Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 9
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 9 Það er heldur döpur stemning á vinnu- staðnum. Fólkið stendur í skítkasti sín í milli og illindum í stað þess að horfa fram á veg. Mórallinn er hræðilegur – bara kreppa og kjaftasögur. Þó segir enginn beinlínis að eitthvað sé að. Það er bara ekkert gaman í vinnunni lengur. Stjórnunarfræðingar segja að oft birtist þessi leiði á vinnustað fyrst í pirringi út í ýmis smáatriði. Kaffivélin verður oft fyrst fyrir barðinu á óánægjunni. Hún er ómöguleg og kaffið vont. En það bjargar engu að kaupa nýja kaffivél. Vandinn er annar. Sænski stjórnunarfræðingurinn Jonas Elfort Andersson hefur sérhæft sig í þessum vanda: Hvernig á að bæta starfsandann á vinnustað? Hann segir að stjórnendur í fyrirtækjum verði fyrst að horfa eftir duldum merkjum þess að eitthvað sé að á vinnustað. Öllum er illa við kaffivélina. Það er eitt teikn. Margt annað getur líka gefið vísbendingar um óánægju í gerjun. Jónas nefnir þessi þrjú teikn: Fundum lýkur aldrei almennilega. Eftir að fundi lýkur byrja starfsmennirnir að tala sín í milli um allt það sem ekki var sagt á fundinum. Þegar skoðanir eru skiptar tala starfs- mennirnir hver um annan – en ekki hver við annan. Starfsmennirnir reyna að koma sér upp eigin yfirráðasvæðum og vinna ekki saman. Séu öll þessi teikn á lofti í fyrirtækinu má ekki dragast að gripið sé til aðgerða. Hvað er til ráða? ● láttu ekki óánægjuna fara í taugarnar á þér þótt þér finnist aðfinnslur fólksins smá- smugulegar. Reyndu heldur að komast að því hvað sé að í fyrirtækinu. Pirringur vegna hversdagslegra hluta á sér yfirleitt dýpri rætur. ● Fáðu fólkið til að tala um vandamálin. Þá kemur sannleikurinn oft í ljós. Og ekki láta sem þú sért sá/sú sem skilur vand- ann best. Og ekki gleyma heldur að augljós ástæða fyrir óánægju er ekki endilega sú rétta. Það er hægt að kenna kreppunni um allt – en það er ekki allt henni að kenna. ● Hreinskilni borgar sig. Það er best að hafa sjálf(ur) frumkvæðið að umræðum um vandann. Segja hreinskilnislega að þér líki enn andinn á vinnustaðnum og viljir gera eitthvað í málinu. Og mundu að láta umræðuna ekki snúast um smáatriði – eins og kaffivélina – heldur stærri vanda. Spyrðu fólkið hreinskilnislega hvað því finnist að. ● Vandinn verður ekki leystur í eitt skipti fyrir öll. Það er ekki nóg að fá einhverjar hugmyndir um vandamálin og reyna síðan að leysa hann endanlega. Það verður að halda umræðunni gangandi. Ágætt er að hafa einn fund í viku þar sem starfsandinn er ræddur. ● Biddu um hjálp. Ef þér finnst sem þú getir ekki ráðið fram úr vandanum sjálf(ur) er ekkert að því að biðja um hjálp. Leitaðu til kunnáttufólks utan fyrirtækis. ● Hugsaðu til framtíðar. Það eru viss atriði sem fyrr eða síðar valda óánægju og spennu í fyrirtækjum. Til dæmis leiða of stórir vinnuhópar til þess að einhverjir verða utanveltu og óánægðir. Það kann heldur aldrei góðri lukku að stýra að láta einn mann hafa tvo yfirmenn. Forðastu þetta og sjáðu til þess að fólkið búi við góða aðstöðu til að leysa verkefni sín. ● gríptu daginn. Menn eiga ekki alltaf að hugsa til framtíðar. Leyfðu fólki að láta gamminn geisa á fundum og ekki grípa inn í þótt umræðan fari út af sporinu. Reyndu heldur að hvetja þá sem eru hressastir í hópnum. Og það hefur góð áhrif á starfs- andann að gera skemmtilega hluti saman utan vinnu. S T J ó R N U N A R M o L I TExTI: gísli kristjánsson EKKI KAFFIVéLINNI Að KENNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.