Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 47
aðila. Tal óskaði eftir samningi við tvo aðila með vísan til breyttra
forsenda hjá Tali vegna breyttra reglna hjá Póst- og fjarskiptastofnun.
Í samningnum við Símann var gerður fyrirvari um að Tal takist með
samningum við Vodafone að losna undan þessum ákvæðum, sem var
mjög mikilvægt.“
segir forstjórann hafa unnið framhjá stjórninni
Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis og Tals, segir að
forstjórinn hafi leynt stjórnina upplýsingum. Hún segir að sem
stjórnarformaður gæti hún alls ekki unnið með forstjóra sem færi
á bak við sig og ætlaði ekki að virða gerða samninga. „Forstjórinn
samdi við Símann þótt Tal sé með fimm ára samning við Vodafone.
Nú er Tal með samninga við tvö fyrirtæki sem bæði hóta málsókn.
Að mínu mati er greinilega unnið gegn hagsmunum meirihluta eig-
enda,“ segir hún.
Hún bætir ennfremur við að fulltrúar Teymis í stjórn Tals hafi
ekki samþykkt fundargerðina sem unnin hafi verið eftir forskrift Her-
manns. Fulltrúar Teymis hafi talið að forstjórinn væri að leysa málið á
grundvelli samningsins sem í gildi væri við Vodafone.
Hermann segir vanda Tals hafa falist í því að samkvæmt ákvörðun
Póst- og fjarskiptastofnunar um viðmiðunartilboð Símans um reiki
hafi Tali ekki lengur staðið til boða að vera með reikisamning við
Símann. Vodafone hafi ekki eigið kerfi á Austurlandi heldur reiki-
samning við Símann sem ekki megi selja Tali aðgang að á meðan Tal
sé með samning við Vodafone. Eina færa leiðin til þess að tryggja við-
skiptavinum Tals áframhaldandi GSM-samband hafi verið að semja
við Símann.
Þórdís vísar þessu á bug í fjölmiðlum. Hún bendir á að Tal hafi
verið með gildan samning sem gerður hafði verið með fullkomlega
löglegum hætti og augljóslega hafi forstjóranum ekki verið heimilt að
svíkja þann samning. „Það er rangt hjá Hermanni að samningurinn
við Símann hafi verið eina færa leiðin til að tryggja þjónustu við við-
skiptavini Tals. Félagið samdi við Símann um þjónustu á reiki um allt
land. Aðalatriði málsins er hins vegar að með gjörningnum braut Tal
samninga sem þegar voru í gildi og forstjórinn fór á bak við meiri-
hlutaeigendur félagsins sem höfðu enga vitneskju um hvað var um að
vera. Það er kjarni málsins og slíkur trúnaðarbrestur hlýtur að verða
til þess að leiðir skilja,“ segir hún.
Hermann segir hins vegar að sú leið sem Þórdís nefnir hafi verið
ótæk þar sem hún hefði í för með sér að Tal framseldi til Vodafone
númeraseríur félagsins og þá væri Tal orðið eins og hver önnur
áskriftarleið hjá Vodafone, auk þess sem sú leið bryti gegn samruna-
ákvörðun frá 26. júní 2008.
nýr forstjóri ráðinn
Þórdís segir að meirihluti stjórnar Teymis hafi tekið ákvörðun um
það að segja Hermanni upp störfum. „Uppsögn forstjórans var því
miður óumflýjanleg í ljósi þess sem gerst hafði. Meirihlutaeigendur
báru ekki traust til hans lengur og þar við sat,“ segir hún. Ragnhildur
Ágústsdóttir var ráðinn forstjóri Tals en hún var áður framkvæmda-
stjóri Sko, sem var í eigu Teymis.
Jóhann Óli Guðmundsson telur þá ákvörðun að segja forstjór-
anum upp ólögmæta og ekki í samræmi við samþykktir félagsins.
„Hermann hefur staðið sig afar vel í starfi og ætíð gætt hagsmuna
Tals,“ segir Jóhann Óli og bætir við að kippt hafi verið í spotta og
fulltrúar Teymis kosið að gæta frekar hagsmuna Vodafone en hluthafa
og viðskiptavina Tals.
„Samkvæmt Hermanni hafði Vodafone hins vegar ekki komið
með aðra lausn á málinu en að Tal afsalaði sér númeraseríum sínum
til Vodafone og yrði þannig eins konar áskriftarborð fyrir Vodafone
en ekki sjálfstætt félag á samkeppnismarkaði,“ segir Jóhann Óli.
Hann segir ennfremur að tilboð Símans hafi verið afar hagstætt
fyrir Tal og það hafi m.a. tryggt Tali betri taxtakjör en Vodafone hafði
boðið. Það hafi auk þess tryggt fullkomið sjálfstæði Tals á íslenskum
samkeppnismarkaði og óheft leyfi til að eiga frjáls og óháð viðskipti
við aðra aðila en Símann á sama tíma. Jóhann Óli segir að Vodafone
hafi gert kröfur um hið gagnstæða. Stjórn Teymis er á öðru máli og
sakar minnihlutaeigendur um rangfærslur.
líklega vegið að samkeppnislegu sjálfstæði tals
Samkeppniseftirlitið kom að málinu og lýsti ákvæði í samningi
Tals og Vodafone um aðgang að farsímaneti Vodafone ógild á þeim
grundvelli að þau séu andstæð ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og
ákvæði samkeppnislaga.
Samkeppniseftirlitið komst einnig að þeirri niðurstöðu að Teymi,
Vodafone og Tal hafi sennilega brotið gegn ákvörðun Samkeppnis-
Höfuðstöðvar Tals við
Suðurlandsbraut.