Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 19
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 19 Forsíðugrein Ljósið í myrkrinu Egill Jóhannsson. Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar: Jákvæðnin má ekki snúast upp í klisjur Sókn okkar í jákvæðni má auðvitað ekki snúast upp í klisjur, óraunsæi og sköpun ímyndar sem á sér enga stoð í raunveru- leikanum. Höldum okkur á jörðinni um leið og við horfum jákvætt inn í framtíðina. Mér finnst rigningin góð, hugsaði Snorri Sturluson eflaust þegar regndroparnir féllu á koll hans, enda trygging fyrir öruggu aðgengi að hreinu og fáránlega ódýru vatni þúsund árum seinna fyrir afkomendur hans. Aðgengi að ódýrri og endurnýjanlegri orku er ómetanlegt á tímum sífellt dýrari og takmarkaðri orkukosta. Klisjurnar um sterkustu mennina og fallegustu konurnar heyr- ast varla lengur. Það er þó engin klisja að náttúran íslenska er gjöful og öðruvísi en náttúra annarra landa. Í kjölfar Hrunsins eru íslenskar náttúruperlur enn á sínum stað. Bara frægari. Margar þjóðir standa okkur langt að baki hvað varðar sveigjanleika vinnumarkaðar, mannauðsins, en þrátt fyrir það eru réttindi launþega með því besta sem þekkist. Af botninum er besta spyrnan á meðan maður gefst ekki upp og áttar sig á því að það er auðveldara að stjórna, breyta og skapa hugmyndir í kreppu en góðæri. Í Hruninu liggur tækifæri til að sýna umheiminum að við munum rísa aftur upp á fæturna og byggja upp sjálfbært samfé- lag sem byggir á opinni, gagnrýninni umræðu og gagnsæi, með góðu aðgengi að upplýsingum. Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop: Ísland skýst eins og korkur upp úr kafinu Vandamál eru hvati að nýjum uppgötvunum og stofnun nýrra fyrirtækja. Kreppu fylgir stóraukið framboð á krefjandi vanda- málum og þannig aukinn hvati til að stofna ný fyrirtæki á ýmsum sviðum. Sum þessara nýju sprotafyrirtækja geta orðið stór- fyrirtæki eftir nokkur ár. Munum að Marel, Össur og CCP voru eitt sinn sprotar. Atvinnuleysi örvar vöxt sprotafyrirtækja. Þegar vinna er næg og laun há er lítill hvati til þess að segja upp og stofna eigin fyrirtæki. Nú dusta menn rykið af gömlu hugmyndunum og slá til. Óvíða er auðveldara og ódýrara að stofna fyrirtæki en á Íslandi. Njótum trausts. Dohop ehf. er útflutningsfyrirtæki og á því í daglegum samskiptum við stór og smá fyrirtæki erlendis. Ófarir íslenska bankakerfisins hefur ekki á nokkurn hátt dregið úr trausti útlendinga til okkar eða vilja þeirra til að eiga viðskipti við okkur. Fjármagn er til og það leitar að góðum fyrirtækjum og fjár- festingatækifærum. Þekking og færni Íslendinga til að grípa viðskiptatækifæri hefur aldrei verið meiri. Ísland mun skjótast eins og korkur upp úr kafinu. Til fróðleiks: Fyrirtækið Dohop rekur ferðaleitarvélina www.dohop.com. Frosti Sigurjónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.