Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Síða 24

Frjáls verslun - 01.02.2009, Síða 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Ljósið í myrkrinu Forsíðugrein Rúbín kaffi er unnið úr völdum hágæða kaffibaunum frá hásléttum þekktustu kaffisvæða heims, Kólumbíu, Brasilíu, Kosta Ríka, Mið-Ameríku og Afríku. við fyrsta hanagal! i í i Svava Johansen, eigandi NTC: Fátt er svo með öllu illt Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Við erum að fara í gegnum verstu kreppu sem við höfum upplifað; gerum ekki lítið úr því. En það er margt jákvætt í stöð- unni. Gengi krónunnar hefur styrkst og ég held að gjald- eyrishöftin verði áfram vegna efiðra gengismála. Þrátt fyrir hrunið hafa birgjar erlendis sýnt okkur Íslendingum mikið traust og við höfum náð að sýna þeim að við siglum í rétta átt. Glatað traust hefur unnist til baka. Atvinnulífið hefur náð að greiða fyrir innfluttar vörur þrátt fyrir bankahrunið. Vöruskiptajöfnuðurinn er jákvæður fimmta mánuðinn í röð og það er byrjunin á uppbyggingu gjaldeyrisforðans og getu til að greiða af erlendum skuldum. Verðbólgan er að hjaðna. Það að vísitala neysluverðs lækki á milli mánaða kemur sér vel fyrir skuldug heimili og fyrirtæki. Lítið má þó út af bregða vegna gengis krónunnar. Ég trúi því að stýrivextir lækki mjög hratt á næstu mán- uðum og verði komnir í um 8% í árslok. Fólkið í landinu er okkar helsta auðlind. Þetta er undir okkur sjálfum komið. Rétt hugarfar og góð menntun fleytir okkur í gegnum þetta. Vinnumarkaðurinn er sveigjanlegur. Það er margt jákvætt að gerast í íslenskum hugbúnaði og hönnun. Það er að komast aftur í tísku að kaupa íslenska hönnun í húsmunum jafnt sem fatnaði. Íslenskt já, takk, skipar núna verðugri sess. Hinar dýrmætu náttúruauðlindir gefa okkur sam- keppnisforskot. Orkan og fiskimiðin eru örugglega verð- mætari en við gerum okkur grein fyrir. Náttúran laðar að erlenda ferðamenn. Það eru tækifæri. Breytt hugarfar og ný gildi eru líklegast stóri lærdóm- urinn af þessum hremmingum. Fólk kann betur að meta það sem það fær út úr lífinu. Fjölskyldu- og vinasam- bönd vega þyngra og fleiri leggja upp úr því að rækta sinn innri mann. Hraðinn var orðinn of mikill og margt var orðið allt of sjálfsagt. Ég finn sjálf fyrir meiri gleði yfir öllum sigrum, hversu litlir sem þeir eru. Ég vona að svo sé um fleiri. Þetta eru hremmingar en fátt er svo með öllu illt. Svava Johansen.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.