Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 38
AGRIP ERINDA / XIII. VISINDARAÐSTEFNA Hl ekki höfðu ofnæmi voru eldri, reyktu oftar og höfðu oftar mótefni fyrir H. pylori, H. simplex og C. pneumonii (p>0,001; p>0,01 og p>0,002). Ekki var munur á löndunum þremur varðandi þessar niðurstöður. Niðurstöðurnar voru enn marktækar eftir fjölþátta aðhvarfsgreiningu þar sem tekið var tillit til aldurs, kynferðis, rannsóknarstaðar, reykinga, þyngdarstuðuls, gæludýrahalds í bernsku, sjúkrahúsdvalar í bernsku og aldurs móður. Alyktanir: Rannsókn á vel skilgreindu þýði frá þremur löndum og leiðir í Ijós minni líkur á ofnæmi hjá þeim sem sýkst hafa oftar. Ofangreindar sýkingar hafa verið taldar mælikvarði á heilsuspillandi umhverfi og þröngan húsakost, en rannsókn okkar sýnir hugsanlega verndandi áhrif slíks umhverfis varðandi ofnæmi. E 40 Efnasmíð og rannsóknir á katjónískum metýleruðum kítósykruafleiðum með bakteríuhamlandi eiginleika Ögmundur Viðar Rúnarsson', Jukka Holappa2,Tapio Nevalainena2, Martha Hjálmarsdóttir3, Tomi Jarvinen2, Porsteinn Loftsson1, Jón M. Einarsson4, Már Másson1 ’Lyfjafræðideild HÍ, 2Háskólinn í Kuopio, Finnlandi, 3Háskólinn í Reykjavík, 4Genis ehf. ovrl@hi.is Inngangur: Kítósykrur og afleiður kítósykra hafa sýnt margs konar áhugaverða lyfjafræðilega eiginleika svo sem bakteríudrepandi, genaferjunar, sáragræðandi eiginleika og fleira. Hins vegar er samband byggingar og virkni ekki fullkomlega þekkt þar sem efnagreining þeirra getur verið ófullnægjandi. Samanburður á bakterívirkni kítósykruafleiða hefur einnig reynst erfið þar sem efnin eru ekki mæld við staðlaðar aðstæður. Eíniviður og aðferðir: Smíðuð var fjölbreytt flóra af metýleruðum kítósanafleiðum. Reynt var að stýra metýleringu á amínóhóp sykrunar og hafa mismikla O-metýleringu. Notast var við þrjú upphafsefni, eina fjölsykru og tvær fásykrur. Upphafsefnin höfðu einnig mismunandi fjölda N-asetýlhópa. Afleiðurnar voru byggingargreindar með NMR, IR og frumefnagreiningu. Bakteríuhamlandi virkni afleiðnanna var ákvörðuð gegn S. aureus við tvö sýrustig. Notuð var stöðluð aðferð frá The Clinical and Laboratory Standards Institute (CLSI) sem gerir samanburð mögulegan. Niðurstöður og ályktunir: Metýleruðu kítósanafleiðurnar voru með fjölbreytta byggingu, það er mismunandi mólþunga, mismunandi N-asetýleringu, fjölbreytta NN-dí-, N-mónó- og O-metýleringu og með N,N,N-trímetýleringu á bilinu 0-74%. Afleiður kítófjölsykrunar sýndu virkni gegn S. aureus á meðan fásykrurnar voru óvirkar. Við pH 5,5 var bakteríuhamlandi virknin á bilinu 16-512 mg/mL. Við pH 7,2 voru efnin almennt minni bakteríuhamlandi en virkasta efnið náði niður í 8 mg/mL. Samband byggingar og virkni leiddi í ljós að jákvæð fylgni var milli N,N,N-tr£metýleringar og bakteríhamlandi eiginleika við pH 7,2. Við pH 5,5 var neikvætt samband milli N,N,N-trimetýleringar og bakteríuhamlandi eiginleika sem segir okkur að jónuðu amínóhópanir leggja til bakteríuhamlandi eiginleikanna. O- metýlering hafði lítil áhrif á virknina. E 41 Virkni APOBEC3 próteina mismunandi spendýra gegn retróveirum Stcfún Ragnar Jónsson' :-w, Guylaine Haché* 2-3-4, Mark D. Stenglein2-34, Valgerður Andrésdóttir1, Reuben S. Harris2-34 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Department of Biochemistry, Molecular Biology and Biophysics, -’lnstitule for Molecular Virology, 4Beckman Center for Transposon Research, University of Minnesota, USA stefanjo@hi.is Inngangur: Lífverur hafa frá örófi alda þróað með sér varnir gegn retróveirusýkingum. Dæmi um slíkt eru APOBEC3 próteinin en þau eru fjölskylda cytósín deaminasa sem geta hindrað retróveirur með afamíneringu cýtósíns í úrasil í ssDNAi meðan á víxlritun stendur. Lentiveirur hafa þó mótleik við þessu, veirupróteinið Vif sem stuðlar að niðurbroti APOBEC3 próteina. APOBEC3 prótein er einungis að finna í spendýrum. í þessu verkefni hafa klaufdýr verið skoðuð með það fyrir augum að ákvarða hvort APOBEC3 prótein þeirra virki á sama hátt og manna APOBEC3 prótein gegn retróveirum. Efniviður og aðferðir: Leitað var í cDNA söfnum af APOBEC3 próteinum kúa og svína og upplýsingar um varðveitt hneppi notuð til að klóna kinda APOBEC3 prótein. Athugað var hvort próteinin gætu hindrað retróveirusýkingu með HIV-GFP sýkingu í frumurækt. Kannað var hvort hindrunin ætti sér stað með cDNA afamíneringu með því að klóna og raðgreina innlimaða veiru DNA. Einnig var athugað hvort þau væru ónæm fyrir hindrum með HIV-1 Vif. Staðsetning APOBEC3 próteinanna var könnuð með því að nema tjáningu GFP-tengdra APOBEC3 próteina. Niðurstöður og álvktanir: Klaufdýra APOBEC3 prótein eru að mestu tjáð í umfrymi. Pau geta hindrað retróveirusýkingu með cýtósín afamíneringu og eru ónæm fyrir hindrun með Vif próteini HIV-1. Flest APOBEC3 prótein hafa tvö afamineringarhneppi og er C-enda hneppið virkt í þeim mannapróteinum sem skoðuð hafa verið. Klaufdýra APOBEC3 próteinin hafa hins vegar virkt N-enda afamíneringarhneppi. Þetta bendir til þess að staðsetning innan frumu og virkni gegn retróverum sé varðveitt milli spendýra, en að staðsetning virka af-amíneringarhneppisins og næmni gegn Vif sé ólík. Saman benda þessar niðurstöður því til aðlögunar og virkrar baráttu milli APOBEC3 próteina og retróveira. E 42 Ný berkjufrumulína; sérhæfing og notagildi Skarphéðinn Halldórsson'. Valþór Asgrímsson3, Guðmundur Hrafn Guðmundsson', Ólafur Baldursson2-4, Þórarinn Guðjónsson3-5 'Líffræðistofnunog^lyfjafræðideildHI/RannsóknarstofaKrabbameinsfélags íslands,4lungnadeild og 5blóðmeinafræðideild Landspítala olafbald@landspitlai. is Inngangur: Þekjuvefurlungnabcrkjusamanstendurafmismunandi frumugerðum, bifhærðum frumum, slímfrumum, kirtilfrumum, clarafrumum og basalfrumum. Basalfrumurnar eru sérstakar að því leyti að þær eru taldar sérhæfast yfir í hinar frumugerðirnar. Með tilliti til þeirra fjölda frumugerða sem finnast í berkjum þá er mikil þörf á skilgreindum frumulínum sem endurspegla svipgerð ofangreindra frumugerða. Við lýsum hér svipgerð nýrrar 38 Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.