Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9
k a u p a u k a r
7. Bólan náði til íslands. Á Íslandi
hættu bankar að líta á hlutverk sitt sam-
kvæmt gömlum bankasjónarmiðum –
heldur tóku þeir atvinnulífið í sínar hendur.
Bankarnir urðu aðalleikararnir á sviðinu
og urðu mjög ákafir. Bankarnir fjárfestu
sjálfir í fyrirtækjum, skiptu þeim upp, seldu
þau eða sameinuðu. Fundu nýja eigendur,
endurfjármögnuðu og seldu þau til fjár-
festa sem áttu ef til vill ekki svo mikið fé
og seldu ekki neinar af fyrri eignum sínum.
Það gerði ekkert til. Bankarnir lánuðu fyrir
kaupunum og veðin voru í hlutabréfunum
sjálfum. Yfirleitt var það eigið fé, sem lagt
var fram á móti, líka tekið að láni. Þegar
bréfin hækkuðu myndaðist ný veðstaða
í bréfunum og hægt var að lána út á þau
aftur.
8. Bankarnir tóku snúning á
nánast öllum fyrirtækjum á íslandi
og fundu nýja eigendur að þeim; til að geta
lánað þeim og fjármagnað kaupin. Allt gekk
út á hraða, áhættu og endurfjármögnun
fyrirtækja; allt gert til að hámarka hagnað
bankanna þótt það kostaði stórauknar
skuldir atvinnulífsins.
9. Bankarnir æddu áfram. Þeir kapp-
kostuðu að taka erlend lán til að geta lánað
þau aftur. Peningunum varð að koma í lóg.
Bankarnir lánuðu grimmt fyrir útrásinni.
Þeir lánuðu til helstu fyrirtækja og fjár-
festa landsins til að halda útrásinni áfram.
Útrásin þýddi að hlutabréfaverð útrásar-
fyrirtækjanna snarhækkaði – og það þýddi
að bankarnir græddu líka. Bankamenn
héldu áfram að fá háa bónusa og feita kaup-
auka.
10. Áfram héldu bankar og banka-
menn að græða á tá og fingri.
Bankamennirnir fengu feita kauprétt-
arsamninga og bónusa sem tengdust
afkomu bankanna, auk þess sem þeir fengu
bónusa fyrir að landa samningum, „pakka
inn dílum“ og fyrir að taka snúning á nán-
ast öllum fyrirtækjum og endurfjármagna
þau.
11. heimur bankamanna var nýr
heimur á íslandi. Það mátti sjá í Tekju-
blaði Frjálsrar verslunar. Heimur þeirra var
allt annar og óraunverulegri í launamálum
vegna kaupréttarsamninga og bónusa. Ungir
viðskiptafræðingar í bönkum, rétt rúmlega
þrítugir, nýskriðnir út úr háskóla, voru fyrr
en varði komnir með nokkrar milljónir á
mánuði í laun í gegnum kaupréttarsamn-
inga.
andrúmsloftið:
allt svo gaman,
enginn gagnrýndi
Margir sofnuðu á verðinum:
Bankamennirnir sjálfir, útrás-
arvíkingar, Fjármálaeftirlit,
Seðlabanki, endurskoðendur,
stjórnmálamenn, blaða-
menn...og fólkið í landinu.
Allir dönsuðu í kringum gull-
kálfinn.
eina breytan
í formúlunni
var lánsfé
Útlána- og eignabólan
byggðist bara á lánsfé.
Það var lánað of mikið
út á tóma dellu og
útbólgin veð í hluta-
bréfum og fasteignum
til að hækka verð hluta-
bréfa. Í ljós kom að of
mörg lán voru eitruð.
traustið
hvarf
Bankar lánuðu
ekki lengur hverjir
öðrum.
Bankar
hrundu
1999 2000 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009