Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 26
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ E 6 Nýburamýs geta myndað ónæmissvar gegn mening- ókokka B bóluefnum Sindri Freyr Eiðsson1, Pórunn Ásta Ólafsdóttir1-2, Mariagrazia Pizza', Rino Rappuoli’, Ingileif Jónsdóttir'-2 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Iæknadeild HÍ, ’Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu sfel@hi.is ingileif@landspirali.is Inngangur: Mikill fjöldi tilfella heilahimnubólgu og blóðsýkinga um allan heim á uppruna sinn að rekja til Neisseria meningitidis eða meningókokka. Dánartíðni er há og stór hluti sjúklinga lifir við varanleg örkuml í kjölfar sýkingar. Meningókokkasjúkdómur er algengastur í ungum börnum en getur komið fyrir á öllum aldri. Bóluefni eru til gegn gerðum A, C, Y og W135 en ekkert alhliða bóluefni er til gegn gerð B (MenB), sem veldur -56% tilfella hér á landi. Genamengjarannsóknir hafa gjörbylt bóluefnisrannsóknum, en með því að skoða erfðamengi sýkla má finna vel varðveitt yfirborðstjáð meinvirk prótein og nota til að þróa bóluefni gegn sýklum sem hefur verið erfitt eða ómögulegt áður. Próteinin sem notuð voru í þessari rannsókn voru fundin með genamengjarannsóknum. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort MenB próteinin GNA33,GNA1870ogNadAværuónæmisvekjandiínýburamúsum og hvort auka megi ónæmissvör með ónæmisglæðunum LT- K63 eða MF-59, en próteinin hafa ekki verið prófuð áður í nýburalíkani. Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (einnar viku gamlar) voru bólusettar undir húð (s.c.) eða un nef (i.n.) með 10 eða 2,5 pg af GNA33, GNA1870 eða NadA með/án LT-K63 eða MF-59, og endurbólusettar þriggja og fimm vikna. Mótefni í sermi voru mæld með ELISA, drápsvirkni sermis (serum bactericidal activity) verður metin. Niðurstöður: Meinvirkniprótein MenB; GNA33, GNA1870 og NadA voru ónæmisvekjandi í nýburamúsum. Ónæmisglæðarnir LT-K63 (s.c. og i.n.) og MF-59 (s.c.) ollu marktækri hækkun í mótefnasvörun, marktæk aukning mótefna varð við hvern skammt allra próteinanna, en áhrif skammtastærða voru breytileg milli próteina. Ályktanir: Próteinbóluefni gegn meningókokkum B eru ónæmis- vekjandi í nýburamúsum. Frekari rannsóknir á próteinblöndum og ónæmisglæðum eru liður í þróun Men B bóluefna fyrir nýbura. E 7 B-minnisfrumur sem myndast við bólusetningu gegn meningókokkum C eru langlífar Maren Hennekcn', Nicolas Burdin2, Einar Thoroddsen3, Sigurveig t>. Sigurðardóttir'A- Emanuelle Trannoy2, Ingileif Jónsdóttir1'4 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Sanofi Pasteur, Marcy 'Étolie, Frakklandi, ’háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala, 4læknadeild HÍ marenh@landspitali. is Inngangur: Mikilvægt er að bólusetning veki ónæmisminni sem veitir langtímavernd gegn smitsjúkdómum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna myndun og viðhald B- 26 Læ minnisfrumna gegn fjölsykru (FS) Neisseria meningitides (meningókokka) af gerð C (MenC) Efniviður og aðferðir: B-frumur voru merktar með flúrskins- merktri MenC-FS og tíðni þeirra metin í flæðifrumusjá eftir bólu- setningu fullorðinna (n=12) með MenC-FS tengdri TT (MenC- TT), ungbarna (n=21) sem fengu MenC-TT sex og átta mánaða og eldri barna sem fengu einn skammt. Tíðni MenC-FS sértækra plasmafrumna fyrir bólusetningu var mæld með ELISPOT og mótefni mæld með ELISA. Niðurstöður: Tíðni MenC-FS sértækra B-frumna í blóði var hæst á níunda degi (0,07% fyrir og 0,29% eftir bólusetningu) og marktæk aukning var í tíðni MenC-FS-sértækra plasmafrumna. MenC-sértæk IgA mótefni voru l,2pg/ml og 5,0pg/ml fyrir og eftir bólusetningu (P=0,002), IgG mótefni voru l,9pg/ml og 5,4pg/ml fyrir og eftir bólusetningu (P=0,006) og hátt hlutfall IgG/IgM benti til minnissvars. í ungbörnum sem fengu tvo skammta af MenC-TT var tíðni MenC-FS sértækra 0,16% og IgG mótefni l,5pg/ml. í börnum sem fengu einn skammt af MenC-TT 0,5-2 (n=15), 3-10 (n=14) eða 11-18 (n=4) ára gömul var tíðni MenC- FS sértækra B-frumna 0,12%, 0,10% og 0,08% og magn IgG mótefna var 1,3,4,2 og 1,6 pg/ml. Langflestar MenC-FS sértækar B frumur höfðu svipgerð minnisfrumna (86,6%; 6,7-100%) og það var marktæk fylgni milli tíðni MenC-FS sértækra B-frumna og MenC-FS sértækra B-minnisfrumna (r=0,931; P<0,001). Alyktanir: Rannsókn okkar sýnir að hægt er að greina og meta tíðni FS-sértækra B-minnisfrumna þrem árum eftir bólusetningu með próteintengdu fjölsykrubóluefni, jafnvel hjá börnum sem fengu einn skammt af bóluefni sem ungabörn. Aðferðin mun gagnast við mat á langtímaáhrifum bólusetninga. E 8 LT-K63 og CpG2006 hafa ólík áhrif á svipgerð og virkni eitilfrumna í nýburamúsum Þórunn Ásta Ólafsdóttir1-2, Sólveig G Hannesdóttir12, Giuseppe Del Giudice3, Emanuelle Trannoy4, Ingileif Jónsdóttir1-2 'Ónæmisfræðideild Landspitala, 2læknadeild HÍ, ’Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu, 4Sanofi Pasteur, Marcy l’Etoile, Frakklandi thorasta@landspitali. is ingileif@landspitali. is Inngangur: Fjölsykrur er hægt að tengja við burðarprótín og breyta þeim þannig í T-frumu óháðan ónæmisvaka sem getur vakið ónæmissvar í nýburum. Hins vegar er ónæmissvarið lægra en í fullorðnum og því þörf á að finna örugga ónæmisglæða sem geta aukið ónæmissvar nýbura. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman áhrif LT-K63 og CpG2006 á ónæmissvar nýburamúsa. Efniviður og aðferðir: Nýburamýs voru bólusettar með pneumókokkafjölsykrum af hjúpgerð 1, sem tengt var við tetanus toxoid (Pncl-TT), með eða án LT-K63 og CpG2006. Mótefni gegn fjölsykruhluta bóluefnisins voru mæld með ELISA og T- frumusvör metin með boðefnaseytun og frumufjölgun eftir in vitro örvun með TT, prótínhluta bóluefnisins. Sýning ónæmisvaka og geta CD19+ B-frumna til að örvaT-frumur var metin með litun fyrir MHCII, CD80, CD86 og CD40 og skoðun í FACS tæki. Niðurstöður: Bæði LT-K63 og CpG2006 juku IgG mótefnasvar nýburamúsanna (p<0,001 og p=0,007) miðað við ef Pncl-TT var gefið án ónæmisglæðis. Miltisfrumur úr músum bólusettum knablaðið/fvloirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.