Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.02.2009, Qupperneq 39
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 39 taxta. Þetta eru þeir sem verst standa og hafa orðið eftir. Kjör þeirra þarf að verja.“ Hann kallar þó kjarabaráttuna framundan varnarbaráttu. „Það er kreppa og við tökum tillit til þess. Það er meðal annarra á ábyrgð okkar að koma atvinnulífinu á legg á ný,“ segir Kristinn Örn. „Hluti okkar félagsmanna hefur setið eftir og það fólk hefur forgang.“ fjárfestingastefna Kristinn Örn hefur einnig uppi efasemdir um fjárfestingar lífeyrissjóðsins. Of mikið var lagt undir í íslensk hlutabréf – áhættunni ekki dreift sem skyldi. Um fjárfestingar lífeyrissjóða gilda vissar reglur en Kristinn segist ekki á þessari stundu geta sagt hvort hann vilji breytingar á reglunum. „Fyrst og fremst eiga lífeyrissjóðirnir að dreifa áhættunni sem mest,“ segir Kristinn Örn. „Hlutabréfamarkaðnum á Íslandi var haldið uppi með krosseignatengslum og vafasömum viðskiptum. Þetta var bóla sem hlaut að springa. Í framtíðinni verða stjórnendur lífeyrissjóðanna að gæta betur að dreifingu áhættunnar.“ Hefðin rofin Til þessa hafa ekki verið átök um forystuna í VR. Formenn hafa verið sjálfkjörnir og þeir hafa setið lengi. Guðmundur H. Garðarsson var formaður frá 1957 til 1979 og svo tók framkvæmdastjóri félagsins, Magnús L. Sveinsson, við og var formaður til 2002. Magnús vann fyrir VR í 42 ár. Raunar hefur ríkt eining um forystuna í VR frá upphafi árið 1891 eða í 118 ár. Gunnar Páll, fráfarandi formaður, fetaði að þessu leyti í fótspor Magnúsar L. Hann var hagfræðingur félagsins og fór úr því hlutverki í kjörna forystu. Þetta er að sjálfsögðu ekki dæmalaust innan verkalýðshreyfingarinnar. Nægir þar að nefna Ásmund Stefánsson, fyrrum hagfræðing, framkvæmdastjóra og forseta ASÍ. Og Gylfa Arnbjörnsson, einnig fyrrum hagfræðing, framkvæmdastjóra og forseta ASÍ. Formennska Kristins Arnar markar tímamót í sögu VR. Hann hefur ekki unnið sig upp til formennsku af skrifstofu félagsins. Magnús L. Sveinsson hóf störf fyrir VR árið 1960 – fyrir 49 árum – og síðan hefur forysta og sjálfur rekstur félagsins tvinnast saman. Kristinn Örn kemur inn í formennskuna úr starfi sínu í fluginu en ekki úr höfuðstöðvunum í Húsi verzlunarinnar. Hann nam flugrekstrarfræði í Bandaríkjunum og er félagsmaður í VR vegna vinnu sinnar sem vaktstjóri í flugrekstrareftirliti hjá Primera Air. Hann hefur áður unnið hjá bæði Icelandair og Air Atlanta innanlands og utan. Nú reiknar hann þó með að verða formaður í fullu starfi. „Ég tel að innan verkalýðshreyfingarinnar ráði „tæknikratar“ oft of miklu,“ segir Kristinn Örn. „Forystan endurnýjar sig sjálf í stað þess að almennir félagsmenn veljist til formennsku.“ VR Virðing Réttlæti Félagið hefur frá árinu 2006 heitið • VR eftir sameiningu nokkurra félaga verslunarmanna. Starfar undir kjörorðinu Virðing – Réttlæti. Kjarni VR er gamla • Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Það var stofnað árið 1891 af launþegum og vinnuveitendum í verslunarstétt í Reykjavík. Það varð launþegafélag árið 1955.• Stærsta félag innan Landssambands • íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) sem var stofnað árið 1957. LÍV fékk aðild að Alþýðusambandi • Íslands árið 1964. Félagssvæði VR nær yfir • lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps,Vestmannaeyja, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Akraness og nágrennis. Félagsmenn eru nær 28 þúsund.• „Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta fé en ekki að stjórna fyrirtækjum.“ Kristinn Örn Jóhannesson, nýkjörinn formaður VR. Hann bylti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.