Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 30
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ síðustu 10 ár. Markmiðið með þessari rannsókn er að kanna hvort samband er á milli magns og dreifingu kalks í kransæðum greint með tölvusneiðmyndun og stærðar og staðsetningar hjartadrepa greint með segulómun. Efni viður og aðferðir: Pátttakendur í þessarri rannsókn höfðu allir tekið þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem er framhald af Reykjavíkurrannsókninni. í tilviljunarkenndu úrtaki voru 708 þátttakendur og niðurstöður fyrir 408 eru í þessari rannsókn, 224 konur og 184 karlar á aldrinum 68 til 89 ára, meðalaldur 76 (staðalfrávik ±5,3 ár). Allir þátttakendur fóru í tölvusneiðmyndun og segulómun af hjarta og var 17 hluta líkanið notað til að skrá staðsetningu hjartadrepanna. Niðurstöður: Níutíu og þrír þátttakendur greindust með hjartadrep með segulómun, 55 karlar og 38 konur. Miðhlutfall (geometric mean) af Agatston stigum (95% CI) fyrir þá sem greinudst með hjartadrep var 593,2 (422,2-833,3), karlar; 985,9 (747,1-1301,4) og konur; 284,3 (143,9-561,9). Miðhlutfall af Agatston stigum fyrir þá sem greindust ekki með hjartadrep var 126,5 (97,2-164,54), karlar; 276,0 (200,0-380,6) og konur; 73,5 (50,8-106,1). Þátttakendur með hjartadrep tengt öllum þrem stóru kransæðunum (n=24) greindust með meira kalk; 1137,6 (718,1-1802,1) en þeir sem greindust með hjartadrep tengt einni kransæð (n=42) 404,9 (219,5-747,2) (p<0,05). Auk þess voru þeir þátttakendur sem greindust með hjartadrep í einum eða tveimur hlutum (n=35) samkvæmt 17 hluta líkaninu, með minna kalk; 326,4 (161,4-660,0) en þeir sem greindust með hjartadrep í þremur eða fleiri hlutum (n=58); 850,6 (613,7-1178,7) (p<0,05). Alyktanir: Einstaklingar með hjartadrep hafa marktækt meira kalk í kransæðum, borið saman við þá sem ekki eru með hjartadrep. Einnig hafa þátttakendur sem greindust með hjartadrep sem tengjast þrem stærstu kransæðunum meira kalk en þeir með hjartadrep sem tengdust einni eða tveimur kransæðum. E18 Áhætta á dauðsföllum af völdum hjarta- og æða- sjúkdóma hjá öldruðum borin saman við áhættu miðaldra fólks. Reykjavíkurrannsóknin Bolli Þórsson* 1, Thor Aspelund' Gunnar Sigurðsson1-2-3, Vilmundur Guðnason'-3 1 Hjartavernd,2 Landspítali,3læknadeild HÍ bolli@hjarta.is Inngangur: Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma virðast breytast með aldri. Við rannsökuðum því hvaða áhættuþættir nýtast til að meta líkur á dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma hjá einstaklingum 70 ára og eldri og bárum þá saman við áhættuþætti miðaldra fólks. Efniviður og aðferðir: Áhættuþættir fyrir dauða af völdum hjarta- og æðasjúkdóma hjá 515 körlum og 825 konum 70 ára og eldri sem komu í Reykjavíkurrannsóknina á árunum 1991-1996 voru kannaðir. Þeir voru bornir saman við áhættuþætti miðaldra fólks, byggt á niðurstöðum 6.173 karla og 6.818 kvenna á aldrinum 36- 64 ára sem komu í fyrri stig rannsóknarinnar frá 1967. Helstu niðurstöður: Fyrir einstaklinga 64 ára og yngri reyndust sterkustu áhættuþættirnir fyrir dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma vera kólesteról, systólískur blóðþrýstingur (SBÞ) og reykingar, líkt og hjá öðrum Evrópuþjóðum í svokölluðu European SCORE project. Auk þess var sykursýki mikilvægur þáttur HR=1,7(1,4-2,1). Hjá eldra fólki var kólesteról ekki marktækur áhættuþáttur. Systólískur blóðþrýstingur reyndist aðeins vera áhættuþáttur ef tekið var tillit til blóðþrýstingsmeðferðar og taka þurfti tillit til fyrri reykinga þegar reykingar voru metnar. Sykursýki var enn sterkur áhættuþáttur HR=1,6 (1,1-2,2). Aðrir áhættuþættir sem voru sterkari í eldra fólki voru prótein í þvagi (þvagstrimill) HR=1,4 (1,0-2,0) og hvíldarpúls hraðari en 80 HR 1,5 (1,1-2,2), auk þess sem líkamleg hreyfing var verndandi HR=0,6 (0,5-0,9). Ályktanir: Áhættuþættir aldraðra fyrir dauðsföllum af völdu hjarta- og æðasjúkdóma eru ólíkir áhættuþáttum yngra fólks. Hefðbundnir áhættuþættir hætta sumir að hafa forspárgildi eða vægi þeirra minnkar. Aðrir áhættuþættir koma fram sem nýtast við áhættumat fyrir eldra fólk. E 19 Langtímanotkun kvenhormóna og tengsl við magn kalks í kransæðum og staðfests kransæðasjúkdóms í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES) Aðalsteinn Guðmundsson'2, Miran Chang1, Thor Aspelund1, Vilmundur Guðnason1, Gunnar Sigurðsson1-2 1 Hjartavernd, 2Landspítali iulalstg@landspitlai.is Inngangur: Óvissa ríkir um forvarnargildi langtímanotkunar kvenhormóna eftir tíðahvörf með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma í kjölfar bandarísku Womens Health Initiative rannsóknarinnar. Markmið þessarar rannsóknar er að meta tengsl langtímanotkunar kvenhormónsins estradíóls við magn kalks í kransæðum og staðfests kransæðasjúkdóms hjá eldri konum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið er 1.108 konur á aldrinum 67-84 ára meðal fyrstu 2.300 þátttakenda í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar tímabilið 2002-2003. Hópur kvenna (n=85) sem hafði tekið estradíól (E2) lengur en fimm ár var borinn saman við hóp (n=814) sem hafði enga fyrri sögu um notkun kvenhormóna og hóp (n=209) sem hafði fyrri sögu um notkun kvenhormóna. Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma voru bornir saman milli rannsóknarhópa. Kalkmagn í kransæðavegg var metið samkvæmt Agatston-stuðli með tölvusneiðmyndatækni. Tilurð kransæðasjúkdóms var metin útfrá skráningu Hjartaverndar á staðfestri sögu um hjartadrep, kransæðavíkkanir og -hjáveituaðgerðir til ársloka 2004. Helstu niðurstöður: Langtímanotendur estradíóls voru marktækt (p<0,05) yngri (72,4 ára) en þær sem höfðu notað kvenhormón áður (74,4 ára) eða aldrei (75,9 ára). Eftir aldurleiðsréttingu voru áhættuþættir kransæðasjúkdóma sambærilegir milli hópanna nema gildi kólesteróls sem var lægra (p<0,05) í estradíóls-hópi. Kalkmagn í kransæðum var marktækt lægra (20) í estradíóls-hópi (p<0,001) borið saman við fyrri notendur (113) og þeirra sem hafði enga fyrri sögu (159) um notkun kvenhormóna. Ekki var munur (p=0,90) á tíðni kransæðasjúkdóms á milli hópanna. Ályktanir: Sterk tengsl eru á milli langtímanotkunar estradíóls og minna magns kalks í kransæðum eldri kvenna. Hins vegar virðist langtímanotkun estradíóls ekki draga marktækt úr tíðni staðfests kransæðasjúkdóms í þessum sama hópi. Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.