Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 60

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 60
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ 34% þeirra sem fá síðkominn sjúkdóm. Karlar í RS höfðu hærra meðal BMI en konur, þessu er öfugt farið í AGES. Aukning á BMI með aldri var mest í hópnum með fastandi glúkósa 6,1-6,9 mmól/ L (IFG) og þeim með síðgreinda T2D. Allir hópar karla í RS voru með hærri styrk þríglýceríða en sambærilegir hópar kvenna. I AGES höfðu konur með síðgreinda T2D hæstan meðalstyrk þríglýceríða allra hópa. Allir undirhópar kvenna sýna verulega aukningu í styrk þríglýceríða á tímanum frá RS til AGES, meðan meðalstyrkur þríglýceríða í öllum hópum karla lækka nema þeim sem greinast með síðkominn sjúkdóm. Efnaskiptavilla (MS) í AGES var metin samkvæmt skilmerkjum WHO og reiknað hlutfall einstaklinga í hverjum hópi með tvö eða fleiri MS skilmerki, önnur en þol gegn virkni insúlíns. Hlutfallslega fleiri konur en karlar hafa þessi skilmerki í öllum undirhópum nema í IFG hópnum, en þar er sama hlutfall hjá báðum kynjum. Alyktanir: Aukning á BMI frá miðjum aldri til efri ára er meiri í öllum undirhópum kvenna en karla. Þríglýceríð aukast í konum eftir miðjan aldur en lækka í körlum. Hlutfallslega fleiri konur en karlar greinast með efnaskiptavillu á efri árum. Forvarnir og meðferð á fullorðinssykursýki ættu að taka mið af þessum kynjamun. E 101 Spá þarfir sjúklings við innlögn á sjúkrahús fyrir um afdrif einu ári síðar? Pálmi V. Jónsson1, Anja Noro2, Anna Birna Jensdóttir', Ólafur Samúelsson1, Sigrún Bjartmars1, Gunnar Ljunggren3, Else V. Grue4, Marianne Schroll5, Gösta Bucht6, Jan Bjprnson4, Harriet U. Finne-Soveri2, Elisabeth Jonsén6 l.andspítali. 2STAKES, Centre for Health Economics, Helsinki, 3taugalækn- ingadeild Karolinska Institutet, Stokkhólmi, JDiakonhjemmets Hospital, Osló, 5Bispebjerg Hospital, Kaupmannahöfn, 6Háskólasjúkrahúsið Umeá palmivj@landspitali. is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að skilgreina spáþætti fyrir afdrif við eitt ár með tilliti til tímalengdar innlagnar, lifunar og vistunar á stofnun, meðal aldraðra sem leggjast brátt inn á sjúkrahús. Efniviður og aðferðir: Slembiúrtak úr hópi 75 ára og eldri sem lögðust brátt á lyflækningadeildir sjúkrahúsa á hverju hinna fimm Norðurlanda (n=770). Gögnum var safnað á fyrsta sólarhring með MDS-AC mælitækinu og niðurstöður tengdar við afdrif (dauða og vistun á öldrunarstofnun og endurinnlagnir) við eitt ár í hverju landi fyrir sig: Danmörku (D), Finnlandi (F), fslandi (I), Noregi (N) og Svíþjóð (S). Beitt var fjölþáttagreiningu. Niðurstöður: Eftir eitt ár voru 56% sjúklinganna á lífi á eigin heimili (D 60%, F 48%, I 60%, N 50%, S 61%), 10% voru á lífi á stofnun (D 9%, F 4%, I 18%, N 14%, S 6%), en 28% höfðu látist (D 13%, F 30%, I 20%, N 36%, S 23%). Tuttugu og einn af hundraði lifðu á eigin heimili án endurinnlagna á sjúkrahús á tímabilinu (D 23%, F 16%, I 24%, N 26%, S 22%). Kvenkyn, aldur, vitræn og líkamleg færniskerðing svo og þvagleki voru sjálfstæðir spáþættir fyrir innlögn sem var lengri en 12,6 dagar. Vitræn skerðing var sjálfstæður spáþáttur fyrir stofnanavistun en langvinnur heilsufarsvandi og sjónskerðing spáði fyrir um dauða við eitt ár. Alyktanir: Talsverður breytileiki sést í afdrifum sjúklinga við eitt ár meðal þeirra sem leggjast brátt á lyflækningadeildir á Norðurlöndum. Niðurstöður benda til þess að kerfisbundið mat á þörfum og færni aldraðra við innlögn geti skilgreint áhættuhóp hvað varðar óæskileg afdrif. Slíkt mat er eitt skref í því auka skilvirkni og vinna gegn stofnanavistun aldraðra. E 102 Breytingar á færni einstaklinga, 75 ára og eldri, í kjölfar bráðainnlagnar á lyflækningadeildir Landspítala Sigrún Bjartmarz', Kristín Björnsdóttir2 ‘Öldrunarsvið Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild HÍ sbjartma@landspitali.is Inngangur: Með hækkandi lífaldri fjölgar þeim eldri einstaklingum sem leita sér lækninga vegna bráðra veikinda. Mikil umræða hefur verið í íslensku þjóðfélagi um stöðu aldraðra einstaklinga sem eru lagðir inn á sjúkrahús og geta ekki, sökum erfiðleika við sjálfsbjörg, útskrifast í fyrra búsetuform. Mikilvægt er að kanna hvort og þá hvaða breytingar verða á færni þessa aldurshóps við bráðaveikindi og hvaða áhrif það hefur á getu þeirra til að sjá um sig sjálfir á eigin heimili. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa breytingum sem verða á færni einstaklinga, 75 ára og eldri, til sjálfsumönnunar í kjölfar innlagnar á sjúkrahús vegna bráðra veikinda. Jafnframt var athugað hvort breytingar á færni hafi haft áhrif á afdrif þeirra, aðallega búsetu á eigin heimili eftir veikindin. Efniviður og aðferðir: I rannsókninni, sem var framskyggð, var notaður hluti af íslenskum gögnum úr samnorrænni rannsókn á MDS-AC mælitækinu þar sem upplýsingum um félagslegt, andlegt og líkamlegt heilsufar sömu einstaklinga var aflað á fjórum tímabilum. Upplýsingum um 160 einstaklinga, 75 ára og eldri, sem veiktust og voru lagðir inn á lyflækningadeild Landspítala í Fossvogi, var aflað á tímabilinu maí til desember 2001 og var þeim fylgt eftir í eitt ár. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 83,3 ár og konur voru fleiri (65%). Færni þátttakenda breyttist mikið við bráðaveikindin og varð þörf þeirra fyrir aðstoð meiri en var fyrir veikindi. Fimm mánuðum eftir innlögn á sjúkrahús voru 78% með sömu vitrænu færni og þeir höfðu fyrir veikindi, 81% þátttakenda með sömu ADL færni en aðeins 32% þátttakenda hafði sömu IADL færni fimm mánuðum eftir veikindi og þeir höfðu fyrir veikindi. Breyting á öllum færnikvörðunum (CPS, ADL og IADL) hafði marktæk áhrif á breytingu á búsetuformi fyrstu fimm mánuðina eftir bráða innlögn á sjúkrahús. Breyting á búsetu var sú að það fækkaði í öllum sjálfstæðum búsetuformum og fjölgaði eingöngu hjá þeim sem höfðu flutt á hjúkrunarheimili. Ályktanir: Færni aldraðra fyrir innlögn var nokkuð góð og þessi hópur hafði verið nokkuð virkur og sjálfbjarga. Við bráða innlögn á sjúkrahús breyttist færni þátttakenda mikið og þeir þurftu meiri aðstoð við sjálfsbjörg. Mikill meirihluti þeirra náði þó fyrri færni á fimm mánuðum. Með aukinni skerðingu á færni jukust líkur á flutningi á elli- eða hjúkrunarheimili. Verkefnið er meistaraverkefni til 30 eininga við hjúkrunarfræðideild HÍ. 60 Læ knablaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.