Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 48
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ var duglegastur að örva sýndi besta svörun við meðferðinni. Beinþéttni hans jókst innanfótar á lærlegg og á endum leggsins. Rýrnun á innra yfirborði lærleggs var greind hjá öllum sjúklingum. Allir sjúklingarnir töpuðu beinþéttni í grennd við lærhnútu. Beinþéttni lærleggsháls jókst hjá þeim sjúklingi sem var duglegastur að örva. Veggþykkt lærleggsins þynntist hjá þeim sjúklingi sem síðast varð fyrir mænuskaða en reyndist nánast óbreytt hjá hinum. Alyktanir: Bein þéttist ekki nema þar sem vöðvi togar eða veld- ur álagi á lærlegg. Þykkur fituvefur torveldar raförvun og rýrir árangur. Meðferðarheldni þarf að vera góð til að árangur náist, það er að örvað sé reglulega að minnsta kosti fjórum til fimm sinnum í viku. E67 Styrkur og starfræn færni hjá íslenskum knatt- spyrnukonum: Samanburður á leikmönnum sem hlotið hafa krossbandameiðsli og viðmiðunarhópi Særúii Jónsdóttir'.Tinna Stefánsdóttir2, Árni Árnason34 'MT-stofan, Síðumúla 37,2 Efling sjúkraþjálfun, Akureyri3, sjúkraþjálfunar- skor HÍ,4Gáski sjúkraþjálfun, Bolholti saentn@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt háa meiðslatíðni í knattspyrnu. Slit á fremra krossbandi í hné veldur hvað lengstri fjarveru knatt- spyrnumanna frá æfingum og keppni. Algengi slita á fremra krossbandi í knattspyrnu er á bilinu 0,06-3,7 á hverjar 1.000 klukkustundir í leik. Krossbandaslit eru talin vera tvisvar til átta sinnum algengari meðal kvenna en karla. Tilgangur rannsókn- arinnar var að mæla styrk, liðleika og starfræna færni hjá íslensk- um knattspyrnukonum sem slitið hafa krossbönd og bera saman við viðmiðunarhóp. Efniviður og aðferðir: Pátttakendur rannsóknarinnar voru leik- menn úr efstu deild kvenna í knattspyrnu á íslandi. Leikmönnum var skipt í tvo hópa: a) Rannsóknarhópur: leikmenn sem slitið höfðu fremra krossband b) Viðmiðunarhópur: jafnmargir leik- menn úr sömu Iiðum og af svipaðri hæð og þyngd. Þátttakendur mættu þrisvar sinnum til mælinga. Fjórtán þátttakendur luku rannsókninni, átta úr viðmiðunarhópi og sex úr rannsóknarhópi. Rannsóknin fólst í því að: 1) Mæla jafnhraða vöðvastyrk í aftan- og framanlærisvöðvum með KinCom 500H vöðvastyrksmæli. 2) Meta almennan liðleika með „Modified Beighton” aðferð. 3) Kanna starfræna færni með reitahoppi; þátttakendur hoppa á öðrum fæti inn og út úr í reit með krossmynstri í 30 sekúndur. 4) Skoða jafnfætis lendingu úr hoppi niður af stól, þar sem lendingin var mynduð með stafrænni myndbandstökuvél og staða hnjáa við lendingu greind í Kineworks hreyfigreiniforriti. Niðurstöður: Enginn marktækur munur fannst á milli hópanna tveggja í þeim þáttum sem athugaðir voru. Starfrænt styrkhlutfall aftan- og framanlærisvöðva var mjög lágt hjá báðum hópunum. Ályktanir: Prátt fyrir lítið úrtak gefur lágt starfrænt styrkhlutfall tilefni til að ætla að styrkþjálfun knattspyrnukvenna í efstu deild á íslandi geti verið ábótavant. 48 Lækn E 68 Brjóstkassaþan hryggiktarsjúklinga: Forkönnun María Ragnarsdóttir1, Árni Jón Geirsson2, Björn Guðbjörnsson2-3 'Sjúkraþjálfun Landspítala Hringbraut, 2lyflækningasvið I og 3Rann- sóknamiðstöð í gigtlækningum Landspítala mariara@landspitali.is Inngangur: Skert brjóstkassaþan hefur verið viðurkennt sem mikilvægt einkenni hryggiktar í aldaraðir. Það er vanalega mælt með málbandi, sem er ódýr og þægileg aðferð, en áreiðanleiki hennar er umdeildur og næmni á breytingar í rannsóknum sem spanna stuttan tíma ófullnægjandi. Markmið: Að kynna nýja aðferð við að mæla brjóstkassaþan og bera saman öndunarhreyfingar sjúklinga með hryggikt og viðmiðunarhóps af sama kyni, aldri og líkamsþyngdarstuðli BMI. Efniviður og aðferðir: Fjórtán körlum með hryggikt var boðin þátttaka. Hæð og þyngd var mæld og almennt heilsufar kannað. Hárifja-, lágrifja- og kviðarhreyfingar hægra og vinstra megin voru mældar með ÖHM-Andri (ReMo ehf, Reykjavík) á meðan þátttakandinn andaði djúpt í tvær mínútur. Niðurstöður voru bornar saman við 14 heilbrigða einstaklinga af sama kyni, aldri og BMI úr fyrri rannsókn. Samband öndunarhreyfinga og tíma frá sjúkdómsgreiningu voru könnuð. Lýsandi tölfræði og Wilcoxon Signed Ranks Test var notað með SPSS forriti (11. útgáfa) þar eð gögn reyndust ekki normaldreifð. Marktækni var sett við p>,5. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 47±9,5 ár, meðal BMI 27±3,6 og meðal sjúkdómslengd í 13±6 ár. Hárifja öndunarhreyfingar hryggiktarsjúklinganna voru marktækt minni en hjá viðmiðunarhópnum (hægri p=,01, vinstri p=,05). Lágrifja- og kviðarhreyfingar voru samhverfar og ekki marktækt minni en hjá viðmiðunarhópi. Þó var spönn öndunarhreyfinga hryggiktarsjúklinganna mun víðari en hjá viðmiðunarhópnum. Ályktanir: Hreyfiskerðingar þátttakenda hefðu líklega ekki uppgötvast ef málbandsmæling hefði verið notuð. Niðurstöðurnar gefa til kynna þörf á frekari rannsóknum á samanburði á niðurstöðum mælinga á brjóstkassaþani með málbandi og ÖHM- Andra og á gagnsemi ÖHM-Andra í eftirfylgnirannsóknum á stærra úrtaki hryggiktarsjúklinga. E 69 Binding við gamalt plastfyllingarefni Sigurður Örn Eiríksson1, Jónas Geirsson1, Sigfús t>ór Elíasson1, Patricia N.R. Pereira2 ‘Tannlæknadeild HÍ, 2tannlæknadeild University of North Carolina sigeir@hi.is Inngangur: Viðgerð á plastfyllingarefnum, þar sem gert er við brotnar fyllingar eða lekar brúnir, er vaxandi þáttur í tannlækningum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif mismunandi yfirborðsmeðferða eldra plasts á bindistyrk við nýtt plast og finna út hvaða meðferð nær hæstum tog-gildum samanborið við upphafsbindistyrk plastefna (pTBS). Efniviður og aðferðir: Tuttugu og einn plasthringur (Tetric Ceram), 4 mm, var settur í hitaskáp í 30 mánuði. Sjö mismunandi yfirborðsmeðferðir voru prófaðar: (1) sýruæting; ablaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.