eykur mótefnasvar og ónæmisminni gegn MenC-CRM í nýburamúsum, bæði við bólusetningu s.c. og i.n., og bendir til að hægt sé að þróa örugga og öfluga leið til bólusetningar nýbura gegn meningókokkum C. E 11 Fyrstu sýnilegar breytingar í Sveinssons æðu- og sjónhimnurýrnun eru yst í taugavef sjónhimnu Friðbert Jónasson Augndeild Landspítala sirrybl@landspitali.is Inngangur: Kristján Sveinsson augnlæknir lýsti fyrstur allra þessum sjúkdómi og sýndi fram á ríkjandi erfðir. Við höfum nú fundið genið sem veldur sjúkdómnum. Tilgangur núverandi rannsóknar er að finna þær frumur þar sem sjúkdómurinn byrjar, Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.