Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Qupperneq 41
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ að aðrir ferlar innan frumunnar geti bætt upp breytta virkni stökkbreyttu próteinanna eða að önnur fosfórunarset geti tekið við af Ser73 og 409 þegar þau vantar. Hver sem skýringin kann að vera þá undirstrika niðurstöðurnar að ekki er alltaf hægt að yfirfæra niðurstöður úr in vitro rannsóknum yfir á flóknar fjölfrumalífverur. E 48 Mitf umritunarþátturinn tengist þ-catenin til að ákvarða tjáningu markgena Alexander Schepsky', Katja Bruser2, Gunnar J. Gunnarsson1, Jane GoodalD, Jón H. Hallsson1, Colin R. Goding3, Eiríkur Steingrímsson1, Andreas Hecht2 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeild HÍ, 2Institute for Molecular Medicine and Cell Science, University of Freiburg, Þýskalandi, 3Signal transduction laboratory, Marie Curie Research Institute, The Chart, Oxted, Surrey, Bretlandi A. Schepsky@mcri.ac. uk Inngangur: Proskun, viðhald og fjölgun litfrumna, sem mynda lit í húð og hárum, er algerlega háð virkni Mitf (microphthalmia- associated transcription factor) umritunarþáttarins. Mitf gegnir veigamiklu hlutverki í endurnýjun og viðhaldi á litstofnfrumum auk þess sem tjáning Mitf er aukin í sortuæxlum. Sýnt hefur verið að Mitf örvar umritun ýmissa ólíkra gena í óskyldum frumum en hvernig starfsemi Mitf er stjórnað í hinum ýmsu frumum er ekki ljóst. Ein skýringin gæti falið í sér samspil á milli Mitf og annarra hjálparpróteina. Til að einangra slíka þætti notuðum við Yeast-2-hybrid aðferðina. Meðal þeirra próteina sem fundust var þ-catenin sem er lykilsameind í Wnt-háðum boðleiðum. Örvun Wnt boðleiðarinnar hefur þau áhrif að þ-catenin flyst inn í kjarna þar sem það myndar flóka með Lefl/Tcf umritunarþáttunum og virkjar umritun markgena. Hugsanlegt er að svipað eigi við um starfsemi Mitf gensins og að virkni þess sé háð samstarfi við þ- catenin. Samstarf þessara próteina gæti skipt máli fyrir þroskun litfrumna eða í æxlismyndun. Markmið þessarar rannsóknar var að skilgreina samskipti Mitf og þ-catenin próteinanna og meta áhrif þessara samskipta á umritunarvirkni Mitf próteinsins. Efniviður og aðferðir: Samskipti próteinanna voru staðfest og skilgreind nánar með co-immunoprecipitation, GST pulldown og Yeast-2-hybrid aðferðum. Stökkbreytigreining sýndi að þ-catenin binst Mitf í gegnum armadillo-svæðið og að helix 1 svæðið í Mitf er mikilvægt fyrir samskipti próteinanna. Yfirtjáning Mitt Riinnkar umritunarvirkni þ-catenin en yfirtjáning á þ-catenin eykur umritunarvirkni Mitf. ChlP aðferðin staðfesti að þ-catenin gæti bundist Mitf markgenum í frumum og siRNA aðferðin sýndi að p-catenin þarf Mitf til að geta bundist. Niðurstöður og ályktarnir: Við höfum sýnt að samskipti þ- catenins og Mitf eiga sér stað í kjarna litfrumna og að þessi samskipti draga úr umritunarvirkni þ-catenin frá þ-catenin/LEFl sértækum stýrlum en auka umritun frá Mitf sértækum stýrlum. Rannsóknir okkar veita því nýja innsýn í stjórn á umritunarvirkni Mitf próteinsins og áhrif á þroskun litfruma og æxlismyndun. E 49 Greining og hámörkun gæða flókinna PCR hvarfa með tvívíðum lögunarháðum rafdrætti Guðmundur H. Gunnarsson1'2, Bjarki Guðmundsson2, Hans G. Þormar13, Jón Jóhannes Jónsson1 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2Lífeind ehf., 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala hans@hi.is Inngangur: PCR á flóknum kjarnsýrusýnum er eitt af lykilskrefum í nútíma lífvísindum. Það er til dæmis notað þar sem lítið er af upphafserfðaefni fyrir fósturvísagreiningar, við myndun cDNA safna fyrir örsýnaraðsafnagreiningar, fyrir frádráttarblendingu og fyrir samanburð á erfðamengjum (comparative genomic hybridization, CGH). Þrátt fyrir þessa miklu notkun flókinna PCR hvarfa hefur engin tækni rutt sér til rúms til að greina afurðir þessara hvarfa með nægjanlega skilvirkum hætti. Við kynnum hér niðurstöður úr greiningum á flóknum PCR hvörfum með tvívíðum þáttaháðum rafdrætti (2D-SDE). Efniviður og aðferðir: Notuð voru flókin PCR hvörf byggð á þekktum skerðibútasamsvörunum úr erfðamengi mannsins. Þessi hvörf voru sett upp með mismunandi polýmerösum, mismunandi hringafjölda og mismunandi íbætiefnum. Hvörfin voru skoðuð bæði á venjulegum agarósa- og akrýlamíðgelum og jafnframt greind með 2D-SDE. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður 2D-SDE greininga benda til þess að flókin PCR hvörf séu mjög óskilvirk, sérstaklega með auknum hringafjölda. Magn einþátta DNA í sýnunum er mikið vandamál og getur valdið vanmati á magni og stærðardreifingu afurðanna við venjubundna greiningu á agarósa- eða pólýakrýlamíðgeli. Niðurstöður okkar sýna að með því að skoða flókin PCR hvörf með 2D-SDE megi komast hjá þessum vandamálum. E 50 Söfnun og vinnsla á stofnfrumum ætluðum til stuðnings eftir háskammtalyfjameðferð sjúklinga með eitlakrabbamein og mergfrumuæxli Steinunn J. Matthíasdóttir1, Leifur Þorsteinsson', Björgvin Hilmarsson1, Kristbjörn Orri Guðmundsson', Olafur E. Sigurjónsson1, Erna Guðmundsdóttir1, Svala Karlsdóttir1, Guðmundur Rúnarsson2, Sigrún Reykdal2, Hlíf Steingrímsdóttir2, Þórunn Sævarsdóttir2, Þorbjörn Jónsson1, Sveinn Guðmundsson1 'Blóðbankinn, 2blóðlækningadeild Landspítala steinmat@lsh.is Inngangur: Háskammtalyfjameðferð með stofnfrumustuðningi þar sem frumur eru einangraðar frá sjúklingi (autologous) í sjúkdómshléi (remission), hefur verið beitt gegn ýmsum illkynja blóðsjúkdómum um tveggja áratuga skeið. Frumurnar eru ýmist einangraðar úr beinmerg eða blóði eftir tilfærslu úr merg í blóð. Fyrsta aðgerð af þessu tagi var framkvæmd á Landspítala í desember 2003. Efniviður og aðferðir: í lok árs 2005 höfðu 27 sjúklingar hafið meðferð, 18 með eitlakrabbamein (lymphoma) og níu með mergfrumuæxli (myeloma). Tilfærsla á stofnfrumum Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.