Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 74
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ E 139 Tengsl þriggja áhættuþátta fyrir rauða úlfa; PD- 1.3A, C4AQ0 og lágt Mannan bindilektín, við rauða úlfa og sjálfsofnæmissjúkdóma í íslenskum fjölskyldum með ættlæga rauða úlfa Helga Kristjánsdóttir1-3, Sædís Sævarsdóttir2, Gerður Gröndal', Marta E. Alarcon-Riquelme3, Helgi Valdimarsson2, Kristján Steinsson' 'Rannsóknastofa í gigtjsúkdómum og 2rannsóknastofa í ónæmisfræði Landspítala, 'Department of Genetics and Pathology, Rudbeck Laboratory, Háskólanum í Uppsölum helgak@landspitali.is Inngangur: Erfðafræðilegir áhættuþættir geta verið sameiginlegir ólíkum sjálfsofnæmissjúkdómum. Hér eru skoðuð tengsl þriggja áhættuþátta fyrir rauða úlfa (systemic lupus erythematosus, SLE); PD-1.3A, C4A próteinskortur (C4AQ0) og lágt Mannan bindilektín (MBL) í sermi, við sjálfsofnæmissjúkdóma og sjálfsmótefni í fjölskyldum með ættlæga rauða úlfa og háa tíðni sjálfsofnæmissjúkdóma. Efniviður og aðferðir: Átta fjölskyldur með rauða úlfa (n=124); Tuttugu og þrír sjúklingar með rauða úlfa, 101 ættingi. Viðmiðunarhópar: PD-1.3 (n=263), C4A (n=250), MBL (n=330). Arfgerðagreing fyrir PD-1.3 A/G með PCR og PStl skerðiensími (RFLP) og fyrir breytileika í MBL-geninu með RT-PCR. C4A allótýpur greindar með próteinrafdrætti og MBL-gildi í sermi með ELISU. Sjálfsmótefni mæld í sermi. Niðurstöður: A. Af fjölskyldumeðlimum hafa 33% rauða úlfa eða aðra sjálfsofnæmissjúkdóma, samanborið við 5-8% í viðmiðunarhópi. B. 48% fjölskyldumeðlima mælast jákvæðir fyrir sjálfsmótefnum. C. Tíðni PD-1.3A og C4AQ0 er hækkuð í fjölskyldunum miðað við viðmiðunarhóp og tíðni PD-1.3A, C4AA0 og lágs MBL er hærri í hópi sjúklinga með rauða úlfa, samanborið við ættingja. D. PD-1.3A, C4AQ0 og lágt MBL sýna ekki marktæk tengsl við aðra sjálfsofnæmissjúkdóma samanborið við heilbrigða ættingja. Hins vegar er vísbending um tengsl C4AQ0 við aðra sjálfsofnæmissjúkdóma. E. Samlegðaráhrif PD-I.3A, C4AQ0 og lágs MBL koma fram bæði í rauðum úlfum og öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum: i)Allar samsetningar eru algengari hjá sjúklingum með rauða úlfa. ii) PD-1.3A samhliða lágu MBL eða C4AQ0 sýnir tilhneigingu um tengsl við sjálfsofnæmissjúkdóma samanborið við heilbrigða ættingja. iii) 91% sjúklinga með rauða úlfa og 85% ættingja með sjálfsofnæmissjúkdóma hafa einn eða fleiri af áhættuþáttunum þremur. F. PD-1.3A, C4AQ0 eða lágt MBL sýna ekki tengsl við sjálfsmótefni í sermi. Ályktanir: í þessum íslensku SLE-fjölskyldum, þar sem áhættuþættirnir PD-1.3A, C4AQ0 og lágt MBL eru fyrir hendi, er jafnframt hækkuð tíðni annarra sjálfsofnæmissjúkdóma og sjálfsmótefna.NiðurstöðurokkarsýnaaðPD-1.3A,C4AQ0eðalágt MBL sýna ekki jafn sterk tengsl við aðra sjálfsofnæmissjúkdóma. Hins vegar koma fram samlegðaráhrif áhættuþáttanna í tengslum við bæði rauða úlfa og aðra sjálfsofnæmissjúkdóma. E140 Grunnskólabörn með iangvinnan heilsuvanda. Greining á þörf fyrir heilbrigðisþjónustu Sigríður Kr. Gísladóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Ragnheiður Elísdóttir, María Guðnadóttir Miðstöð heilsuverndar barna Ragnheidur. erlendsdottir@hr. is Inngangur: Börn með langvinnan heilsuvanda á Islandi stunda nám í almennum skólum og þarfnast og njóta að mismiklu leyti þjónustu heilsugæslunnar. Markvissa stefnu í málefnum þeirra hefur þó skort. Markmið þessa verkefnis var að greina eðli og umfang langvinns heilsuvanda meðal grunnskólabarna, þá þjón- ustu, sem er í boði fyrir þau innan heilsugæslunnar, og hvað þyrfti að bæta. Efniviður og aðferðir: Til að sinna þessu verkefni var skipaður þverfaglegur starfshópur innan Miðstöðvar heilsuverndar barna. í hópnum voru tveir hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfi, barnalæknir og sálfræðingur. Fengnar voru upplýsingar um fjölda barna með langvinnan heilsuvanda í grunnskólum á landsvísu. Svör bárust frá 125 skólum, eða 70% grunnskóla í landinu. Einnig var gerð viðhorfs- könnun starfsfólks heilsugæslu í skólum til þjónustu sem veitt er börnum með langvinnan heilsuvanda. Auk þess voru með við- tölum kortlagðar hugmyndir og/eða væntingar hagsmunahópa og fagaðila sem að málefnum þessara barna koma. Niðurstöður og ályktanir: I ljós kom að samkvæmt mati frá skól- unum átti tæpur fimmtungur grunnskólabarna í langvinnum heilsuvanda af ýmsum toga. Stærsti hópurinn (tæp 6% grunn- skólabarnanna) voru börn með athyglibrest með/án ofvirkni og drengir í þeim hópi þrír á móti hverri stúlku. Þau ásamt of þungum börnum voru talin í mestri þörf fyrir aukna þjónustu heilsugæslu í skólum. Brotalöm var talin á boðleiðum milli kerfa og stofnana og þörf fyrir víðtækari samvinnu faghópa kom skýrt fram. Niðurstöður þarfagreiningarinnar voru lagðar til grundvall- ar við mótun hugmynda að bættri þjónustu heilsugæslunnar við börn með langvinnan heilsuvanda í grunnskólum. Þær hugmyndir snúa meðal annars að samræmdu verklagi, skráningu upplýsinga og mati á árangri aðgerða. Jafnframt að styrkja og byggja upp mannauð í grunnþjónustu og þverfaglegri, miðlægri þjónustu heilsugæslunnar. E 141 Samanburður á opnum aðgerðum og aðgerðum með brjóstholssjá við sjálfkrafa loftbrjósti Guikún Fönn Tómasdóttiru, Bjarni Torfason1’, Helgi fsaksson2, Tómas Guðbjartssonu ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild og 2rannsóknarstofa í meinafræði Landspítala, ’læknadeild HÍ gft@lli.is Inngangur: Hér á landi hafa skurðaðgerðir við loftbrjósti verið framkvæmdar jöfnum höndum með opinni aðgerð og brjóstholsspeglun. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða og bera þær saman, sérstaklega með tilliti til fylgikvilla. 74 Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.