Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Síða 22

Frjáls verslun - 01.02.2009, Síða 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Ljósið í myrkrinu Forsíðugrein Sími: 580 4000 | Myndsendir: 580 4099 | skrifstofa@live.is | www.live.is EFNAHAGSREIKNINGUR Í ÁRSLOK Í milljónum króna 2008 2007 Innlend skuldabréf 96.085 87.009 Sjóðfélagalán 39.363 32.340 Innlend hlutabréf 3.628 56.883 Erlend verðbréf 87.307 84.398 Verðbréf samtals 226.383 260.630 Bankainnistæður 36.050 5.958 Eignarhluti í Húsi verslunarinnar 268 281 Rekstrarfj ármunir og aðrar eignir 73 46 Skammtí makröfur 2.010 2.454 Varúðarf. v/gjaldm.varnarsamn.1) -15.674 0 Skammtí maskuldir -349 -300 Hrein eign sameignardeild 242.672 262.609 Hrein eign séreignardeild 6.089 6.460 Samtals hrein eign 248.761 269.069 BREYTINGAR Á HREINNI EIGN Í milljónum króna 2008 2007 Iðgjöld 17.100 15.818 Lífeyrir -5.021 -4.256 Fjárfesti ngartekjur -31.994 17.512 Fjárfesti ngargjöld -241 -221 Rekstrarkostnaður -221 -203 Aðrar tekjur 69 70 Breyti ng á hreinni eign á árinu -20.308 28.720 Hrein eign frá fyrra ári 269.069 240.349 Hrein eign ti l greiðslu lífeyris 248.761 269.069 KENNITÖLUR 2008 2007 Ávöxtun -11,8% 7,0% Raunávöxtun -24,1% 1,1% Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) 2,3% 10,6% Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) 3,2% 6,9% Rekstrarkostnaður í % af iðgjöldum 0,92% 0,88% Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,06% 0,05% Lífeyrir í % af iðgjöldum 29,4% 27,1% Fjöldi sjóðfélaga 33.120 32.971 Fjöldi lífeyrisþega 8.662 8.103 Stöðugildi 28,6 27,5 1) Rétt arleg óvissa er um endanlega niðurstöðu uppgjörs samninganna. EIGNIR Eignir sjóðsins námu 248,8 milljörðum í árslok samanborið við 269,1 milljarð árið áður. Á árinu 2008 greiddu 33.120 sjóðfélagar ti l sjóðsins og námu iðgjaldagreiðslur alls 17.100 mkr. Þá greiddu 7.234 fyrirtæki ti l sjóðsins vegna starfsmanna sinna. LÍFEYRIR OG RÉTTINDI ÓBREYTT Tryggingafræðileg útt ekt sem miðast við árslok 2008 sýnir neikvæða stöðu sjóðsins um 7,2% sem er innan þeirra marka sem lög mæla fyrir um. Rétti ndi og lífeyrisgreiðslur haldast óbreytt ar frá síðustu áramótum. Frá 1997 hafa lífeyrisrétti ndi sjóðfélaga verið hækkuð um 21,1% umfram verðlagsbreyti ngar. AFKOMA Ávöxtun á árinu 2008 var neikvæð um 11,8%. Erfi ð- leikar á innlendum og erlendum fj ármálamörkuðum hafa haft neikvæð áhrif á afk omu lífeyrissjóðsins. Fall viðskiptabankanna í október 2008 og óvissa í íslensku efnahagsumhverfi í kjölfarið hefur haft í för með sér niðurfærslu á skuldabréfaeigninni og afskrift ir vegna innlendrar hlutabréfaeignar sjóðsins. Eft ir sem áður er stærstur hluti eigna lífeyrissjóðsins í traustum verðbréfum sem munu halda verðgildi sínu og bera góða ávöxtun ti l framtí ðar. Sjóðurinn átti ekki óveðtryggð skuldabréf/víxla nokkurra fyrirtækja sem verið hafa í frétt um að undanförnu t.d. Stoða, Landic Property, Nýsis, Milestone, Baugs, Teymis, 365, Kögun, Mosaic Fashions og Atorku. Skuldabréf eft irtaldra útgefenda, í eigu sjóðsins, voru ti l varúðar færð niður að hluta og/eða öllu leyti ; Exista, Fl Group, Samson og Eimskip. Ekki var talin ástæða ti l að færa varúðarafskrift ir vegna skuldabréfa eft irtalinna útgefenda; Skipti (Síminn), Alfesca, Tryggingamiðstöðin, Landsvirkjun, RARIK, Bakkvör, Orkuveita Reykjavíkur, og HB Grandi. LÍFEYRISGREIÐSLUR Á árinu 2008 nutu 8.662 lífeyrisþegar lífeyrisgreiðslna að fj árhæð 5.021 milljónir. Lífeyrisgreiðslurnar árið áður námu 4.256 milljónum og hækkuðu þær því um 18% milli ára. Lífeyrisgreiðslurnar eru verðtryggðar og taka mánaðarlega breyti ngum vísitölu neysluverðs. SÉREIGNARDEILD Alls átt u 40.670 einstaklingar inneignir í árslok 2008 sem nam 6.089 mkr. Ávöxtun var neikvæð um 11,8%. FJÁRFESTINGAR Á árinu 2008 námu kaup á innlendum skuldabréfum umfram sölu 13.582 mkr. Sala innlendra hlutabréfa umfram kaup nam 5.996 mkr. Sala erlendra verðbréfa umfram kaup nam 13.574 mkr. STJÓRN Gunnar P. Pálsson, formaður Helgi Magnússon, varaformaður Benedikt Kristjánsson Benedikt Vilhjálmsson Bogi Þ. Siguroddsson Hrund Rudolfsdótti r Ingibjörg R. Guðmundsdótti r Jóhanna E. Vilhelmsdótti r Forstjóri er Þorgeir Eyjólfsson � ����� ����� ����� ����� ���� ���� ���� ���� �� �������������� ���� ������� ��������� ��������������� ����������������� ����������� ����������� ��������� ����������������� ������������ ����������� �� ��� ��� ��� �� ��� �� ��������������� ��� � ������� ������� ������� ���� ���� ���� ���� �� �������������� ���� ÁRSFUNDUR Ársfundur sjóðsins verður haldinn mánudaginn 25. maí nk. kl. 17.00 á Grand Hótel. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar. Inneignir í séreignardeildHöfuðstóll Skipti ng verðbréfaeignar 2008 Starfsemi á árinu 2008 www.live.is Skrifstofa sjóðsins er opin frá kl. 8.30 – 16.30, Húsi verslunarinnar 5. hæð, 103 Reykjavík Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins: Hvorki farsóttir né náttúruhamfarir hafa riðið yfir Augljóslega hafa verið gerð stór mistök hér á undan- förnum misserum. Mín tilfinning er að áfallið sé það stórt að það sé óumflýjanlegt að við sem þjóð drögum lærdóm af þeim hrakförum. Gallar okkar litla samfélags voru opin- beraðir og við hljótum að taka á þeim og forðast að falla í sömu gryfju aftur. Ég er hins vegar sannfærður um að það séu mörg tækifæri í stöðunni. Á undanförnum árum hefur banka- kerfið gleypt megnið af ungu hæfileikaríku fólki sem útskrifast úr háskólum landsins og fyrir vikið hafa mörg önnur smærri fyrirtæki ekki getað keppt við bankana um hæfileikaríkt fólk. Þannig hefur e.t.v. vantað súrefni fyrir sprota- og framleiðslufyrirtæki. Nú vonar maður að það verði meira jafnvægi í þessu. Vonandi spretta upp fleiri smærri frumkvöðlafyrirtæki og augljóslega verður auðveld- ara fyrir góð fyrirtæki, þar sem raunveruleg verðmæta- sköpun er, að fá gott fólk til starfa. Í landinu eru glæsileg og sterk fyrirtæki eins og Marel, Össur og CCP sem hafa möguleika á að vaxa enn frekar og dafna. Það bendir allt til þess að stór hluti þeirra sem misst hafa vinnuna að undanförnu nýti tímann og sæki sér frek- ari menntun. Það bendir til þess að þjóðin muni ekki láta bugast heldur nýti þessa ágjöf til að læra af mistökunum og styrkja sig. Einn helsti styrkleiki þjóðarinnar er hátt menntunarstig hennar og þar eigum við að halda áfram að styrkja okkur. Þrátt fyrir áföllin undanfarna mánuði þá blómstrar menningin og ég er sannfærður um að blómlegir tímar séu framundan þar. Mín tilfinning er að orðræða verði opnari en verið hefur og að þjóðin sé orðin gagnrýnni en áður. Það verða gerðar meiri kröfur til stjórnmálamanna, til forsvarsmanna atvinnu- lífsins, til listamanna og annarra. Það verða gerðar kröfur um gegnsæi og heiðarleika. Þetta er jákvætt og á að styrkja okkur. Við þurfum bara að gæta þess að missa ekki eldmóð, dugnað og bjartsýni sem hafa verið meðal þeirra kosta sem oft hafa verið álitnir einkenna Íslendinga. Þótt staðan nú sé vissulega alvarleg, þá hafa hvorki náttúruhamfarir né farsóttir riðið yfir. Við hljótum því að sigrast á þessari þraut eins og öðrum sem við höfum staðið frammi fyrir. Magnús Geir Þórðarson. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks: Lærdómurinn er dýrmætur Ísland fór á mettíma úr því að vera ein allra fátækasta þjóð í Evrópu í það að verða ein sú ríkasta. Það hefur reyndar einnig tekist á mettíma að fara með fjármálakerfið á hausinn. Lærdómurinn er dýrmætur og til lengri tíma er líklegt að lærdómurinn af þessari reynslu leiði þjóðina til farsælli framtíðar. Sú hraða þróun sem einkennt hefur hag- og viðskiptasögu Íslands ætti að hafa kennt Íslendingum mikið ef við viljum læra. Lærdómurinn má hins vegar ekki vera byggður á „skoðunum“ eða upphrópunum heldur staðreyndum eða bestu upplýs- ingum. Við höfum haft tækifæri til að læra hratt og það gæti orðið það dýrmætasta sem þjóðin hefur sem nesti inn í framtíðina. Eyþór Ívar Jónsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.