Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Síða 43

Frjáls verslun - 01.02.2009, Síða 43
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 43 árum eftir að fyrstu tilraunir hófust við að ala hitakærar örverur á brennisteinsvetni. Þetta er afgas sem er einn versti fylgikvillinn við virkjanir á háhitasvæðum. Það er hægt að koma í veg fyrir að brennisteinsvetnið fari út í andrúmsloftið með hreinsibúnaði af öðrum toga. Sá búnaður byggist ýmist á eðlisfræði- eða efnafræðilegum aðferðum en er dýr og skilar engri framleiðslu. „Okkar hugmynd er að beita líftækni við að hreinsa afgasið,“ segir Arnþór. „Við ölum örverurnar á brennisteinsvetninu og koltvísýr- ingi. Þær þrífast vel á þessu fæðu og vaxa ört. Síðan er lífmassinn þurrkaður eins og fiskimjöl og afurðin er mjög próteinríkt fóður.“ Markmiðið er því tvíþætt: Að hreinsa afgasið og framleiða seljanlega vöru. smalað á Hellisheiðinni Og hvar ná menn svo í þessar verur, sem éta það sem engin önnur skepna lítur við? Jú, þeim er smalað eins og sauðfé á Hellisheiðinni. Það er að segja að örverurnar – sem eru mjög sérhæfðar bakteríur – lifa í heitu vatni þar á heiðinni eins og á öðrum háhitasvæðum. „Við höfum safnað þar ýmsum stofnum og ræktað áfram,“ segir Arnþór. „Til þessa höfum við gert tilraunir með þessa stofna og ýmist hreinræktað þá eða alið blandaða stofna.“ Að sögn Arnþórs er vandinn ekki fólginn í sjálfri ræktuninni heldur í því að þróa hagkvæma framleiðslu, sem bæði er mengunar- vörn og skilar af sér samkeppnishæfri vöru. Áður hefur verið búið til mjöl með þessari aðferð bæði í gömlu Sovétríkjunum og í Noregi en þá með metangas sem fóður. „Hagkvæmnisathuganir sem gerðar voru áður en Prokatín var stofnað bentu til að þetta væri hægt,“ segir Arnþór. „Mjölið verður að vera samkeppnisfært við venjulegt fiskimjöl.“ Fyrstu tilraunir innan þessa verkefnis hófust árið 2003 og rann- sóknum var síðan framhaldið í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Matís-Prokaría, Háskóla Íslands, Mannvit (áður VGK-Hönnun) og Orkuveitu Reykjavíkur. Verkefnið er hluti af hinu viðameira GEO- GAS-verkefni, sem miðar að víðtækari afurðaframleiðslu úr jarðgufu- gasi. viðskiptaengill vakir yfir Félagið Prokatín var síðan stofnað um framleiðsluna á mjöli úr örverunum og öðrum rannsóknum á þessu sviði. Þetta félag er sameign Arnþórs, fjárfestingafélagsins Arkea, Orkuveitu Reykjavíkur og verkfræðistofunnar Mannvits. Arkea er svokallaður „viðskip- taengill“ eða félag sem einbeitir sér að sérhæfðum fjárfestingum í sprotafyrirtækjum. Það er í eigu Ágústs Sindra Karlssonar hdl. og dr. Jakobs K. Kristjánssonar, auk Arnþórs. Fyrstu þrjú starfsár Prokatíns hefur verið unnið að tilraunum á Nesjavöllum með afgas frá jarðvarmaorkuveri Orkuveitunnar þar. Á liðnu hausti var gerður samstarfssamningur við Orkuveituna um að hefja tilraunavinnslu. Hlutafé í Prokatín hefur verið aukið og OR er þar nú meðeigandi. Nú í vor og sumar á að reisa tilraunaverksmiðju við virkjunina á Hellisheiði. Þetta er verksmiðja sem á að nýta 5–10 prósent af afgas- inu. Þarna á að sannreyna hvort framleiðsla á mjöli sé hagkvæm. tilraunaverksmiðja Til þessa hefur þróunarvinnan kostað um 100 milljónir og það fé hefur komið frá eigendum fyrirtækisins og frá Tækniþróunarsjóði og öðrum sjóðum. Sjálf til- raunaverksmiðjan kostar síðan aðrar 100 millj- ónir. Tilraunaverksmiðjan er sett saman úr gáma- einingum, sem komið verður fyrir í Vísinda- görðunum við virkjunina á Hellisheiði. Örverurnar eru aldar í kerum við 50 til 60 stiga hita og síðan þurrkaðar og malaðar, annaðhvort þar á staðnum eða í venjulegri fiskimjölsverksmiðju. Til að þrífast og dafna þurfa örverurnar einnig koltvísýring, sem kemur frá virkjuninni, auk súrefnis. Við eldið fellur einnig út brenni- steinn. Það er aukaafurð sem hugsanlega má nýta í áburð. Fyrirtækið Prókatín hefur þurft að finna lausnir á tæknilegum vandamálum og svo hefur náttúran sjálf sett strik í reikninginn. Sprot- inn hafði t.d. aðstöðu hjá móðurfélaginu Arkea í nýsköpunarbúðum á Reykjum í Hveragerði í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands. Þessi aðstaða eyðilagðist í jarðskjálftanum þann 29. maí í fyrra. niðurstaða innan tveggja ára Arnþór áætlar að verksmiðjan verði rekin næstu tvö árin áður en endanlega liggur fyrir hvort grundvöllur er fyrir að vinna mjög úr afgasinu frá virkjuninni til frambúðar. Hann segir að framleiðslan gæti numið tvö til fjögur þúsund tonnum á ári af mjöli ef allt afgas frá Hellisheiðarvirkjuninni er nýtt. Frá upphafi hafa stúdentar frá háskólunum unnið að þessu verkefni ásamt Arnþóri og öðrum sérfræðingum. Hann reiknar með að svo verði áfram í tilraunaverksmiðjunni. Vinnan er tengd námi þeirra. „Þróunarvinnan hefur tekið meiri tíma en við héldum í byrjun,“ segir Arnþór. „Það er sagt að frumkvöðlar eigi að margfalda áætlaðan tíma með pí og þá komi út raunhæfur tími við tilraunirnar.“ Hann reiknar með að fyrstu mjölsekkirnir verði fylltir í haust og það er norska fóðurfélagið Ewos sem hefur pantað fyrstu 100 kílóin. Arnþór segir að gott samstarf við Orkuveituna hafi verið lykilatriði í vinnunni til þessa, auk þess sem styrkir hafa komið frá Tækniþróun- arsjóði og framlög frá Arkea. Það er nú unnið að hlutafjárútboði hjá Arkea, m.a. vegna þessa verkefnis. Um bankalán hefur ekki verið að ræða og því hefur hrun bankanna í haust ekki haft afgerandi áhrif á áform Prokatíns. tvær flugur í einu höggi á Hellisheiði markmiðið er tvíþætt: að hreinsa afgasið og framleiða seljanlega vöru.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.