Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 112

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 112
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ lífsferill þeirra skilgreindur og samspil sýkinga við aldur, árstíma og búsvæði skelja kannað. Niðurstöður: Tvær tegundir hnísildýra (innanfrumusníkjudýr) hafa greinst: 1) Margolisiella tegund: sýkir hjartaþelsfrumur, sýkingartíðni nær 100% í öllum stærðarhópum allra svæða. Samband sýkingarmagns og skeljastærðar er veikt, ómerkjanlegur munur er á smittíðni og -magni eftir árstíma og engar afgerandi vefjaskemmdir greinast. 2) “Hnísildýr X”: sýkir blóðfrumur og veldur skemmdum á vöðvafrumum, trúlega með seyti próteineyðandi ensíma. Sýkingar eru í skeljum allra sýnatökusvæða; tíðni í stærri skeljum (>3sm) nær 100% en mun lægri í þeim minni. Marktækt jákvætt samband er á milli sýkingarmagns og stærðar. Stórsæ sjúkdómseinkenni sjást í vöðva mikið sýktra skelja og vefjaskemmdir eru oft umfangsmiklar. Ómarktækur munur er á sýkingarmagni milli árstíða og engin merki eru um að sýkingar séu í rénun. Alyktanir: Báðar tegundirnar eru áður óþekktar vísind- unum. Ekki virðist samband milli Margolisiella-sýkinga og affalla. Vefjaskemmdir og stórsæ einkenni fylgja hins vegar miklum sýk- ingum hnísildýrs-X og marktækt samband er á milli smitmagns og affalla. Líklegt er að sú tegund eigi stóran þátt í afföllum skeljanna. Þakkir: Verkefnið er styrkt af Sjávarútvegsráðuneytinu og Hafrannsóknastofnuninni. V 92 Breytileiki stofna gammaherpesveira í hrossum á íslandi Lilja Þorstcinsdóttir12, Valgeröur Andrésdóttir', Einar G. Torfason2, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1, Vilhjálmur Svansson' 'Tilraunastöö HÍ í meinaræði að Keldum, 2rannsóknarstofa í veirufræði Landspítala Mjatho@hi.is Inngangur: Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að hestar á íslandi eru smitaðir með gammaherpesveirum (y-EHV). Komið hefur í ljós að báðar gerið gammaherpesveira sem þekktar eru í hestum eru til staðar hérlendis, það er EHV-2 og EHV-5. Erfitt er að segja til um hvenær þær herpesveirur sem hér eru í hrossum bárust til landsins. Miðað við eðli herpessýkinga er ekki óvarlegt að álykta að vegna einangrunnar og hefts innflutnings hafi veirurnar komið til landsins með þeim hestum sem fluttir voru til landsins við upphaf íslandsbyggðar. Verkefninu er ætlað að veita innsýn í erfðafræðilegan breytileika EHV-2 og EHV-5 gammaherpesveiranna hérlendis og skoða skyldleika þeirra við erlenda stofna. Raðgreind verða fjögur gen úr innlendum og erlendum veirustofnum, það er gen glyB, g/yH, DNA terminasa og DNA-háða DNA-fjölliðunarensím og þau borin saman. Verkefninu er einnig ætlað að lýsa hvort þúsunda ára einangrun í litlum stofni hafi haft einhver áhrif á erfðafræðilegan breytileika veiranna og aðlögun þeirra að hýsli. Við rannsóknir á gammaherpesveirum í íslenskum hestum ræktaðist gammaherpesveira EHV-Dv sem virðist við fyrstu athugun, í rækt og í týpusértæku yEHV-PCR, vera töluvert frábrugðin öðrum gammaherpesveirum úr hestum. Verkefninu er ætlað að skoða skyldleika hennar við aðrar gammaherpesveirur úr hestum. Efniviður og aðferðir: Raðgreint var um það bil 550bp svæði glyB gensins í þremur veirueinangrunum, EHV-2-BR4 og gEHV-Dv úr íslenskum hestum og EHV-5 úr erlendum hesti. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýndu að EHV-2-BR4 hafði 97% samsvörun við EHV-2 úr genabanka og EHV-5 gaf 98% samsvörun við EHV-5 glyB úr genabanka. gEHV-Dv gaf hins vegar 90% samsvörun við EHV-2 úr genabanka en aðeins 79% samsvörun við EHV-5 glyB. Alyktanir: Fyrstu niðurstöður benda til þess að gEHV-Dv sé líkari EHV-2 en EHV-5. Þakkir: Verkefnið er styrkt af rannsóknasjóð RANNÍS. V 93 Ónæmisörvun þorsklirfa. Áhrif á lifun, sjúkdómsþol og fleiri þætti Bergljót Magnadóttirl, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttirl, Sigrún Langel, Agnar Steinarsson2, Matthías Oddgeirsson2, Slavko Bambirl, Sigríður Guðmundsdóttirl lTilraunastöð HI í meinafræði að Keldum, 2Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar á Stað, Grindavík bergmagn@hUs Inngangur: Mikil afföll á lirfustigi, sem að einhverju leyti má rekja til sýkinga, er vandamál í þorskeldi. Ónæmiskerfi þorsks er ekki fullþroska fyrr en tveimur til þremur mánuðum eftir klak og því er hefðbundin bólusetning gagnslaus fyrir þann tíma. Fyrstu vikurnar eru þorsklirfur því háðar ósérvirkum eða meðfæddum ónæmisþátlum til varnar sýkingum. Fjölmörg efni geta örvað þessa ósérvirku ónæmisþætti. Þessir ónæmisörvar eru oft unnir úr bakteríum, sveppum, plöntum eða skelfisk og virkja “pattern recognition” prótín eða viðtaka. Efniviður og aðferðir: Á þremur klaktímum, 2001,2002 og 2003, á Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar voru áhrif ýmissa ónæmisörva á lifun og/eða sjúkdómsþol þorsklirfa rannsökuð. Bæði var meðhöndlað með böðun og fóðrun. Upptaka LPS (fitufjölsykra) á mismunandi tímum eftir klak var könnuð með ónæmisvefjaskoðun og flúrsmásjárskoðun og áhrif LPS á seltuþol og átfrumuvirkni þorsklirfa voru könnuð á mismunandi tímum eftir klak. Helstu niðurstöður: Nokkur efni til dæmis DNA unnið úr gersveppi, fléttufjölsykrur og fitufjölsykrur úr bakteríunum Aeromonas salmonicida undirtegund salmonicida (Ass-LPS) eða undirtegund achromogenes (Asa-LPS) bættu lifun þorsklirfa og Ass-LPS virtist í fyrstu tilraunum bæta sjúkdómsþol. Önnur efni höfðu lítil áhrif og endurteknar prófanir með Ass/Asa-LPS ollu vonbrigðum. Upptaka á LPS var lítil á fyrstu dögum eftir klak en jókst hjá 30 daga gömlum lirfum. LPS hafði lítil sem engin áhrif á seltuþol, hins vegar hafði aldur lirfa áhrif á seltuþol. Átfrumuvirkni greindist fimm dögum eftir klak en örvandi áhrif af LPS greindust aðeins í eldri lirfum. Alyktanir: Mikilvæg reynsla fékkst í þessum tilraunum á með- höndlun og rannsóknum á þorsklirfun. Hins vegar er ljóst að þörf er á frekari rannsóknum á vænlegum ónæmisörvum og áhrifum þeirra á þorsklirfur. 112 læ knablaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.