Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 47
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ tölfræðilega marktæk. Ekki var marktækur munur á kostnaði milli sjúkrahúsanna. Ef árangur samkvæmt OHS var tekinn með í jöfnuna reyndist kostnaðarlækkunin 45% fræðsluhópi í hag. Ályktanir: Stytting á sjúkrahúslegu eftir mjaðmaliðskipti með leiðbeiningum og fræðslu fyrir aðgerð ásamt stuðningi heima eftir aðgerð virðist lækka kostnaðinn. E 64 Áreiðanleiki og réttmæti tveggja nýrra mjólkursýru- prófa Halldóra Brynjólfsdóttir, Þórarinn Sveinsson Rannsóknastofa í hreyfivísindum, Lífeðlisfræöistofnun HI thorasve@hi.is Inngangur: Loftfirrðarmörk er sá punktur í áreynslu þegar líkaminn hættir að vinna eingöngu loftháð og hluti vinnunnar byrjar að koma frá loftfirrtum efnaferlum með tilheyrandi uppsöfnun úrgangsefna. Upplýsingar um loftfirrðarmork íþrotta- og líkamsræktarfólks eru mikilvægar þegar fylgjast a með framvindu þjálfunar og til að skipuleggja þjálfunina. Það er því mikilvægt fyrir þennan hóp fólks að eiga kost á áreiðanlegri og aðgengilegri mælingu á loftfirrðarmörkunum. Markmið rannsóknarinnar var að meta áreiðanleika og réttmæti tveggja nýrra aðferða (A0,5 mM mjólkursýru og hlaupaprófi) við að meta loftfirrðarmörk og bera þau samana við hefðbundnar mælingar á mjólkursýruþröskuldi og súrefnisupptöku. Efniviður og aðferðir: Pátttakendur voru 100 sjálfboðahðar úr hópi íþróttafólks og líkamsræktarfólks. Hver þátttakandi mætti í tvær til þrjár þolmælingar með tveggja til þriggja daga millibili. Mælingarnar voru þrennskonar: A) 4 mM og A0.5 mM mjólkursýruþröskuldar og hámarkssúrefnisupptaka; B) nýtt hlaupapróf sem er hámarksþrepapróf (0,6 m/s og 7 mín. þrep), og C) mat á mestu stöðugu mjólkursýru. Slembival réði því í h\aða próf þátttakandi fór í hvert skipti. Niðurstöður: Áreiðanleiki allra mælinganna var mjög gó ur (mælivilla=l,l-3,6%CV) og bestur fyrir hlaupaprófið. Allar mjólkursýrumælingarnar voru sambærilegar og allt misræmi á milli þeirra má skýra með óáreiðanleika mælinganna. Samræmtð á milli hlaupaprófsins og mjólkursýrumælinganna var gott (SEE 0,18-0,24 m/s). Samræmið á milli hámarkssúrefnisupptöku og allra hinna mælinganna var minna. Ályktanir: Hlaupaprófið er mjög áreiðanlegt ptól og réttmæti þess á loftfirrðarmörk ágætt en misræmið má skýra með mismikilli loftfirrtri vinnu. E 65 Áreiðanleiki beinbrotaspurningalista og áhrif notkunar þeirra á hreyfigetu og styrkleika mælingar Kristín Siggeirsdóttirli2, Thor Aspelund1, Gunnar Sigurðsson-. Brynjólfur Mogensen’, Miran Changl, Birna Jónsdóttir1, Guðný Eiríksdóttir', Lenore Launer5,Tamara Harriss, Brynjólfur Y. Jónsson6, Vilmundur Guðnason 'Hjartavernd, 2Janus endurhæfing ehf., 3 *Landspítalinn, JDomus Medica, 5Öldrunarstofnun bandaríska Heilbrigðisráðuneytisins, Bethesda. USA. '’bæklunardeild Háskólasjúkrahússins, Málmey, Svíþjóð, ’Háskóli Islands kristin@hjarta.is Inngangur: Faraldsfræðirannsóknir reiða sig mikið á niðurstöður úr spurningalistum. Mikilvægt er að fá vitneskju um áreiðanleika þeirra og hvaða þættir geta haft áhrif á niðurstöður. Markniið: Bera saman niðurstöður fengnar úr spurningalista og beinbrotagagnagrunni Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar með tilliti til áhrifa beinbrota á hreyfigetu og styrkleika og áhrifa vitrænnar getu á nákvæmni upplýsinga beinbrotaspurningalista. Efniviður og aðferðir: Niðurstöður fengnar úr spurningalista frá 2255 manna úrtaki Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar voru bornar sarnan við niðurstöður beinbrotagagnagrunns byggðan á sjúkra- og röntgenskýrslum frá sjúkrahúsum Reykjavíkur og Akureyrar og Domus Medica. Niðurstöður: Næmni og jákvætt forspárgildi fór eftir tegundum brots. Samkvæmni milli beinbrotagagnagrunnsins og spurningalistans var 0,11-0,80 (Kappa). Talsverður fjöldi einstaklinga gaf falskt jákvæð og neikvæð svör. Mikið ósamræmi var varðandi mjaðmabrot. Falskt neikvæð svör voru marktækt oftar tengd skertri vitrænni getu borið saman við þá sem svöruðu rétt (p<0,0001). Niðurstöður samkvæmt spurningalista vanmátu áhrif úlnliðs- hryggjar og mjaðmabrota á hreyfigetu og vöðvastyrk. Vigtaður útþynningarstuðull var 11% (CI 0%,24%) aðlagaður eftir aldri og kyni en minnkaði niður í 6% (CI -10%, 22%) þegar aðlagað var eftir vitrænni getu. Ályktanir: Beinbrotaspurningalistinn er tiltölulega áreiðanlegur varðandi öll brot nema mjaðmabrot. Spurningalistinn hefur tilhneigingu til að útþynna áhrif beinbrota á hreyfifærni og styrkleika. Þeim mun meira sem áhrifa á ofangreindar mælingar gætir er mikilvægara að nota beinbrotagagnagrunninn. E 66 Bein - örvaðu eða það hörfar Fjóla Jóhannesdóttir1-2, Þóröur Helgason1, Sigurður Brynjólfsson2, Paolo Gargiulo1, Páll Ingvarsson3, Sigrún Knútsdóttir3, Vilborg Guðmundsdóttir3, Stefán Yngvason3 'Rannsóknar- og þróunarstofu Landspítala, 2verkfræðideild Hl, 3endurhæfingadeild Grensás, Landspítala fjolajo@hi.is Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort hægt væri að endurheimta tapaða beinþéttni lærleggs eftir mænuskaða með raförvun. Verkefnið var hluti af alþjóðlegu verkefni sem nefnist RISE. Markmið RISE var að þróa nýja raförvunarmeðferð sem er margfalt öflugri en núverandi staðlar leyfa fyrir sjúklinga með varalegan útlægan mænuskaða. Efniviður og aðferðir: Tekið var GCT skann af þremur karlmönnum með aftaugaða og rýra vöðva ásamt einurn heilbrigðum. Sjúklingarnir raförvuðu læri og kálfa í tvær klukkustundir á dag, sex daga vikunnar í fimm mánuði. Sneiðmyndatökur voru teknar við upphaf og lok tímabilsins. Beinþéttnidreifingar lærleggs og fjögurra þversniða hans voru ákvarðaðar. Beinþéttni var einnig metin fyrir þétt- og frauðbein á eftirfarandi stöðum: lærleggshálsi, lærhnútu, öllum nærenda og fjærenda lærleggs. Einnig voru metnar breytingar á veggþykkt í þversniðunum fjórum. Helstu niðurstöður: Beinþéttni sjúklinganna var talsvert lægri en í heilbrigðum einstaklingi. Rýrnun í frauðbeini var miklu meiri en í þéttbeini og lærleggshálsinn rýrnar mest. Sjúklingurinn sem Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.