Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Síða 29

Frjáls verslun - 01.02.2009, Síða 29
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 29 12. allt var svo gaman, allir voru svo ánægðir og gagnrýnin hvarf. Og hvað hefur þú svo sem til þíns máls þegar „allir eru að gera það gott“? Viltu vera púkó? Það var helst að menn sæju blikur á lofti og gagnrýndu stórauknar erlendar lántökur, skuldsett heimili og atvinnulíf, og svimandi sterkt og hátt gengi íslensku krón- unnar þrátt fyrir krónískan viðskiptahalla ár eftir ár. 13. Það var ekki bara gaman heldur stóð líka öllum á sama um hraðann og áhættuna í bankakerfinu. Viðkvæðið var að þetta væri hvort sem er mál útrásarvíking- anna og bankanna, sem og mál allra hinna þekktu og frægu erlendra banka sem væru svo vitlausir að vilja lána íslensku bönk- unum. Ef allt færi til fjandans væri þetta þeirra mál og kæmi okkur hinum ekkert við. Það voru ekki við hin sem tókum þessi lán eða værum í ábyrgðum fyrir þeim. 14. margt klikkaði þegar allt var svona gaman. Í þessu andrúmslofti góð- æris og velgengni varð eftirlit verra og gagn- rýnin minni. Margir klikkuðu á vaktinni. Bankarnir sjálfir, bankamennirnir, útrásar- víkingarnir, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn, stjórnir fyrirtækja, forstjórar, millistjórn- endur, endurskoðendur, stjórnmálamenn, ráðherrar, sparifjáreigendur, blaðamenn, fjárfestar, lífeyrissjóðir og síðast en ekki síst sofnaði fólkið í landinu á verðinum í þessu andrúmslofti stöðugs gróða og velgengni. Þetta var andrúmsloft andvaraleysis. Það dönsuðu allir villtan dans í kringum gull- kálfinn. 15. allt í einu fóru „eitruðu lánin“ að segja til sín. Það var búið að lána svo mikið að allir voru orðnir háðir öðrum með greiðslur lána. Kúlulánin, þ.e. þú færð lán núna og borgar nokkrum árum seinna (eftir minni), voru farin að segja til sín. Kerfislæg áhætta í bönkunum var orðin allt of mikil. Svo gerðist það. Eitruðu lánin voru eitruð. Þau voru bara loftbóla. Traustið hvarf. Eng- inn lánaði öðrum neitt. Þetta var vatnasvæði þar sem allt varð skyndilega vatnslaust á einu ári. Útlánabólan sprakk. Bankakreppa skall á. Hún varð harðari á Íslandi en ann- ars staðar. Allir bankar á Íslandi fóru á höf- uðið. Hverjum var þetta að kenna? Svar: Græðgis- væddir kaupaukar hrintu öllu af stað. Hlutabréfavísitalan 1999-2009 1999 2000 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.