Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 45
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H I Tilgangur verkefnisins er að lýsa komum veikra barna í heilsu- gæslu í lágtekjulandi í Afríku með áherslu á notkun IMCI vinnu- ferlana í slíku umhverfi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framkvæmd á Monkey Bay svæðinu í Malaví í mars 2005 á tveimur ríkisreknum stofnunum sem veita heilbrigðisþjónustu endurgjaldslaust og þremur einkareknum stofnunum þar sem þjónusta er gjaldskyld. Gögnum var safnað um allar komur á göngudeildir heilbrigðisstofnananna en sérstaklega um U5s. Viðtöl voru tekin við heilbrigðisstarfsmenn °g lyfjabirgðir stofnananna fimm voru kannaðar. Niðurstöður: Komur voru 8.808 og U5s voru 32,5%. Það var 1,22 sinnum líklegra (RR, 95% CI 1,18-1,26) að komið væri með U5s á ríkisrekna heilbrigðisstofnun en á einkarekna. Rúmlega fjórir fimmtu allra sjúkdómsflokkanna á rannsóknartímabilinu eru viðfangsefni IMCI. Um helmingur U5s voru skráð með malaríu, 28% með efri öndunarfærasýkingar, 6% með lungnabólgu og 5% með niðurgang. Malaríulyf voru til á öllum stöðum en skortur var á sýklalyfjum í sprautuformi. Átta af 10 starfsmönnum sem sinna veikum börnum voru þjálfaðir í IMCI. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að IMCI nær til heilsugæslu á landsbyggðinni í lágtekjulandi eins og Malaví. Þær sýna að IMCI tekur á flestum sjúkdómum sem hrjá U5s í slíku umhverfi. Tjónustugjöld virðast hafa áhrif á hvert fólk leitar sér þjónustu. Mikilvægt er að styðja við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu við börn á svæðinu og símenntun starfsfólks og tryggja að lyf og nauðsynlegur aðbúnaður séu til staðar. E 59 Mæðravernd og fæðingarhjálp fyrir konur sem fæða í Monkey Bay, Malaví Eyþór Örn Jónsson', Ruth Nkana2, Geir Gunnlaugssonu 'Læknadeild HÍ, :Monkey Bay Community Hospital, Malaví, -’Miðstöð heilsuverndar barna ey thororn@gmail.com Inngangur: Á hverju ári deyr um hálf milljón kvenna af völdum fylgikvilla meðgöngu og fæðingar. Slæm heilsa móður á meðgöngu °g vandamál við fæðingu auka líkur á nýburadauða. Tiltölulega litla fjármuni þarf til að auka þjónustuna þannig að mæðra- °g nýburadauði lækki verulega. Markmið rannsóknarinnar er að meta þá þjónustu sem veitt er konum sem fæða á svæðissjúkrahúsinu í Monkey Bay í Malaví í suðurhluta Malaví, bæði á meðgöngu og við fæðingu. Efniviður og aðferðir: Safnað var gögnum um þær konur sem fæddu á sjúkrahúsinu í Monkey Bay á mánaðartímabili v°rið 2004. Gögnin voru skráð á sérhönnuð eyðublöð. Upplýsingar fengust úr gögnum spítalans og með viðtölum við konurnar. Tekin voru ítarleg viðtöl við 13 konur. Gögn voru tölvugerð með FileMakerPro en úrvinnsla fór fram í Excel. Rannsóknin var samþykkt af malavíska heilbrigðisráðuneytinu °g heilbrigðisvísindanefnd Malaví. Niðurstöður: Sextíu og átta konur fæddu á spítalanum á tímabilinu. Á meðgöngunni fengu 92% viðunandi malaríuforvörn °g 81 % höfðu viðundandi stífkrampabólusettningu. Blóðrauði var mældur hjá 79% kvennanna, að meðaltali í 29. viku og voru 87% þeirra blóðlausar (Hb<llg/dl). Við fæðingu fengu allar konurnar ergómetrín. Fimm af konunum sem tekin voru ítarleg viðtöl við fæddu á spítalanum án þess að ljósmóðir væri viðstödd. Ályktanir: Sumir þættir þeirrar þjónustu sem spítalinn veitir eru í viðunandi horfi svo sem malaríuforvarnir á meðgöngu og ergómetríngjöf við fæðingu. Aðra þætti má bæta, til dæmis mætti mæla blóðrauða hjá fleiri konum og fyrr á meðgöngunni. Mikilvægt er að ljósmæður séu viðstaddar allar fæðingar sem fram fara á sjúkrahúsinu.Til að auka nýtingu og gæði þjónustunar þarf að bæta úr manneklu og efla starfsandann. E 60 Framkvæmd forvarnarstarfs fyrir börn undir fimm ára aldri á Monkey Bay svæðinu í Malaví Björg Jónsdóttir', Jane Somanje2, Geir Gunnlaugsson1-3 'Háskóli íslands, 2Monkey Bay Community Hospital, Malaví, 3 Miðstöð heilsuverndar barna bjorjon@hi.is Inngangur: Árlega deyja 10,6 milljón börn í heiminum fyrir fimm ára aldur. Hæst dánartíðni er í löndum Afríku sunnan Sahara en þar getur verið erfitt að bjóða börnunum gagnreyndar forvarnaraðgerðir, sérstaklega á strjálbýlum svæðum. Heilsusel eru því skipulögð með reglulegum heimsóknum frá næstu heilsugæslustöð þar sem í boði eru meðal annars bólusetningar, vigtun barna og A vítamíngjöf. Markmið rannsóknarinnar er að skoða framkvæmd forvarnaraðgerða fyrir börn yngri en fimm ára á heilsugæslustöðvum og heilsuseljum á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta Malaví. Efniviðurogaðferðir:Upplýsingumvarsafnaðúrskráningarbókum heilsugæslustöðva fyrir tímabilið janúar 2005 til mars 2006. Einnig voru tekin viðtöl við mæður. Öll gögn voru tölvuvædd og úrvinnsla fór fram í Excel. Niðurstöður: Alls voru 50.612 heimsóknir barna yngri en fimm ára skráðar á rannsóknartímabilinu og voru 36.321 (72%) barnanna yngri en eins árs. A vítamín var gefið í 187 (53%) móttökum. Um 3/5 var framkvæmdur í heilsuseljum en af 480 áætluðum voru 355 (74%) heilsusel í reynd framkvæmd. Vandamál við framkvæmd þeirra voru til dæmis skortur á farartækjum, erfitt aðgengi á regntímabili, slæmir vegir og skortur á starfsfólki. Einnig vantaði í sumum tilvikum bóluefni og A vítamín. Um 90% barnanna reyndust vera í eðlilegri þyngd en vigtun barnanna var ábótavant. Mæður sóttu þjónustuna vegna áhuga á því að bólusetja og vigta börn sín til að fylgjast með vexti þeirra. Ályktanir: Gagnreyndar forvarnaraðgerðir fyrir börn yngri en fimm ára á Monkey Bay svæðinu ná til margra barna. Framkvæmd heilsuselja er þó ábótavant.Til að bæta þjónustuna þarf að tryggja aðgengi starfsfólks að farartækjum, bóluefnum og A vítamíni. Einnig þarf að endurskoða aðferðir við vigtun barna. Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.