Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 35
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ E 31 Greining nýrnaveiki í laxfiskum Sigríður Guðniundsdóttir, Sigurður Helgason, Árni Kristmundsson Rannsóknadeild fisksjúkdóma,Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum s‘ggag@hi.is Inngangur: Nýrnaveikibakterían, Renibacteríum salmoninarum, getur sýkt allar tegundir laxfiska bæði í fersku vatni og sjó. Hún smitast milli einstaklinga og frá kynslóð til kynslóðar í sýktum hrognum. Fiskurinn getur borið smit í langan tíma áður en einkenna verður vart og bakterían lifað vikum saman í umhverfinu. Sjúkdómurinn veldur erfiðleikum í eldi laxfiska víða um heim. Hérlendis olli nýrnaveiki miklu tjóni í laxeldi á árunum 1986-1991. Upp úr þeirn faraldri kom til skjalanna umfangsmikið eftirlit með nýrnaveiki í klakfiski og milli 1992 og 2003 var smit einungis greint í stöku tilfellum, einkurn í villtum klakfiski og matfiski í eldi. Árið 2003 greindist bakterían í seiðaeldisstöð og síðan hefur hún greinst í laxi, bleikju og regnbogasilungi í alls 14 eldisstöðvum. Efniviður og aðferðir: Öll greiningarpróf voru gerð á nýrnasýnum úr laxfiskum. ELISA prófi, sem greinir prótein-mótefnavaka á bakteríunni, var beitt á flot úr öllum nýrnasýnum. Greiningarhæfni mismunandi mótefna í ELISA prófum var könnuð. Þá var notað próf sem litar bakteríuna með flúrljómandi mótefni (DFAT) og PCR greining (nemur kjarnsýrubúta) gerð á hluta sýnanna. Helstu niðurstöður og ályktanir: Næmi greiningarmótefna í ELISA prófum var mjög breytilegt. Einnig var talsvert misræmi milli ELISA prófa og PCR greininga. Næmi DFAT var mun minna. Nauðsynlegt er að prófa fleiri nýrnasýni auk annarra sýna svo sem hrognavökva og tálknsýna, með að minnsta kosti tvenns konar PCR greiningum og bera saman við ELISA próf. Petta er mikilvægt bæði vegna krafna frá Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun inni, OIE, og til að hafa tiltækt næmt próf sem hægt er að beita á smáan fisk. Nauðsynlegt er að afla meiri vitneskju um líffræði bakteríunnar, samspil hennar við hýsilinn og skilgreina kosti og galla einstakra aðferða á ólíkum stigum sýkingarinnar. E 32 Próteinmengjagreining í þorsklirfum (Gadus morhua) Hólmfríður Svcinsdóttir. Ágústa Guðmundsdóttir Raunvísindastofnun Háskólans holmfrs@hi.is Inngangur: Markmið verkefnisins var að aðlaga þekktar aðferðir próteinmengjagreininga að rannsóknum á próteinmengi lirfa Atlantshafsþorsk (Gadus morhua) og kennigreina helstu prótein próteinmengis þeirra. Með rannsóknunum verður lagður grunnur að upplýsingum um mikilvæg lífefnaferli í frumþroska þorsks. Efniviður og aöferðir: Porsklirfusýni til próteinmengjagreininga voru tekin á 24. degi eftir klak í tilraunaeldisstöð Hafrannsó knarstofnunarinnar í Grindavík. Próteinextrakt úr samsettu þorsklirfusýni var greint með tvívíðum rafdrætti (2DE) og próteinmengið greint með tölvuhugbúnaði. Próteinmagn í sérhverjum depli var staðlað með tilliti til heildarpróteinmagns á geli. Meðalpróteinmagn í depli (n=3) var notað til ákvörðunar á helstu próteinum próteinmengis þorsklirfa. Áhugaverðir deplar (próteinmagn >0,5% af heildarmagni próteins á geli) voru sneiddir út úr geli, meltir með trypsíni og peptíðin greind með MALDI-TOF massagreiningu. Peptíðmassarófin voru nýtt við leit í gagnabönkum sem innihalda skilgreind prótein. Niðurstöður: Fjöldi greindra próteindepla á 2DE geljunum með jafnhleðslupunkt á bilinu pH 4-7 og mólmassa frá 6,7-97,3 kDa var 425 til 445. Próteinmagn einstakra greindra depla á geljunum var 0,002-19,2%. Alls innihéldu 25 próteindeplar >0,5% af heildarmagni próteins á geli. Tuttugu próteindeplar voru kennigreindir, þar af fannst samsvörun við fimm skilgreindum þorskpróteinum. Níu af kennigreindu próteindeplunum voru vöðvaprótein. Ályktanir: Fjöldi greindra próteindepla á 2DE geljum (425- 445) sem og kennigreiningarhlutfall upp á 80% staðfesta að aðferðirnar henta vel til rannsókna á próteintjáningu þorsklirfa. Niðurstöður úr kennigreiningum (9 vöðvaprótein) sýna að á þennan hátt mætti fá mikilvægar upplýsingar um þroskun stoðkerfis en vansköpun er algengt vandamál í lirfueldi. E 33 Innbyggðar varnir gegn lentiveirum Katrín Ólafsdóttir, Sigríður Rut Franzdóttir, Ólafur S. Andrésson, Valgerður Andrésdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Kelduni kntrino@hi.is Inngangur: Á síðustu árum er sífellt að koma betur í ljós að lífverur hafa komið sér upp ýmsum vörnum gegn veirusýkingum. Veirurnar hafa á hinn bóginn þróað tæki til að komast hjá þessum vörnum. Nýlega hefur komið fram að mannafrumur hafa prótein sem eyðileggur erfðaefni retróveira jafnóðum og það myndast með því að afamínera cýtósín í uracil í einþátta DNA. Þetta prótein nefnist APOBEC3G. Lentiveirur hafa komið sér upp mótleik við þessu, sem er próteinið Vif, sem eyðileggur þennan afamínasa. Rannsóknir okkar á Vif úr mæði-visnuveiru hafa leitt í ljós að það sama gerist í kindafrumum. í fyrri rannsókn voru nokkrar stökkbreytingar innleiddar í vif gen mæði-visnuveiru. Breytingar bæði á C- og N-helmingi Vif próteinsins höfðu áhrif á sýkingarhæfni veiranna sem rekja mátti til aukinnar tíðni G-A stökkbreytinga í veirunum en þær eru vísbendingar um afamíneringu cytidíns. Ein innleidd breyting á C-helmingi Vif hafði engin áhrif ein og sér en dró úr sýkingarhæfni veiranna þegar hún var klónuð í veiru með breytt hylkisprótein (CA-Vif). í þessu verkefni var kannað hvort minnkuð sýkingarhæfni þessarar veiru væri vegna afamíneringar. Efniviður og aðferðir: Kinda-fósturliðþelsfrumur voru sýktar með CA-Vif stökkbreyttri veiru og 428 basa bútur úr innlimuðu veiru- DNA var magnaður upp með PCR, klónaður og raðgreindur. Þrjátíu og sex klónar voru raðgreindir, það er 14.400 basar í heildina. Niðurstöður og ályklanir: Veirur með þessar stökkbreytingar í CA og Vif urðu ekki fyrir afamíneringu. Niðurstöðurnar benda því til þess að Vif gegni fleiri en einu hlutverki og að fleiri frumuþættir en cytidín deamínasar komi þar við sögu. Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.