Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 46
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ E 61 Meðferð veikra nýbura á Monkey Bay Community Hospital í Malaví Bcrglind Eik Guðimindsdótlir1, Fredrick Kapinga2, Geir Gunnlaugsson1-3 'Læknadeild HI,2Monkey Bay Community Hospital,3Miðstöð heilsuverndar barna berglinc@hi.is Inngangur: Árlega deyja fjórar milljónir nýbura fyrir eins mán- aðar aldur og 99% af nýburadauðanum á sér stað í lágtekjulönd- um og þá sérstaklega í Afríku sunnan Sahara. Fyrirburafæðingar, alvarlegar sýkingar og súrefnisskortur við fæðingu eru aðalástæð- ur hás nýburadauða. Með einföldum og ódýrum aðgerðum er hægt að lækka hann um allt að %. Markmið rannsóknarinnar var að kanna meðferð veikra nýbura í landi í Afríku sunnan Sahara. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum úr sjúkraskýrslum og skrán- ingarbókum var safnað á nýburadeild Monkey Bay Community Hospital (MBCH) í suðurhluta Malaví í mars til apríl 2006. Gögn voru tölvuvædd og úrvinnsla fór fram í Excel. Niðurstöður: Af 34 nýburum sem fæddust á tímabilinu voru 22 (65%) yngri en eins vikna við innlögn. Innlagnarþyngd var ekki skráð fyrir 11 nýbura. Af 34 nýburum nærðust 33 eingöngu á brjóstamjólk. Af þeim 29 sem voru með skráða ástæðu fyrir innlögn voru 24 (83%) grunuð um að hafa nýburablóðeitrun. Gentamísín var gefið 33 nýburum og allir nema sex fengu þar að auki benzýlpensilín. Lyfin voru aldrei gefin bæði í réttum skammti miðað við skráða þyngd og í réttan tíma. Útskriftargreining var blóðeitrun hjá 18 (53%) nýburum, en fyrir 16 þeirra var engin greining skráð. Af 34 nýburum útskrifuðust 23 (68%) heim og voru hitalaus, sex mæður stungu af með nýburana áður en kom að útskrift og tveir (6%) létust. Ályktanir: Flestir nýburanna voru yngri en viku gamlir við innlögn og voru flokkaðir með alvarlegan sjúkdóm. Þaö er jákvætt að nær allir nærðust eingöngu á brjóstamjólk, þar sem brjóstamjólk veitir nýburum vernd gegn sýkingum. Meðferð veikra nýbura á MBCH, þar með talið skráningarferli, vigtun, lyfjagjöf og eftirfylgni var hins vegar ónákvæm og þarf að bæta ef árangur á að nást í að lækka nýburadauðann. E 62 Heilsusel í dreifbýli Gíneu-Bissá Jónína Einarsdóttir Félagsvísindadeild HI je@hi.is Inngangur: Heilsa fyrir alla árið 2000 var markmið Alma Ata yfirlýsingar WHO frá árinu 1978. Lögð var meðal annars áhersla á heilsu mæðra og barna, meðferð algengra sjúkdóma og heilsufræðslu. Þátttaka almennings var skilgreind sem grunnstólpi þjónustunnar og svokölluð heilsusel í dreifbýli Afríku sunnan Sahara voru byggð og rekin af þorpsbúum. Sjálfboðaliðar fengu þjálfun í meðferð algengra sjúkdóma og yfirsetukonum var kennd fæðingarhjálp. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hug þorpsbúa til starfs heilsuselja, greina helstu vandamál og finna þætti sem skilja milli vel og illa rekinna heilsuselja í héraðinu Oio í Gíneu-Bissá. Efniviður og aðferðir: Þrjú vel rekin og þrjú illa rekin heilsusel að mati starfsfólks heilsugæslu Oio voru valin. Eigindleg viðtöl voru tekin við 69 þorpsbúa, karlmenn og konur, og fimm hjúkrunarfræðinga sem sáu um eftirfylgd með starfi og menntun sjálfboðaliðanna. Niðurstöður: Þorpsbúum fannst jákvætt að heilsuseljunum fylgdi lægri kostnaður og meiri nálægð borið saman við heilsugæslustöðvar. Þeir töldu kunnáttu sjálfboðaliðanna vera nægjanlega. Þorpsbúar mátu meira meðferð með lyfjum en fyrirbyggjandi aðgerðir. Þar sem heilsusel voru illa rekin voru þorpsbúar tregir til að leggja fé í sjóð til lyfjakaupa og báru við skorti á trausti á sjálfboðaliðunum. Hjúkrunarfræðingarnir áttu stundum í erfiðleikum með að safna fé til lyfjakaupa og afla liðs til að reisa heilsuselin. Skortur á farartækjum hindraði eftirfylgd þeirra með starfinu og sjálfboðaliðar áttu erfitt með að tileinka sér námsefnið vegna ólæsis. Alyktanir:Traust þorpsbúa á þeim sem sjá um starf heilsuseljanna er forsenda þess að þeir leggi fé í sjóð til lyfjakaupa og taki þátt í starfi þeirra. Forsenda góðrar símenntunar sjálfboðaliðanna og eftirfylgd er ásættanlegur aðbúnaður þeirra sem hana annast. E 63 Hagkvæmari eftirmeðferð eftir mjaðmaliðskipti. Kostnaðargreining í slembiúrvalsrannsókn Kristín Siggeirsdóttir'2, Eyjólfur Sigurðsson3, Halldór Jónsson Jr.4 Vilmundur Guðnason1-5, Þórólfur Matthíasson3, Brynjólfur Y. Jónsson6 'Hjartavernd,2Janus endurhæfing ehf., 3hagfræðideild HÍ. JLandspítalinn, 5Háskóli íslands, 6bæklunardeild Háskólasjúkrahússins í Málmey, Svíþjóð kristin@hjarta. is Inngangur: Fyrirsjáanleg fjölgun gerviliðaaðgerða á mjöðm og aukinn kostnaður þrýsta á hagræðingu og minnkuð útgjöld á hverja aðgerð. Markmið: Bera saman kostnaðarliði við hefðbundna og nýja eftirmeðferð við mjaðmaliðskipti. Efniviður og aðferðir: Kostnaðargreining var gerð á 50 sjúklingum sem fóru í aðgerð á árunum 1997-2000 á Landspítala (29) og SjúkrahúsiAkraness(21).Slembiúrvalvarnotaðtilaðskiptahópnum í samanburðarhóp (23) og fræðsluhóp (27). Fræðsluhópurinn fékk fræðslu fyrir aðgerð, var útskrifaður á fimmta til sjöunda degi ef engir fylgikvillar komu upp og fékk leiðbeiningar heima eftir útskrift. Engin breyting var gerð á samanburðarhópnum. Hóparnir héldu mjaðmadagbók þar sem allur kostnaður var skráður eftir að heim var komið. Árangur meðferðarinnar var mældur með Oxford Hip Score (OHS). Kostnaður fyrir allt tímabilið var umreiknaður samkvæmt gengi ársins 1999. Niðurstöður: Meðaltalskostnaður meðan á sjúkrahúsveru stóð var 423.800 kr. hjá fræðsluhóip og 528.400 kr. hjá samanburðahópi. Heildarkostnaðurinn var 464.000 kr. að meðaltali hjá fræðslu- hópnum og 670.200 kr. hjá samanburðarhópnum. Sé meðaltals útlagður kostnaður sjúklinganna meðtalinn var kostnaður fræðsluhópsins 693.500 kr. og samanburðarhópsins 969.500 kr. p=0,0001) eða 28% hærri. Þegar tekið var tillit til allra þátta sem haft gætu áhrif á niðurstöðurnar í aðfallsjöfnu (regression analysis) og notað “Ramsey reset test” kom í ljós að breytan “hópur” var Læknablaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.