Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 8
8 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Vinnutíminn fer í ekkert. Dagur er að kveldi kominn og í sannleika sagt hefur allur dagurinn farið í vitleysu. Tölvubréf hafa flogið fram og til baka og ófáar netsíður hafa verið opnaðar. En er það vinna að vafra bara um Netið og skiptast á bréfum? Gleyma sér við að skoða fargjöld til sólarlanda og breytingar á húsnæðisverði? Já, og lesa slatta af bloggi um pólitík. Nei. Þetta er bara vitleysa. Athyglin hefur beinst að öllu öðru en vinnunni. En það er hægt að bæta árangurinn í vinnunni. Þetta eru ráð sem gætu minnt á söguna af Munchausen þegar hann reif sig og hestinn á hárinu upp úr feninu. Það er auðvelt að lenda í feni agaleysis og ódugnaðar ef menn standa ekki með svip- una yfir sjálfum sér. Og ekkert er verra í vinnu nútímamannsins en freistingar Netsins. Sænska stjórnunarvefritið chef.se hefur nokkur góð ráð gegn útideyfum í vinnunni: Talan þrír er töfratala. Ef menn setja sér að leysa þrjú verkefni á dag lætur árangurinn ekki á sér standa. Þessi þrjú verkefni er rétt að skrifa niður á blað og ef hugurinn tekur að reika þá er að beina sjónum að blaðinu: Hvernig gengur með verkefnin þrjú? Verkefnablaðið á borðinu er nefnilega vinur þinn þótt það líti út eins og harðstjóri. Og hafa ber í huga að afköstin verða ekki endilega meiri þótt verkefnum á listanum sé fjölgað. Þá er hætta á að menn vaði úr einu í annað og ljúki engu. Láttu tölvupóstinn vera. Það er ótrúlega handhægt að nota tölvupóst en oft er hann líka tímaþjófur. Það dreifir athyglinni að skipta stöðugt á milli póstsins og vinn- unnar. Rannsóknir sýna að það tekur stundar- fjórðung að snúa sér frá einu verki að öðru. Í hvert sinn sem þú grípur í póstinn tapar þú stundarfjórðungi af vinnutíma þínum. Reyndu heldur að einbeita þér að vinnunni í minnst einn klukkutíma samfleytt og láttu tölvupóstinn vera á meðan. Sama er að segja um lestur á Netinu. Það er ekki hægt að skila fullum afköstum og fylgjast með öllum netfréttum um leið. Bókaðu einn fund með sjálfum þér í hverri viku. Þennan fund þarf að bóka eins og aðra fundi. Ef þú vinnur á opinni fjöldaskrifstofu skaltu láta þá bóka lokað fundarherbergi fyrir þig. 20 mínútna fundur er nóg. Til fund- arins mætirðu með dagbók þína og verk- efnalista. Þú spyrð þig hvernig þér hafi gengið í liðinni viku. Ertu sáttur við árang- urinn? Síðan spyrðu þig hvaða verkefni séu mikilvægust í þessari viku. Verðurðu að for- gangsraða? Og mundu að ef þú vinnur fimm daga í viku þá er nóg að setja sér 15 verk- efni fyrir vikuna: Þrjú á dag er nóg! ÞRJú MáL á DAg ER Nóg S T J ó R N U N A R M o L I TExTI: gísli kristjánsson VINNUTÍMINN FER Í EKKERT:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.