Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 55

Frjáls verslun - 01.02.2009, Page 55
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 55 Almenningur fékk að velja auglýsingaherferð og fór sú vinna fram í samvinnu við www.mbl.is. Fyrir valinu varð Gull, auglýs- ingaherferð sem Fíton vann fyrir Vodafone. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fítons, segir að fyrst og fremst hafi hugmyndin verið að koma nýrri vöru á markaðinn: „Við vorum alltaf með í huga auglýsingaherferð sem væri sölu- vænleg en einnig skemmtileg og að sameina þessi tvö áherslu- atriði á farsælan hátt og ég held að það hafi tekist, sem sannast kannski best á að almenningur valdi Gullið sem bestu auglýs- ingaherferðina og fyrir auglýsingastofu er það einhver besta staðfesting á að vel hafi tekist til. Auglýsingaherferðinni var aðallega beint að heimilunum og koma þeim skilaboðum inn á heimilin að varan myndi lækka símakostnaðinn. Í auglýsingunum vorum við með stóra og ýkta hluti til að Pétur Jóhann Sigfússon, sem lék stórt hlutverk, hefði eitthvað til að leika sér með og um leið að leggja áherslu á, t.d. með stórum síma, stóran sparnað. Það skaðar ekki að Pétur Jóhann er mjög vinsæll meðal fólks og vinsældir hans hjálpuðu tvímæla- laust við að vekja athygli á vörunni.“ Ragnar segir að Gull auglýsingaherferðin hafi verið mjög umfangsmikil og undirtektirnar verið frábærar: „Við keyrðum af fullum krafti í sjónvarpi og blöðum, á Netinu og gerðum einnig mikið af útvarpsauglýsingum og ákváðum að nýta flesta þá miðla sem í boði eru og herferðin hefur skilað sér. Þegar við fórum af stað með Gullið var kreppan að skella á og við vorum dálítið tvístígandi í upphafi hvað við ættum að gera en ákváðum að halda okkar striki og ég held að það hafi haft mikil áhrif að við vorum með skemmtileg og lifandi skilaboð, sem ekki veitti af í öllum drunganum og þau hittu í mark. Margir voru komnir á það stig að reyna að spara við sig, hagræða og skera niður og féllu auglýsingarnar vel í kramið hjá þeim. Til dæmis var það þannig á tímabili að það þurfti að tvímanna þjónustuverið hjá Vodafone til að geta annað eftirspurninni.“ Lúður fyrir auglýsingaherferð – Val fólksins var ekki sá eini sem Fíton fékk en auglýsingastofan fékk flesta lúðrana á Ímark- hátíðinni, alls fimm. auglýsingaherferð – Val fólksins Umfangsmikil auglýsingaherferð sem skilaði árangri ÍMARK verðlaunin fíton Ragna sveinbjörnsdóttir, Bragi Valdimar skúlason, Jón ari Helgason, Þórhildur Ögn Jónsdóttir, starfsfólk á fíton og Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.